Þá er bara eitt að gera Katrín

Láttu rannsaka lygarann sem hlýtur að vera framkvæmdastjóri Magma.   Ekki gerast svo léleg að ráðast að boðberanum. 

Ég hef verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar frá upphafi en þeim stuðningi er lokið.  Þið þarna á þingi hlaupið í vörn í hvert skipti sem þið verðið uppvís af lélegum og óheiðarlegum vinnubrögðum og ráðist oftast á boðberann í stað þess að láta til ykkar taka með því að láta hið rétta koma í ljós.

Ekki er langt síðan að þið þögðuð þunnu hljóði þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir þáði milljóna styrki frá hagsmunafyrirtækjum.  „Það er ekki okkar að svara fyrir einstaka þingmenn“ i

Á hinum almenna vinnumarkaði þurfa starfsmenn að taka ábyrgð á sínum gerðum og það er yfirmanna að sjá til þess að þeir geri það.  Oft er það gert með þeim hætti að fólki er gefin kostur á því að segja af sér, annars rekinn.   Hversu langan tíma á fólk að hafa til umþóttunnar?  Sá spyr sem ekki vei en telu að í spillingarmálum af hverskonar tagi eigi að grípa til aðgerða núna eða strax.

Ef að þetta er úr lausu lofti gripið af Svandísi Svavarsdóttur, þá skora ég á þig Katrín Júlíusdóttir að láta rannsaka málið tafarlaust og stoppa þá ákvörðun Árna Sigfússonar og hans fylgifiska að selja HS ORKU.

Annars er ég döpur yfir því hvað fólk er rólegt yfir þessum gjörningi að leyfa sölu á orkufyrirtækjum sem byggð hafa verið upp af almannafé.  Ég hef reynt að fá fólk til að fara í mótmæli en það virkar ekki.  Fólki virðist sama og hvað get ég svo sem gert annað en að halda áfram að rífa kjaft sjálfri mér til hugarhægðar og öðrum til leiðinda. 

Lát heyra! 

 


mbl.is Veitti Magma ekki ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband