Þetta er varla íslenska útgáfan.

Mér er það alveg svakalega minnisstætt frá unglingsárunum, þá kynntist ég ungri konu sem ég þekki enn.  Hún sagði mér að ég skyldi muna að ef ég vildi einhverju ná fram og halda strákunum volgum, þá skyldi ég ekki leyfa þeim það. 

Ég hef notað þetta ágæta ráð og tekist vel upp.  Reyndar skildi sá fyrri við mig eftir 2 áratugi, en sá seinni heldur enn út og er að ég held býsna ánægður með mig og´sambandið komið á þriðja áratug.

Ég mátti til, mér finnst þetta svo fyndin frétt.

Góðar stundir!


mbl.is Kynlíf fyrir heimilisfriðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rosalega finnst mér þetta skrítin könnun, þekki bara enga kona sem er sammála henni. Það mætti halda að hún hafi verið gerð á þeim tíma sem konur áttu ekki að hafa ánægju af kynlífi. Ég meina þegar konur tóku lærin í sundur fyrir "king and country" og hugsuðu um eitthvað annað á meðan. Það hefðu komið fram einhver skekkjumörk ef ég hefði verið spurð álits.

Rut Sumarliðadóttir, 9.9.2009 kl. 11:44

2 identicon

Ég þekki enga konu sem viðurkennir að vera sammála þessari könnun.

Borat (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

Varst þú þá ekki að nota kynlíf þér í hag? Svo þetta er að hluta til rétt hlýtur að vera.

Skarphéðinn Gunnarsson, 9.9.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Skarphéðinn.  Algjörlega!  En með öfugum formerkjum.   Ég þekki reyndar enga konu sem ákveður að langa til að hafa kynmök um leið og hún finnur þörf fyrir nýja eldhúsinnréttingu eða kaupa sér nýjan kjól.

Í dag eru íslenskar konur fjárhagslega sjálfstæðar (allavega fyrir bankahrunið) og segja bara já og nei eftir löngun í það (það er að segja kynlífið)  Svo eru til konur (ekki´égégggggggggggggg samt) sem hafa sig sjálfar eftir því, burt séð frá öðrum þörfum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.9.2009 kl. 13:06

5 Smámynd: Huckabee

Hvernig hefur þessari konu vegnað í lífinu  sem ráðlagði þér ?

Þetta er mjög merkilegt  allt saman og aldrei fæ ég nóg af þessari fræðslu

Huckabee, 9.9.2009 kl. 15:05

6 Smámynd: Huckabee

Eða er hún ógift?

Huckabee, 9.9.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hún er búin að vera gift sama manninum í yfir fjörutíu ár, farsæl þriggja barna móðir og einhver lifandis býsn af barnabörnum. sennilega 5.  Konan er hvers manns hugljúfi og ég gruna hana um að hafa viljað mér hið besta enda var það stór synd fyrir konu á þessum árum Kring um 1960 að hafa gaman eða gagn af kynlífi og maður átti að vera hrein mey þegar maður hitti hinn eina rétta, sem ég auðvitað var, en gallinn var sá að ég fór mannavillt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2009 kl. 10:22

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Borat, þú þekkir enga konu sem viðurkennir, það er af því að þú þekkir ekki mig.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2009 kl. 14:29

9 identicon

Ég hef nú alltaf litið svo á að "ekki  leyfa þeim það. " Sé það sama og "straff" eða bara kúgun svo við tölum hreint út.  Og ef þig konur finnið ykkur knúnar til að reyna að nota kynlíf sem stjórntæki á mennina ykkar, þá séuð þið að gera lítið úr þeim áhuga sem þeir þó sýna ykkur. Ég fyrir mína parta tek ekki þátt í þannig og læt ekki fara þannig að mér.

Ásgeir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:18

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Upp með húmorinn Ásgeir.  Hugsaðu þér hvað það verður gaman eftir nokkra vikna straff.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.9.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1736

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband