Einmitt!

Á ekki bara að afskrifa þessi lán?  EF þessir menn eru ekki glæpamenn, þá er ég kaffikanna.

Mér finnst það ákaflega undarlegt að enginn skuli vera kominn bak við lás og slá, hálfu ári eftir bankahrunið. Bandit

Það skyldi þó ekki vera að alþingis og embættismenn séu að einhverju innvinklaðir í ósómann. 

Ég legg til að fjármál flokkanna verði opnuð almenningi til skoðunnar.  Allavega vil ég sjá hverjir hafa greitt til Samfylkingarinnar áður en ég geng að kjörborðinu.

 

 


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er rosalega skrýtið mál. Það er mikið rætt núna að alþingis og embættismenn hljóti að vera tengdir inn í þessa spillingu því það er ekki einleikið hvað lítið skeður. Svo eru teknir einhverjir undirmenn af gólfinu til að róa almenning ???' En eitt er víst að reiðin er orðin það mikil í þjóðfélaginu að þessir hlutir munu koma í ljós það er á hreinu. Flokkar og frambjóðendur eiga að opna bókhaldið og skýra frá sínum tengslum svo fólk geti treyst þeim.

Ég held að það myndi hreinsa andrúmsloftið, ekki veitir af.

Ína (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér. Þá er ég líka kaffikanna. Og mér finnst mjög skrítið að enn eru engar eignir frystar, enginn tekinn til yfirheyrslu að við vitum best.

Eina leiðin fyrir stjórnmálamenn er að opna fjármálin sín. Svo sammála. Ef þeir ætla að eignast traust almennings aftur.  Einhver á einhverra hagsmuna að gæta ef þetta eru svona mikil leyndarmál. Eða það er alla vega það sem ég hugsa.

Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 20:32

3 identicon

Þú ert ekkert lík kaffikönnu og það eru stjórnmálamenn innvinklaðir í ósómann. Þess vegna er búið að halda aftur af þessu. Þess vegna var Davíð að gefa þetta í skyn í Kastljósinu um daginn. Strákarnir sem eru ákærðir fyrir að falsa eftirspurn til að hækka gengi Exista er toppurinn á ísjakanum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:57

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Lánin verða ekki afskrifuð því málið er á leið inn í dómstóla. Enginn skal dæmdur nema sekur sé en ég hef fulla trú á að ýmsir aðilar verði fangelsaðir þegar stjórnvöld hafa komist til botns í spillingunni.

Flokkabókhöld ætti þá ekki að opna enda mikilvægt að virða frelsi flokka í lýðræðislegu samfélagi.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Að virða frelsi flokka í lýðræðislegu samfélagi.  Hvað áttu við?  Er það frelsi að hverskonar félög eða atvinnufyrirtæki geti mútað flokkunum?  Þetta ógagnsæi hvetur til spillingar og á ekki að eiga sér stað.  Öll félög ættu að vera framtalsskyld, þó að þau þurfi ekki að borga skatta. 

Það tel ég það eina rétta í lýðræðis samfélagi.  Hvað finnst þér Hilmar um sendiráðin á Íslandi sem ekki gefa upp tekjur starfsmanna sinna?  Ég veit það af reynslunni að það er ekki gert, enda geta starfsmennirnir (íslensku) látið vera að gefa tekjurnar upp og jafnvel verið á örorku eða atvinnuleysisbótum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.3.2009 kl. 22:30

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú mátt ekki gleyma lögum um frjáls framlög til stjórnmálaflokka en sumir geta einfaldlega ekki tengst ákveðnum stjórnmálaflokki vegna starfa sinna t.d. fjölmiðlamenn sem verða að gæta hlutleysis. Mútur aftur á móti eru ólöglegar og nokkuð ljóst að slíkt myndi valda misfellu í bókhaldi flokka sem hver flokkur þarf að skila árlega og farið er yfir af viðeigandi stofnunum.

Ég er hlynntur launaleynd en tel engu að síður mikilvægt að félagsmálayfirvöld fái upplýsingar um laun vinnufólks en þær skal þó meðhöndla vandlega og af trúnaði svo komið sé í veg fyrir misnotkun félagskerfisins.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 22:57

7 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ingibjörg,

Drífðu þig niður í banka með ógreiddu reikningana þína og láttu afskrifa þá....taktu kaffikönnuna með

Guðmundur Óli Scheving, 6.3.2009 kl. 23:42

8 Smámynd: Brattur

Já, er það ekki bráðnauðsynlegt FYRIR kosningar að flokkarnir opni bókhald sitt og hafi það upp á borði hver styrkir þá... það finnst mér a.m.k.

Brattur, 7.3.2009 kl. 00:05

9 identicon

Hilmar,     ....fjölmiðlamenn sem verða að gæta hlutleysis

Er það þannig á rúv, svo ég nefni nú bara ríkisfjölmiðil?  Nei hættu nú alveg. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að eiga þá stofnun í áratugi.

Sammála með fjárframlög til flokkanna, það verður að vera sýnilegt.

Burt með spillinguna, hvar í flokki sem hún finnst!

Kolla (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 02:24

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hér er að verða offramboð af kaffikönnum. 

"Flokkabókhöld ætti þá ekki að opna enda mikilvægt að virða frelsi flokka í lýðræðislegu samfélagi" !

Ég bara skil ekki þessa setningu þína Hilmar.  Er þá ekki á sama hátt krafa fyrirtækja að hafa lokað bókhald svo þau haldi þessu svokallaða frelsi ?  Þú ert á einhverjum villigötum með þessa frelsisímynd þína.  Hvar liggur línan á milli fjárstuðningi við flokka og mútugreiðslum til flokka ?   Alveg er ég handviss um að þegar Alþingi var stofnað árið 1944, eyddu menn ekki þessum gígantísku upphæðum í framboð sín.  Þar tel ég að menn hafi unnið samkvæmt ungmennafélagsandanum og svo ætti einnig að vera í dag. 

Anna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 10:39

11 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Og nú bætist ein skilningslausa kaffikannann við. Ég er svo gáttuð að ég á ekki til orð yfir þetta...... Burt með spillinguna. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband