Ég auglýsi eftir litlum gulum hænum.

Ég sé að þessari ríkisstjórn ætlar ekki að takast að taka á skuldavanda heimilanna.  Og, ekki eru nú þeir sem bíða á hliðarlínunni vænlegri, nema síður sé!

Ágætu bloggarar, nú langar mig til að biðja ykkur um að hjálpa mér að koma vitinu fyrir þessa „aula“

Ekki bara ríkisstjórnin, heldur flestir Íslendingar haga sér eins og fluga í dauðateyjunum eða alki sem er búinn er að mála sig út í horn, en neitar að gefast upp og horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að ekkert mun hjálpa honum annað en að gefast upp fyrir Bakkus konungi og leita sér hjálpar.

Millistéttin vælir og skælir, auðmenn grjót halda kjafti, í stað þess að rétta út hjálparhönd og á meðan blæðir þjóðinni út.   Auðvitað er almenn skuldaniðurfærsla ekki fær, það ættu allir viti bornir menn að sjá, það þarf enga háskólagráðu í að skilja það.

Ef að þjóðin skuldar, þá þarf að borga, eða er það ekki nokkuð ljóst?  Hverjir eiga þá að borga?  Ríkið?  Já, auðvitað og við erum ríkið.

Nú er það þannig að einhverjir á einhverjum tíma hafa ákveðið að sumar stéttir eigi að fá laun, helst undir fátækramörkum og þeir sem það gerðu, ættu auðvitað að skilja að þeir eru ekki borgunarmenn fyrir klúðrinu sem fyrri ríkisstjórnir bera vissulega ábyrgð á.  Hverjir þá?  Eruð þið með hugmyndir ágætu lesendur? 

Í mínum huga er það á kristaltæru.  Það eru þeir sem eru borgunarmenn fyrir sínum íbúðarlánum og ég og fleiri sem skuldum lítið eða ekki neitt.

Eigum við að fórna velferðakerfinu sem hefur tekið okkur mörg ár að byggja upp, fórna öryggi landsbyggðarbúa, vegna þess að við erum svo djöfulli sjálfhverf að við sjáum ekki út fyrir eigingirnina og frekjuna sem viriðst landlæg hér á meðal okkar.

Ég hef reiknað það út að ef 50.000 manns myndu borga 10.000,- á mánuði myndi það gera 1000 milljónir á mánuði.  Svo væru einhverjir sem gætu séð af 20.000.- og aðrir meira.

ÉG er að tala um að skuldaniðurfelling fyrir okkur sem þurfum ekki á því að halda, hjálpar ekki, heldur eykur verðbólgu og mun bitna á lífeyriskerfinu okkar.  Það þarf ekki einu sinni hagfræðing til að segja okkur þetta, en afneitunin virðist vera algjör, hjá flestum okkar.  Við ætlum að fá, fá, og endalaust fá.

Hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi, ekki þeim sem hafa nóg en vilja meira.  Tökum litlu gulu hænuna til fyrirmyndar og komum tréhestunum í skilning um að það sé okkar eina von....

Ef þið eruð í beinu sambandi við Steingrím og Jóhönnu segið þið þeim að þið þekkið litlu gulu hænuna og hún sé tilbúin til að gefa ráð og leggja hönd á plóg.

Bestu kveðjur til ykkar frá

minnstu gulu hænunni.

 


mbl.is „Þetta eru ekki samráðsfundir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það gæti nú verið gaman að fá „komment“ á þessa færslu. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.10.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband