ÍSLAND! Já takk

Ég er eins mikið sammála Svandísi og ég er stein standandi hissa á þeim sem enn eru ekki búnir að sjá í gegnum hugmydafræði Sjálfstæðisflokksins.

Ég er búin að ákveða:  Ef Vinstri grænir og Samfylking munu ekki ganga bundnir til kosninga, það er að sega að þeir ekki útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þá mun ég annaðhvort skila auðu eða kjósa Borgaraflokkinn.

Það þarf að taka rækilega vel til hjá okkur, kjósa stjórnlagaþing (sem ekki munu hafa fjórflokkinn innanborðs) og við þurfum að endurskoða lífeyrissjóðina. 

Reka alla helvítis flottræflana sem stjórnað hafa landinu undanfarin ár.  Það getur ekki verið alvara fólks að því þyki þessi ójöfnuður sem hér hefur ríkt bæði í borg og í bæ, geti gengið lengur.

Ég er ákveðin í að setja Valgerði Bjarnadóttur í 1. sæti í Reykjavík og Mörð Árnason í 2.  Valgerður hefur sýnt ótrúlega einurð í að afnema eftirlaunalögin sem margt af okkar fólki var með í að samþykkja. (Megum ekki gleyma því að þögn er sama og samþykki)  Mörður á mikið hrós skilið fyrir að standa vörð um þau umhverfissjónarmið sem sett voru í kosningaloforðin.  Hvað ég geri fleira veit ég ekki annað en jú, ég mun kjósa Jóhönnu, Sigríði Ingibjörgu, Önnu Pálu, Helga Hjörvar.  tveir í viðbót munu fá atkvæði mitt, en ég hef ekki ákveðið enn hverjir það verða.  Ætla að fara út í göngutúr til að ná mér niður.

ÁFRAM ÍSLAND! isl_faninn


mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, vinstri stórn! Áfram Ísland!

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Valgerði Bjarnadóttur fannst ástæða til að setjast í Bankaráð Seðlabankans þegar fulltrúi Samfylkingarinnar sagði af sér.

Og mikil læti voru þá í kringum Seðlabankan.

Hún hefði mátt sleppa því.

Ég er sammála með vinstristjórn en það þarf öðruvísi fólk en verið hefur til að stjórna finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 8.3.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Mikið fer þér fram á gamals aldri stjúpa mín, gangi okkur öllum vel.....held það sé kominn tími á nýja hluti.

Einsog ástandi er á annaðborð núna má frekar gera mistök en ekki neitt..

Einhver Ágúst, 10.3.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband