Draumur

Mig dreymdi í nótt Ingibjörgu Pálmadóttur, þó ekki konu Jóns Ásgeirs heldur aðra með sama nafni, ögn eldri og reyndari.

Draumurinn var á þá leið að hún ætlaði að fresta afmælinu sínu því hún væri vant við látin þessa dagana.  Hún væri í miðju kafi að reyna að hafa áhrif á þá sem ráða hér ríkjum og myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en því verki væri lokið.  Ég spurði hana hvort hún teldi þetta myndi takast og hvort ég þyrfti að bíða lengi eftir veislunni.

Hún svaraði mér: Veislan eri búin í bili, en það væri þó alltaf tími til að gleðjast og þakka á hverjum degi, því heilsan væri það dýrmætasta sem við ættum og einnig styrk og góð fjölskyldu og vinatengsl.

Það liggur samt ekki beint við að fara að segja ykkur frá þessum draumi, því það er ekkert nýtt sem kemur þar fram, ég mundi þetta ekki fyrr en ég opnaði moggann á netinu og sá þessa frétt um sölu íbúðar á Manhattan í eigu þessarra fallegu hjóna.

Ég er bjartsýn að eðlisfari, og ég tel það fyrir góðu að dreyma nafnið Ingibjörg, þrátt fyrir að sagt sé að „Ingibjörg sé engin björg“.

Ég held að hjónin fallegu ætli sér að selja eigur sínar og leggja inn í íslenskt samfélag.  Ég er næstum sannfærð um það.

Hann Jón Ásgeir (hef aldrei hitt hann) ber eitthvað gott með sér.  Og hann mun koma ykkur (ekki mér) á óvart.


mbl.is Selja íbúð á Manhattan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hemmhemm. Sjáum til.

Rut Sumarliðadóttir, 14.2.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Halla Rut

Alltaf hefur þú sömu góðu trúna á náunganum sama hver hann er. Góð ertu þá sem kennari og værir ennþá betri sem fangelsisprestur.

Að dreyma nafnið Ingibjörg er fyrir vandræðum og erfiðleikum þó illa líki mér að boða það á þinni eigin síðu. 

Halla Rut , 14.2.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk stelpur mínar fyrir kommentin.

Eins og ég sagði, þá er Ingibjörg engin björg.  En mig hefur oft dreymt umrædda Ingibjörgu (þessa eldri) og það er alltaf fyrir góðu, enda manneskjan frábær í alla staði.

Mér líst vel á þetta með fangelsisprestinn.  Tek djáknann næsta vetur og sé svo til.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.2.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband