GVÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÐ!..................

Gvöð!

Ég hef vissulega samúð með Geir og hans fólki í prívatlífinu.  Það er erfitt að takast á við veikindi af þessu tagi.

EN HVAÐ MEÐ ÞÁ SEM HAFA MISST VINNUNA OG EIGA FYRIR BARNASKARA AÐ SJÁ OG JAFNVEL BARA SJÁLFUM SÉR.

Það er alkunna að það að missa vinnuna, sjálfbjörgina, sé á við að missa ástvin.

Ég er furðu lostin yfir ummælum Harðar Torfasonar og hann væri maður að meiri ef hann bæðist afsökunar.

Geir er opinber maður, hann er kosinn af þjóðinni (samt ekki mér) til að gegna mjög svo opinberu embætti, og þessvegna ber honum skylda til að segja okkur frá veikindum sínum, en það breytir ekki því að hann er ömurlegur forsætisráðherra, sem stuðlað hefur að þeirri nýfrjálshyggju sem sett hefur þjóðina nánast „á hausinn“  ISG hefur ekki verið hlýft þrátt fyrir veikindi sín og ég sé ekki ástæðu til að mismuna eigi þeim tveim.

Bendi ykkur á að lesa ágætt blogg Óskars Arnórssonar um siðblindu stjórnvalda. Lesningin mun kannski opna augu sumra. http://huldumenn.blog.is/blog/thad_sem_eg_vil/


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Geir hefur verið veikur lengi skv. skýringum læknis Lsp. á æxli í vélinda sem tekur langan tíma að vaxa.  Hann átti fyrir löngu að vera búinn að víkja en þetta eru svo þægilegir stólar. Veikindi og pólitík eru tveir ólíkir hlutir og ´a ekki að blanda saman. Og hana nú.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir

Jæja, það er þá skoðun þín.

Ég vona bara að þú þurfir ekki að missa ástvin.  Til er fólk sem veit að peningar og flest af því hjómi sem kallað er lífsgæði fölnar í samanburði við að missa ástvin eða heilsuna.

Eigðu samt góðan dag.

Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:02

3 identicon

Innilega, með öllu mínu hjarta, sammála Eddu hér að ofan.

Sammála (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk Ruta mín, sammála en Edda Björg.  Ég hef oft misst ástvin, eins og við flest sem verðum fullorðin.

En ég hef aldrei misst lífsbjörgina og hafði það tiltölulega gott þegar ég var að ala upp börnin.  Hafði alltaf húsnæði og nóg að borða, gat einnig leyft börnum mínum að vera í tónlistarnámi og íþróttum.

Ég held að ég hefði  frekar horfast í augu við alvarleg veikindi en að geta ekki séð fyrir börnum mínum.

Ég næstum græt af samúð með þeim sem missa vinnuna og ekki sjá fram á að geta greitt af húsnæði sínu, hvort sem það er eigið eða á leigu.  Svo að eiga ekki fyrir salti í grautinn hlýtur að vera skelfilegt.  Það eru margir í þeirri stöðu núna.

Frábært að þú þurfir ekki að horfast í augu við það Edda Björk og góða og gæfuríka daga óska ég þér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 12:08

5 identicon

Rut: Ekki vera svona leiðinleg, hann var greindur í síðustu viku og segist vera einkennalaus.

HS (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:10

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég veri ekki ráð fyrir að þú sért að fara fram á að fólk sem er einkennalaust og hefur fullt starfsþrek eigi að víkja vegna þess að það er með krabbamein. Ef það skapast fordæmi fyrir afsögn vegna krabbameins sem er einkennalaust færi fólk einfallega inn í skápinn með sett krabbamein. Að Geir sýni æðruleysi og styrk í veikindum sínum gefur öðrum sem eiga við sömu veikindi að stríða von.

Benedikt Halldórsson, 24.1.2009 kl. 12:21

7 identicon

Sammála Benedikt. Geir verður þrumuleiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:37

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú misskilur pistilinn Benedikt.

Ég ætlast ekki til þess að hann segi af sér vegna veiknda sinna heldur vanhæfni.

Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega vanhæf, og þó að lengi geti vont versnað, þá verður þetta varla verra. Ég vil að menn með hæfni verðir fengnir til verka og þessum ráðamönnum gefið frí.

Látum Alþingi hafa meira vægi en ráðherrana. 

Regluverk landsins sem sett eru af þeim sem ráða, ná ekki einu sinni utan um þessa fjárglæframenn sem ganga lausir, þrátt fyrir að hafa komið okkur HINGAÐ.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 12:40

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fólk tengt sem ég þekki er með krabbamein á háu stigi...

ÞAð hefur veirð í mótmælum.. Ekki hefur það notað sér veikindi sín til að fá samúðarfylgi.

Jú jú ... maðurinn er veikur...

en þá á hann að fara í FRÍ og það EINS OG SKOT. 

Brynjar Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 12:52

10 Smámynd: Hlédís

"Ég vona bara að þú þurfir ekki að missa ástvin.  Til er fólk sem veit að peningar og flest af því hjómi sem kallað er lífsgæði fölnar í samanburði við að missa ástvin eða heilsuna." segir Eggið við Hænuna!!     Fyrirgefðu frönskuna mína Rut! 

Edda Björk sem er, samkv. upplýsingum á bloggsíðu, um 35,8 ára er það barn að halda að Rut, mun eldri manneskja, hafi aldrei misst ástvin, né "þurfi" að gera! Ályktar einnig sem svo að Rut viti ekki mun á gildi heilsu og peninga.       Ja hérna! 

Ég veit að ekki þarf að svara fyrir Rut, en fæ samt ekki orða bundist.

                     -------

Vil bæta við að því miður er krabbamein lúmskt og óútreiknanlegt. Enginn, ekki einu sinni ráðherra, getur fullyrt hvort, hvenær né hve mikið það lamar starfsþek.

Hlédís, 24.1.2009 kl. 12:56

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég áskil mér þann rétt að vera leiðinleg, var að vitna í lækni á Lsp. Leiðinlegt að þér finnist ég leiðinleg!  Nenni ekki einu sinni að leita að því aftur. Tek undir með Imbu, hann átti að segja af sér vegna vanhæfni. Það er málið. Það á ekki að blanda þessu tvennu saman, veikindum og pólitík. Bara allt  önnur ella.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 12:56

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Rut?  Er Hlédís ekki eitthvað að rugla, heldur að hún sé á síðunni þinni.

Við erum sammála eins og síðastliðin fjörutíu ár.  Það veitir mér öryggi. hahhahaahaha.

Sérðu muninn á meðferð á konum og körlum Rut.  Núna eru allir að mæra forsetisráðherrann án þess að hann hafi nokkurn skapaðan hlut unnið til þess, en utanríkisráðherrann hefur fengið að kenna á því, enda er hún bara kona.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 14:22

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Benedikt. Ég er ábyrgðarfull miðaldra kona og fer í vinnuna ef ég hef einhvert þrek til þess.  Geir Hilmar Harði hefur fullt starfsþrek og á þá auðvitað að vera í vinnunni þrátt fyrir veikindin sem ekki eru ennþá farinn að hafa áhrif á þrek hans. 

En hann myndi gera þjóðinni mikin greiða ef hann segði af sér eins og skot og fengi einhvern ráðabetri mann í sinn stað.  Þó allllllllllllllllllllllllllllsekki Steingrím J.  

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 14:25

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég meinti Brynar en ekki Benedikt

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 14:26

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hemmhemm. Hef misst tvö börn, eitt barnabarn og kærasta fyrir utan þetta venjulega, ömmu, afa og föður. Er ég gild þá, sé ekki að það hafi með nokkurn hlut að gera nema að það breytir svo sannarlega gildismati fólks. Vorum við ekki annars að ræða um veikindi og pólitík?

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 14:29

16 identicon

Góðan daginn, góðan daginn.

Ég furða mig alltaf jafnmikið á því þegar jafnkjánalegar staðhæfingar koma fram í dagsljósið eins og að Geir sé ömurlegur forsætisráðherra og að nýfrjálshyggjan hafi komið okkur á kaldan klakann.

Fyrst væri gaman að heyra einhver rök frá þér fyrir því hvers vegna hann sé ömurlegur. Það er frekar stórt orð og þegar þú setur svona fullyrðingar fram verða þær að hafa eitthvað bakland svo að pistillinn þinn geti í minnsta lagi hljómað á einhvern hátt trúverðuglega. Passaðu þig á barnaskapnum, þú virðist í minnsta kosti hafa meiri þroska.

Hvað nýfrjálshyggjuna varðar þá var hún aldrei til. Hins vegar er til stefna sem heitir frjálshyggja og nýfrjálshyggja er ekkert annað en uppnefni á klassísku frjálshyggjunni.

Ég skal benda þér á hvað kom okkur á kaldan klakann. Það var ekkert annað en jafnaðarmennskan. Hvað er það annað en jafnaðarmennska þegar ríki tryggir almannafé. Tökum dæmi:

Kalli Jóns á 30 milljónir íslenskra króna. Fyrir þessar 30 milljónir staðgreiðir Kalli fallega íbúð sem hann hefur alltaf langað í. Nú þegar hann er orðinn eigandi íbúðarinnar þarf hann að tryggja hana fyrir hinum ýmsu hlutum, t.d. eldsvoða og fleira. Þarna tek ég skýrt fram að Kalli er að tryggja íbúðina sína með sínu eigin fé.

Núna er Kalli orðinn þreyttur á að búa í þessari íbúð. Hann selur hana og fær sama verð fyrir og hann keypti hana á, 30 milljónir króna. Hann leggur að sjálfsögðu þennan pening inn í banka því það væri óðs manns æði að geyma slíkar fjárhæðir heima hjá sér. En hvað gerist nú? Peningar hans Kalla sem voru í formi steinsteypu eru núna orðnir seðlar geymdir inni á bankareikningi. En hvað breyttist? Á yfirborðinu breyttist ekki neitt, Kalli er í raun bara að færa til verðmæti. En ef betur er að gáð þá tekur fólk eftir einu.

Núna þegar Kalli er með verðmætin sín í formi seðla en ekki steypu þá er ríkið byrjað að tryggja verðmætin hans. Það er einmitt jafnaðarmennskan og ríkisafskiptin sem við hlutum í arf frá Evrópusambandinu. Þetta er mjög slæm ríkisafskipti. Þetta er í raun fáránlegt og virkilega ósanngjarnt á sama tíma.

Þarna er sem sagt verið að nota skattpeninga allra landsmanna til þess að tryggja misháar innistæður. Af hverju ætti ekki bara manneskja sem á 10 milljónir inni á bankabók ráða hvort hún vilji tryggja þessi verðmæti eða ekki. Eins og ef að þessi sama manneskja ætti bíl myndi ráða því hvort að hún tryggi hann í kaskó eða ekki.

Á sama hátt ætti t.d. fólk sem á ekki nein verðmæti inni á bankabók ekki að þurfa að hugsa um að tryggja nein verðmæti þar því þau eru ekki til staðar. Þarna er augljóslega verið að brjóta á almenningi. Skattpeningar allra eru að fara í það að tryggja innistæður fólks á bankareikningum. Af hverju tryggir ríkið þá ekki bara líka bílana okkar, húsin okkar, sumarbústaðina okkar og fötin okkar? Er þetta það sem við viljum? Viljum við enda á sama stað og Sovétríkin voru, ríkið stjórnar öllu. Ég segi nei takk fyrir mitt leyti. Ég vil lifa frjáls í mínu samfélagi.

Því finnst mér mjög erfitt að sjá hvað þú meinar með því að nýfrjálshyggjan hafi komið okkar á kaldan klakann. Það dæmi sem ég tók áðan á mjög vel við t.d. ICESAVE deiluna en hún hefði aldrei komið upp ef hver og einn innistæðueigandi hefði tryggt sitt fé eins og hver og einn bíleigandi tryggir sinn bíl. Frjálshyggja stendur fyrir minni ríkisafskipti en jafnaðarmennska stendur fyrir ríkisafskipti. Ríkisafskipti eru í flestum tilfellum vond og kom það berlega í ljós þegar að Evrópusambandið með ríkisafskiptislögunum okkar þvingaði íslenska ríkið til þess að gangast í ábyrgðir peningum hjá fullt af fólki. Þetta er náttúrulega bara hlægilegt. Það sér það hver heilvita maður. Þannig að ég held að þú ættir að endurskoða þessar fullyrðingar þínar aðeins.

Takk fyrir. 

Egill (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:10

17 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Egill!  Ég er búin að lesa kommentið þitt tvisvar og ég held að ég heyri hvað þú sért að meina og er þér fullkomlega ósammála.

Ef þú vilt vita mína meiningu og hvað mér finnst um hrunið og hverjum það sé um að kenna, þá bendi ég þér á ágætt blogg Óskars Arnórssonar,

http://huldumenn.blog.is/blog/thad_sem_eg_vil/

Þessi dæmisaga þín er alveg út í hött, þú virðist ekki skilja að fólk er misjafnlega á vegi statt og þar sem ég er jafnaðarmanneskja með stóru joði, þá eiga stjórnvöld að jafna gæði en ekki gefa þau til vildarvina.

Ef ég ætti að bera ábyrgð á 10 börnum, þá myndi ég að sjálfssögðu reyna að skipta jafnt, en það er ekki alltaf hægt.  Börn eru misjöfn bæði til orðs og æðis, sum eru greind og afskaplega falleg á meðan önnur eru ekki eins greind og ekki alveg eins falleg.  Sum eru fötluð á meðan önnur eru alls ekki fötluð.

Það segir sig sjálft að fatlaða barnið þarf mest og á að fá mest, það er allavega mín skoðun.

Frjálshyggjan hefur  þá annmarka að sá freki hefur alltaf vinning yfir þann sem minna má sín.

Í raun finnst mér kommentið þitt ekki svara vert, en geri það af því að ég var akkurat að koma úr Háskólabíó sem sýnir alveg yndislega heimildamynd um einhverfan dreng.

Lestu pistilinn hans Óskars og athugaðu hvort þú eigir eitthvað sameiginlegt með einhverjum þar. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 18:19

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Rut????  Ég er ekki alveg viss um hvað við erum að ræða hér.  Þetta fór út í þessa sálma af því að ég nefndi það í pistlinum mínum að áfallið við það að missa vinnuna sem er lífsbjörgin að mínu mati er líkt við það að missa ástvin. 

Ég hef ekki misst barn, en bróður og föður langt fyrir aldur fram.  Líf og dauði er lífsins gangur sem maður lærir að lifa með í blíðu og stríðu.  Sorgin dvínar og vonandi lifa góðar minningar, en að missa vinnuna og hafa jafnvel ekkert til að hverfa er örugglega skelfilegt og verra eftir því sem maður hefur fleiri munna að metta.

Það er beinlínis árás á sjálfið að vera rekinn úr vinnu. Það er bæði mannskemmandi og eftir því sem færustu sérfræðingar segja og staðhæfa eftir margra áratuga rannsókni, að gjaldþrot og að missa vinnuna hafi hæsta stressstuðul til lengri tíma litið.

En ég veit ekki alveg hvort við séum að tala um það sama. Þú sendir mér línu ef þér finnst ég fara offari.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 18:27

19 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nei, ekki ég heldur!

En til hamingju Ísland með mótmælin í dag, nú erum við að tala saman.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 18:52

20 Smámynd: Hlédís

Fundurinn var magnaður, Rut!

Ingibjörg! Þú spyrð (í nr 12) hvort ég  viti ekki hvar ég sé stödd  - sé að rugla! Varstu búin að lesa  nr 2 þar sem gat verið svar til Rutar -  en er hugsanlega til þín. Ég furðaði mig á einfeldni konunnar og skrifaði um það  ( Eggið að kenna Hænunni)  - en einnig athugasemd um krabbamein og strafsþrek vegna skrifa Benedikts (nr 6)

Kveöja!

Hlédís, 24.1.2009 kl. 21:55

21 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Það er ekkert skrítið að Geir fynnist hann hafa fulla starfsorku.

Hann hefur nefnilega ekki GERT NEITT á undanförnum árum.

Hjalti Garðarsson, 24.1.2009 kl. 23:45

22 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hjalti minn, ég er þér alveg hjartanlega sammála.

 En til er fólk sem verður þreytt á því að gera ekki nétt, til að mynda ÉG sjálf.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1730

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband