Segðu af þér.

Már Guðmundsson.  Ef þú ert ekki ánægður með 1 milljón á mánuði í laun, segðu þá af þér.   Við eigum ekki að greiða neinum meira en eina millu á mánuði.  Ekki forsetanum heldur. 

Fjandakornið, fólk er farið að svelta á Íslandi.  Ég á verulega bágt með að hafa hemil á mér, sérstaklega hvað varðar, háttsetta embættis', stjórnmálamenn og aðra menn ekki síst verkalýðsforingjana em hafa hátt í milljón og meira í laun á mánuði.

Takið ykkur saman í andlitinu, lækkið öll laun niður í 5-600þús á mán. Það er ósanngjarnt að þeir sem minnst hafa eiga bera hitann og þungann af klúðrinu sem við erum í vegna embættisafglapa stórnmálamanna og þeirra meðreiðasveina. 


mbl.is Ræddi ekki beint við Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

er ekki í lagi með þig ingibjörg?

Kristbjörn Árnason, 6.6.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nei, Kristbjörn og hefur aldrei verið eftir því sem mér er sagt,  En hvað áttu við annars?  Eigum við að þurfa að hlusta á þetta endalausa væl í þeim sem hafa meir en nóg fyrir sig á meðan aðrir þurfa að éta úr n...... á sér.

Tek það fram að sjálf hef ég það með ágætum, hef of mikið að borða ef eitthvað er.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.6.2010 kl. 22:29

3 Smámynd: Brattur

Nú er ég ekki sammála þér Ingibjörg. Már hætti í góðu starfi úti í Swiss með 8 -9 milljónir á mánuði til að koma heim og leggja sitt af mörkum við uppbygginguna á Íslandi... hann samdi um ákveðinn laun hérna heima sem ég held að hafi verið ca 1,5 milljón á mánuði og mér finnst hann eigi bara að fá þau laun... hann er samt að fórna ca 7 milljónum á mánuði til að hjálpa til hérna heima og það finnst mér bara ansi vel að verki staðið... og geri aðrir betur !

Brattur, 6.6.2010 kl. 22:38

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sé Már þessi hugsjónamaður, þa skipta þessar 400 þúsund hann ekki máli.  Það má komast ágætlega af með 1100þús.  Ég sá aldrei launaseðlana hans.  Ég trúi því ekki að hann sleppi 7-8 millum á´mánuði ef hann vill fá meira en neyðarlögin settu fram að engin skyldi hafa meira en forsætisráðherrann .  Þau lög voru sett áður en hann tók við starfinu og skv. tölvupóstum þá kom það fram.  En Brattur, ég hef heyrt að Benni sé á leið á Trafford.  Getur það verið?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.6.2010 kl. 22:55

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst skína öfund út úr þessu bloggi.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2010 kl. 08:43

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jón Ingi. Ég held að fáir ef nokkur myndi ætla mig öfundsjúka. Það voru sett landslög um að engin laun skyldu vera hærri en laun forsætisráðherra. Rétt eins og lög gera ráð fyrir því að hvergi megi aka á yfir 90 km hraða. Ég var einu sinni í vinnu sem bílstjóri og þá var keyrt á 20 mínútum frá Keflavíkurflugvelli að Hótel Sögu. Ferðinni réðu lögreglan í Reykjavík og þú ættir að geta reiknað út á hvaða hraða var ekið. Þetta var kært (ekki af mér) og síðan hefur lögreglan reynt að halda sig innan leyfilegra hraðatakmarka. Hvort heldur sem ekið er með forseta, ráðherra eða konungborna.

Í aðdraganda bankahrunsins var alltaf klifað á öfundsýki í fólki þegar minnst var á lífstíl hrunverjanna.

Það má vel vera að þér sýnist skína öfund út úr bloggi mínu og þú hefur fullan rétt á því. Hinsvegar er ég harður andstæðingur þess að svona mikil mismunun í kjörum fólks fái að líðast. Ég hef nóg fyrir mig, þarf ekki að sækja neitt til annarra nema félagsskapar og ég reyni að fá sem mest út úr því og láta gott af mér leiða í leiðinni.

Þetta var langt svar við smá kommenti en svona er ég. Takk kærlega fyrir komuna á síðuna mína. Ég gleðst yfir því að fá viðbrögð á það sem ég skrifa.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2010 kl. 10:35

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert bara ekki í takti við raunveruleikann. Nú í kreppunni eru þetta laun millistjórnenda í litlum fyrirtækjum á einkamarkaði sem þú villt að okkar æðstu embættismenn eiga að bera úr býtum, 500-600 þúsund.

Þetta er mannskemmandi að sitja undir óhróðri og árásum fóks að ósekju en af síðan ætti líka að launa störfin illa og meira að segja mjög illa er dæmið einfalt... það ræður sig enginn í þau sem hefur hæfileika og menntun til að gegna þeim.... og er það eitthvað sem við þurfum á að halda. ?

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2010 kl. 10:38

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kannski ekki en fyrir mér er raunveruleikinn þessi.  Landið er á barmi gjaldþrots eftir viðstöðulausa græðgi, sérumgæsku,sjálfumgleði og hrikaleg afglöp þeirra sem kosnir voru til að gæta hagsmuna Íslendinga allra.

Hvað á að gera?  Það er hin pólitíska spurning.  Á að sverfa enn frekar að þeim sem minnst hafa?  Á að reyna að gera það besta og láta alla vera á skóplunni til að moka út eftir aumingjana?

Lægsu laun í landinu eru í kring um kr. 160.000,- Háskólamenntaðir grunnskólakennarar eru með frá 250.000,- til 320.000,-  Skólastjórar í grunnskólum eru með um 400.000,- (fer eftir stærð skóla) Menntaskólakennarar hafa um 20% hærri laun og svo frv.

Ég lít nú svo á að það megi lifa þokkalegu lífi fyrir kr. 400.000,- og ef þú ert sá jafnaðarmaður sem þú telur þig vera, þá hlýtur þú að kalla eftir meiri jöfnuði en verið hefur.

Á meðan ástandið er eins og það er, þá tel ég að það mætti rétta úr kútnum ef allir legðust á árarnar.  Hvað varðar skoðun mína á launum æðstu embættismönnum þjóðarinnar, þá finnst mér í þessu árferði þeir fullsæmdir  600.000,- á mánuði.  Gleymdu því ekki að eftir því sem þeir hafa hærri laun, minnka launin hjá þeim sem minnst hafa úr býtum.

Svo er annað sem mig langar til að nefna við þig.  Ég sé ekki að ég hafi veist að persónu Más Guðmundssonar.  Ég bið hann bara að fara í annað ef hann sættir sig ekki við 1 milljón á mánuði.  Már er ábyggilega prýðis góður maður.  Ég dreg það ekki í efa.  Hann sótti um starfið, var sagt áður en hann kom að búið væri að setja lög í landinu um launamál.  Hafi hann setið á rökstólum með einhverjum stjórnmála eða embættismönnum hvernig mætti fara fram hjá lögunum,Nú  þá er hann ekki sá sem ég hélt.  Það voru vinnubrögðin 2007. 

Varastu að leggja öðrum orð í munn.  Ég fyrirlít marga á hinum pólitíska vettvangi, og ófeimin við að tjá það, en því fylgir alltaf rökstuðningur og þá að sjálfssögðu hvernig það blasir við mér og mínum gildum.

Ég er alveg viss um að við réttum ekki úr kútnum nema að við horfumst í augu við raunveruleikann og tökumst á við hann með skynsamlegum hætti.   Rétt eins og Alkinn.  Alkahólistinn á enga von um bata fyrr en hann viðurkennir vandamálið. 

Ég held að það sé ekki rétt hjá þér með að enginn ráði sig upp á 600.000,- laun.  Atvinnuleysisbætur eru bara 160þúsund.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2010 kl. 12:29

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Í Svíþjóð eru laun miklu hærri enn á Íslandi og ódýrara að lifa líka nema í Stórborgum. Það var verið að gera tilraun á nokkrum unglingum að borga þeim hálfa milljón Íslenskar á mánuði fyrir 40 tíma vinnuviku. Þetta er eingöngu tilraun. Laun er dreifingarkerfi peninga og það sem lýsir jafnrétti best. Hér er það óþarfi að hafa mikil laun vegna skattakerfissins. Dreifing fjármagns til fólks er einföldust í gegnum laun. Ef lægsu laun hækkuðu almennt myndi allt þjóðfélagið njóta góðs af því. Og einmitt það er ástæðan fyrir þessari tilraun. það þyrfti miklu meiri umræðu um launamál enn er á Íslandi. Ein milljón hafa aldrei verið nein mikil laun og þá skiptir ekki máli hvort hægt er að lifa af þeim eða ekki. 600 þús. eru rétt rúmlega verkamannalaun og ekkert meira. það er varla hægt að safna einhverju fyrir ófyrirsjánleg útgjöld fyrir barnafjölskyldu með þeim launum..

Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1744

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband