Hvers eigum við að gjalda?

Ætli bankamennirnir hafi spilað Matador í æsku.  Ég man að maður keypti heilu göturnar og bankana í því spili.

Hvernig væri nú að ganga að eigum þeirra sem sökina eiga í stað þess að þjarma að öreiganum og þeim sem aldrei nutu „góðærisins“

Ég er orðin hundleið á þessum handabakavinnubrögðum sem minna helst á brekkusnigil í blautum mosa.

Því fyrr sem bankahrunið verður skoðað sem sakamál, þeim mun betra fyrir íslenskt samfélag.  Og hvað með eignirnar sem sumir hafa keypt með illa fengnu fé

Hættið að snobba fyrir Mammon.

Lengi lifi Ísland og þegnar þess!isl_faninn


mbl.is Margt líkt með Íslandi og Enron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Vonandi verður fjölgun fólksins við rannsóknin til þess að við getum náð í eigur okkar úti í heimi og sett upp í skuldir.

Rut Sumarliðadóttir, 25.3.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Maður er dæmdur fyrir að hnupla áleggsbréfi en þeir sem lögðu milljarða í hlutabréf sitja á hagnaðinum og arðgreiðslunum en þurfa ekki að standa skil á skuldum fyrir þeim hlutabréfum sem urðu að engu.

Hvað segir þetta okkur ?

Fjárfestum í áleggsbréfum því þau eru verðmætari skv. löggjafanum. 

Anna Einarsdóttir, 25.3.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er kannski full hart að líkja Íslandi við Enron finnst mér.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Höfum það rúllupylsu og hangikjet.

Hilmar, Nei þetta er spegilmynd af þeirri svikamyllu svo þar er alls ekki of hart að líkja þessu svínaríi við ENRON.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.3.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1736

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband