Og hvað með það!

Þó að sala á nýjum dráttarvélum dragist verulega saman, þá lít ég það svipuðum augum og fækkun stórmarkaða.

Bændur hafa eytt milljörðum í tæki og tól síðustu ár og það er nóg til næstu ára.  Það er auðvitað slæmt fyrir kaupmenn, heildsala, og svo videre.  En við getum menntað eitthvað af þeim fjölda af atvinnuleysingju í að gera við gamla Farmala og Fergusona. 

Hvað er að Íslendingum, hvurslags eyðslufíkn og gróðahyggja er í gangi.  Er ekki mest um vert að halda heilsunni í lagi, gleðinni í samböndum okkar við hvert annað.

Ég vona og ég óska að Besti flokkurinn getir fært okkur meiri gleði og heilbrigðari forgangsröðun. 

Væla yfir hruni á sölu dráttarvéla!  Ég væli yfir öllum dragbítunum í okkar samfélagi...


mbl.is Hrun í sölu dráttarvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Dráttarvéla-sala er ekki stóra vandamál bænda á Íslandi!

Ég skil ekki alveg þessa frétt?

Þetta er líklega svona frétt sem segir hvorki allan eða hálfan sannleikann?  Þannig tíðkast villandi fréttaflutningur á Íslandi, sem villir um fyrir heiðarlegu fólki og til hagsbóta fyrir einokunar-svika-fjölmiðla Íslands? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.6.2010 kl. 14:26

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vandi bænda á Íslandi er vandi þjóðarinnar. Ef einn „limur“ í fjölskyldunni er veikur, eru allir veikir.

Þjóðfélagið okkar er allt sárasjúkt af hinum og þessum kvillanum.  Græðgi á þar stærstan þátt.  Smitleiðir græðginnar eru órannsakaðar, ég hélt að hún væri aðallega  í Sjálfstæðisflokknum en þarf nú að viðurkenna að hún er alveg jafn grasserandi í svokölluðum félagshyggjuflokkum.

Hagsmunir heildarinnar hlýtur að vera sá máttarstólpi og markmið sem við öll eigum að stefna að......   Eins dauði er annars brauð og þegar Besti flokkurinn talar um sjálfbærni þá er það miklu dýpra hugtak en almenningur gerir sér grein fyrir. 

Það er von mín og trú að augu fólks í öllum heiminum fari að opnast og sjá ljósið.  Ö

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.6.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Dráttarvélasala er lifibrauð dráttavélasala mörg umboð eru eða farin á hausinn við það hafa margir misst vinnuna!

Sigurður Haraldsson, 2.6.2010 kl. 16:07

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég er með Massey Ferguson módel 1959 eða 51 ára gamla. Hún er eins og ný.

Fólk getur skoðað hana á bloggsíðu minni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.6.2010 kl. 16:17

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sæll Sigurður.  Þú hefru eflaust heyrt um depet og kredit....  Ef þú lest færsluna mína þá sérðu að ég nefni það einmitt.. En nú spyr ég þig:  Ef að kjólabúð á Laugaveginum færi á hausinn, þá myndu einhvrjar konur eða kvenlegir menn missa vinnunna.  Einnig kaupmaðurinn sjálfur.  Eigum við að halda áfram að kaupa og kaupa ef við erum blönk, taka lán til að greiða af lánum til að halda uppi kaupmannastéttinni.  Þurfa sumir ekki að fara að hugsa út fyrir boxið. 

Við eigum nóg af fatadruslum inn í skáp, ég er kunnug sveitalífi og veit að það eru til verkfæri sem hægt er að nota í áratugi í viðbót. 

Hvað er að Íslendingar.  Á ekkert að læra af biturri reynslu.  Við þurfum að rétta við efnahaginn og  halda þá Íslendingar að það sé bara um að gera að taka lán....

Við þurfum að skapa eitthvað, búa eitthvað til og selja til útlanda.  Reyna að vera sjálfum okkur næg á næstunni, því þessi óhugnanlegi efnahagsreikningur okkar er þúsundir milljarða í mínus.

Sigurður komdu nú með einhverja heildræna lausn á málinu.  Hvað gerir þú þegar þú átt ekki aur?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.6.2010 kl. 16:19

6 identicon

Þú vælir yfir dragbítunum í samfélaginu okkar...  Er það einmitt ekki listaspírur eins og t.d. forystumenn Besta flokksins sem eyða miljónum og miljónum ofan í Eddur og Grímur og hvað þetta nú allt heitir og halda stórhátíðir a.m.k. 2 á ári til þess að upphefja sjálfan sig á kosnað þjóðarinnar?   Ég spyr.

Guðjón (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 18:08

7 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þorsteinn erum við ekki að tala um vélar í brúki? Þórður á Grund bónaði kanski ekki Hd 301 enn hann fór mjög vel með hana. Við þurfum þessar stóru dragþórur,vélin þín er of lítil nú á tímum þegar það er kanski einn kall að gera það sama og tveir þrír gerðu þegar við vorum strákar. þá var Hd 301 líka stór.Það er of lítið framboð af notuðum stórum vélum,vegna þess að það er búið að selja þær hundruðum saman úr landi. Þegar hrunið kom þá sáu einhverjir bjánar sér leik á borði og seldu ALLAR notaðar vélar alveg sama hvað þær heita úr landi. Þú skalt taka mið af því Ingibjörg Friðriksdóttir sem ert kunnug búskap,að það eru engar vélar á Íslandi nema nýar og ókaupandi,eða ónýtar. það er mjög lítið til þar á milli.

Þórarinn Baldursson, 2.6.2010 kl. 19:13

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er ekki lengur árið 2007.  Það sem áður var talið ónýtt eins og þvottavélar sem aðrar vélar, borgar sig nú að gera við.  Margir bændur fara afar illa með vélarnar, geymdu þær stundum úti á túni allan veturinn og gera jafnvel enn.  Ég er þeirrar skoðunar að hvert og eitt einasta ríki eigi eins og kostur er að vera sjálfum sér nægt um matvæli.   En fjára kornið.  Mér finnst styrkir til handa bændum vera of miklir.  Þeir eru alltaf að endurnýja bæði húsakost og vélar. Auðvitað er það til að ´létta sér verkin, en sjáðu til, heimilisstörfin væru líka miklu léttari ef maður gæti endurnýjað tól og tæki eins og manni langaði til   Ég tala nú ekki um ef maður fengi allskonar styrki og svoleiðis.

Fjármagnskostnaður er svo fáránlega mikill að ég held að við ættum að sláka á klónni og reyna að nota það sem til er og hætta þessu lánarugli.   Það gerir maður inn á heimilinu, því annars yrði maður bara gjaldþrota og ætti það skilið.

Ekki eyða um efni fram...  Þannig elur maður börnin upp við eigum að vera fyrirmyndir....

ÉG er mjöööööööööööööög kunnug búskap.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.6.2010 kl. 19:32

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þórarinn, ég setti nú þetta komment inn til skemmtunar. Ég skil á ýmsan hátt þessi sjónarmið um sterkar vélar til ýmissa hluta og verka.

En en stundum er ég nærri farinn úr hálsliðnum þegar ég ek um sveitir og sé bændur slóðadraga á voldugum 4x4 dráttarvélum, þegar MF 35 dugar.

Þegar fjárfest er í búskap þá er það ein regla sem gildir og hún er að deila verð á mjólkurlíter í fjarfestinguna og meta út frá því hvort málið gangi upp.

En hvaða bjánar voru þetta sem seldu ALLAR notaðar vélar úr landi?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.6.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1731

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband