Nú er að bíða og sjá

Ég hef alltaf haft trú á karlinum, sérstaklega þegar hann lék Skattmann.  Hlutverk forseta fór hann ágætlega með þar til hann lét glepjast af útrásarfábjánunum.

Ég held samt að hann muni skrifa undir og það byggi ég á því að við höfum oftast verið sammála við Óli.  Ekki misskilja, við höfum ekki staðið í koddahjali saman, en við höfum hitt hvort annað.

Ég vann lengi fyrir Norðmenn og luma því á mörgum góðum ráðum um sparnað og get útdeilt mörgum uppskriftum af naglasúpu.  Svona þegar kreppan skellur á....

Áfram Ísland!  norski_faninn_210408


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur varð allt í einu afskaplega mildur og prúður þegar að hann tók þá ákvörðun að bjóða sig fram til embættis forseta.

axel (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 19:02

2 identicon

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:07

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

HANN MÁ EKKI SKRIFA UNDIR ÞAÐ ERU ENDALOK FORSETAEMBÆTTISINS!

Sigurður Haraldsson, 4.1.2010 kl. 23:47

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svo bregðast krosstré sem önnur tré.  Það var auðvitað ekkert út á málflutning forsetans að setja en Guð láti gott á vita.....

Ég bið þess í Drottins nafni að okkur muni farnast vel. Ég er döpur, finnst Íslendingar vera í meira lagi sjálflægir og tími sé kominn til að fá að finna fyrir eigin meðulum.

Hvað verður nú, veit nú enginn en ég veit að alþjóðasamféagið ber okkur ekki fallega söguna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.1.2010 kl. 12:16

5 Smámynd: Halla Rut

Hvaða neikvæðni er þetta nú eiginlega í þér á nýju ári.

Gleðilegt ár Ingibjörg og takk fyrir það gamla. 

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 20:54

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Halla Rut. Takk sömuleiðis.  Eitt er að vera neikvæður, annað að vera dapur.  Ég er bjartsýn eins og ævinlega en ég dett niður í deðurð nokkrum sinnum á dag.  Þá hugsa ég, hvar enda þessi ósköp.

Ég er meira á Fésinu en blogginu, það er vegna andstyggðar minnar á DO

En ég svík ekki góða og gamla bloggvini svo ég kem hér við endrum og sinnum.

Við erum sjaldan sammála og ég held að það sé aldursmuninum um að kenna.  Þú þarft að koma til mín í smá handleiðslu.

Bestu kveðjur til þín og þinna með ósk um notadrjúgt ár.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.1.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband