Þakklát!

Ég er þakklát, bæði fyrir Jóhönnu og Dag.  Ég óskaði þess og ætlaði sjálf að stuðla að því að Dagur yrði kjörin varaformaður, en ég komst ekki á þingið sökum vanheilsu sem gerði það að verkum að ég fór ekki langt frá heimili mínu s.l. sólarhring.

Ég hef fylgst vel með því sem er að gerast, þökkum tækni tuttugustuogfyrstualdar.

Ég er alveg rífandi stolt af „mínu“ fólki.  Ég held að í hönd fari þeir tímar sem við getum verið sátt við.  Jóhanna Egilsdóttir sem var amma Jóhönnu Sigurðardóttir var einu sinni yfirboðari minn, þá var ég ung og óreynd, en ég man hvað hún var falleg og góð, lítil og nett, en samt ákveðin og föst fyrir. Hún var einn af stofnendum barnaheimilisins Vorboðans sem var staðsett upp í Rauðhólum og hún var vakin og sofin yfir velferð þeirra sem þar voru til vistunnar.  Ég var þar vistuð sem barn og fór svo að vinna þar sem unglingur bæði 15 og 17 ára.

 Ég tel að sá tími sem ég eyddi í Rauðhólunum hafi gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.  Jóhönnu Egilsdóttur var það mikið kappsmál að öll værum við jöfn, bæði fyrir Guði og mönnum og hún kom oft í Rauðhólana til að sjá að allt færi þar fram eftir fyrirfram ákveðnum reglum.  Jóhanna ásamt ömmu minni Þuríði Friðriksdóttur get ég þakkað mikið þau lífsgildi sem ég hef í dag.

Að sjálfssögðu eru fleiri sem hafa staðið að mér og eiga ekki síður þakkir skildar, en á þessu augnabliki er mér hugsað til Jóhönnu Egilsdóttur og föðurömmu minnar, sé þær fyrir mér kankvísar og glaðar yfir úrslitum dagsins í dag.  Til hamingju Jóhanna og til hamingju Dagur og síðast en ekki síst til hamingju Íslendingar, við höfum frábært fólk í Samfylkingunni sem mun leiða okkur inn í betir tíð með blóm í haga.

 


mbl.is Jóhanna fékk 97,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með hvað?? Jóhanna var við völd þegar bankarnnir hrundu og ekki gerði hún nú mikið við því. Dagur hefur nú lítið annað gert en klúðrað borgarmálum

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hefði hún getað gert eitthvað, ekki átti hún hugmyndina að því að skipta Lands og Búnaðarbankanum á milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna.  Ekki átti Jóhanna þátt í einkavinavæðingustefnu Sjálfstæðisflokksins.  Hvað varðar Dag, þá var það ekki hann sem var næstum búin að gefa Orkuveituna, heldur er hann heiðvirður og sannur jafnaðarmaður sem ég bind miklar vonir við.  Þú Haukur ert ekki bloggari, svo ég get ekki kynnt mér hvað þú stendur fyrir, en við erum greinilega mjög svo ósammála.  Takk samt fyrir að kíkja inn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dagur er vel að þessu kominn að ég tali nú ekki um Jóhönnu. Mjög sátt við þessi úrslit.

Rut Sumarliðadóttir, 28.3.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Halla Rut

Og er nú Jóhanna komin í fyrsta sæti hjá þér. Er hún núna "untouchable" í þínum augum?

Ekkert fólk eins Dagur og hans líkir eru jafn hættulegir Íslensku sjálfstæði. Þeir bara hreinlega mega ekki komast í næstu stjórn.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 21:13

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jóhanna hefur ekki mikin kjörþokka, en hún er heiðarleg og það tel ég Dag vera líka og ef það er eitthvað sem við höfum þörf fyrir í dag þá er það heiðarleiki.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 21:28

6 Smámynd: Halla Rut

Eins sorglegt og það er, í raun, þá dugar ekki hrein samviska og gott eðli til að rífa heilt land upp úr skít og eymd. Enda er það ekki "góða" fólkið sem hefur rifið fyrirtæki og lönd til framfara og frama í þessum grimma heimi okkar. við þurfum ljón til verka en það eru bara engin alvöru ljón að finna á Íslandi í dag. Allavega ekki ennþá. Ég spái þó komu ljóns á vettvanginn innan skamms. Vittu til, ég hef oft reynst sannspá.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 21:40

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er nú meira en sannspá, ég er skyggn.  Það segja allavega börnin mín, það sé ómögulegt að ljúga að mér.

Það þarf ekki ljón, það þarf fólk með heilbrigða skynsemi, heiðarleika, kjark og þor.

Við þurfum að láta af stefnu frjálshyggjunar, við þurfum alltaf að hafa þor og kjark til að hafa vit fyrir þeim sem vilja fara offari.

Ég t.d. er greind með ofvirkni á hæsta stigi, hef skotið mig oftar í fótinn en flestir hér á byggðu bóli, en ég hef verið svo óendanlega heppin með það að eiga góða að sem hafa stoppað mig þegar ég hef farið þvílíku offari að ég hef sett bæði mig og mína í stóra hættu.

Halla Rut, Íslendingar eru sjálfstæðir en oft á tíðum ofvirkir í háttum.  Það þarf fólk með heilbrigða skynsemi, heiðarleika og jöfnuð í hugsun til að hér fái þrifist gott þjóðfélag.  Ekki bara gott fyrir þá sem fæðast með silfurskeið í munni, líka fyrir þá sem minna er gefið til orðs og æðis, við þurfum að skapa það þjóðfélag að allir þegnar þessa lands fái notið sín og fái úrlausnir við hæfi.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 21:52

8 Smámynd: Halla Rut

Ljón hafa kjark og þor. Margur getur talað en minna aðhafst.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 22:08

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er fædd í tvíburamerkinu en með ljón í öðru húsi og í tungli og þess vegna er ég alltaf með ör á fótunum eftir skotin.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 22:11

10 Smámynd: Halla Rut

Ég er fædd í rúmi með móður minni, augljóslega, á fæðingardeildinni í Reykjavík. Ég hef síðan þá barist eins og ljón fyrir tilveru minni, athygli og áheyrn.

Ég vek upp mismundandi tilfinningar og álit hjá fólki og hef ávallt gert. Stundum mér til ama og umhugsunar en nú nýlega heyrði ég gott rétt mæli er huggað hefur mig í þessu og sannfært mig um að halda áfram á sömu braut. Þetta var nokkurn vegin á þessa leið: Sá er aldrei umdeildur sem ekki berst á eða deilir skoðunum sínum. Sá er samþykktur af flestum sem hefur sig lítið frami og jánkar ætið framsögu annarra.  

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 22:24

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég get nú sennilega sagt það sama og þú og bætt við að á síðustu tuttugu árum hef ég að bæði mínu og annarra áliti þroskast býsna mikið.  Ég er ekki eins áköf í að koma mínum skoðunum að, ég er orðin nokkuð leikin í að hugsa og hlusta á aðra.  Og það sem hefur komið mér mest á óvart, er hversu lítið ég tek fyrir það að skipta um skoðun þegar vit mitt og þroski segir mér að ég hafi farið villu vegar.

Ég hef eins og margur, marga fjöruna sopið, enda villt og illa við ráðandi þegar sá gállinn er á mér.  En það sem hefur gefið mér mest í lífinu, eru þau lífsgildi sem ég er alin upp við og með mér hafa þroskast í áranna rás.

Guð minn almáttugur, nú datt mér í hug auglýsingin um leiðinlegt sjónvarpsefni.

Ég er ekkert svo leiðinleg, þrátt fyrir að vera ferkantaður jafnréttissinni án þess að vera femínisti.  Jafnaðarmaður án þess að vera kommúnisti.  OGsvo videre svovidere. 

Halla Rut, Haltu áfram að vera blátt áfram, en trúðu mér, margt á eftir að breytast í þínum þankagangi næstu tuttugu árin.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 22:47

12 Smámynd: Halla Rut

Ég vona svo sannarlega að margt eigi eftir að breytast í hugsun minni alla þá tíð sem ég á eftir enda er það merki um þroska og víðsýni.

Mér finnst þetta svo snjallt sem þú segir um sjálfa þig og get svo vel tengt það við mig: "Ég hef eins og margur, marga fjöruna sopið, enda villt og illa við ráðandi þegar sá gállinn er á mér.  En það sem hefur gefið mér mest í lífinu, eru þau lífsgildi sem ég er alin upp við og með mér hafa þroskast í áranna rás."

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 22:56

13 identicon

Leidinlegt ad heyra af slaemri heilsu thinni.  Ég vona ad thú hressist STRAX NÚNA!

Ég er rosalega ánaegdur med fólkid sem gaf Jóhönnu thessa glaesilegu kosningu sem hún á ad sjálfsögdu inni.

Jóhanna Sigurdardóttir...allir gódir íslendingar med edlilega greind eru stoltir af thér og samgledjast thér.

Áfram Samfylking.  Áfram vinstri stjórn.  Áfram Ísland!

Alltaf í rosalega gódu skapi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:59

14 identicon

Ég sá ömmu Jóhönnu í sjónvarpinu..sá thad á netinu.  Thetta var gamalt vidtal sem their hjá sjónvarpinu höfdu fundid.  Kjarnakona...og allir vita ad Jóhanna er í stjórnmálum af réttu ástaedunum.  Hún er sannur jafnadarmadur.

Alltaf í rosalega gódu skapi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:05

15 Smámynd: Halla Rut

Fallegt var myndbandið af ömmu Jóhönnu og er Jóhanna sjálf kjarnakona og velviljuð. En sannleikurinn er sá að hvergi og aldrei í heiminum öllum hefur vinstri stjórn leitt til framfara fyrir nokkuð land nema síður sé. Sömuleiðis eru vinstir stjórnir alls ekki síður spilltar en þær hægri og í raun mun spilltari.

Halla Rut , 29.3.2009 kl. 01:16

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk kærlega þú sem ert alltaf í rosalega góðu skapi.  Heilsan er fín, sérstaklega eftir hvítvínið sem ég fékk mér í gærkvöldi.  Og takk fyrir innlitið, haltu áfram að vera í góðu skapi.

Halla Rut!  Nú ætla ég að taka mér það bessaleyfi að tala við þig eins og dætur mínar.

Þú segir að hvergi og aldrei í heiminum............  Þetta er haugalygi hjá þér og skaltu fá að eta það ofan í þig.  Nei annars, ég tala ekki svona við elskulegar dætur mínar, því þær eru jafn miklar gribbur og ég sjálf.  Ég tala af virðingu við þær, reyni það alla vega oftast. þó að ég missi mig reyndar allt of oft.  Mun biðja þær að kommenta á þessi skrif.

Þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við eru Bretland, Þýskaland og Norðurlöndin. 

Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Svíþjóð hafa oftast verið við völd  jafnaðarmenn, en í Bretlandi hafa hægri menn haldið í stjórnartaumana. Í Þýskalandi svona til jafns.

Ég ætla ekki að halda langa ræðu, en benda þér á velsæld á Norðurlöndum á meðan hnignunin í Bretlandi er augljós og viðloðandi.  Eldri dóttir mín bjó í Bretlandi í rúm 7 ár og þrjú ár í Þýskalandi. Yngri dóttir mín býr í Svíþjóð og þó að hún hafi verið býsna óánægð í fyrstu, talið sig búa í kommúnistaríki þá er hún mjög ánægð í dag og skilur hvað jöfnuður og bræðralag gengur út á.

S.l. tuttugu ár hefur verið ríkjandi á Íslandi hægri stjórn og hvar stöndum við nú?

Allstaðar er spilling í öllum flokkum og hættan við að búa í svona litlu landi er ávísun á hættuna  við allt sem heitir tengsl, bæði kross og á ská, allir eru að higla að sínum eða hylma yfir og fleira, þess vegna vil ég inn í ESB, til að lágmarka þessa mismunum sem verður vegna tengsla.  Það að mis vitrir stjórnmálamenn geti í hendi sinni haft örlög fólks er gjörsamlega óþolandi......

Nú fer þetta að verða of lant mál til að nokkur nenni að lesa svo ég er hætt

bæ, En Halla mín, endilega haltu áfram að kommenta, mér líkar svona argaþras.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.3.2009 kl. 08:54

17 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 29.3.2009 kl. 14:55

18 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jóhanna hefur staðið sig vel og vænti ég mikils af henni . Þetta er kjarnakona. Vonandi hressist þú vinan fljótt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.3.2009 kl. 17:32

19 identicon

ÁFRAM SAMFLKINGING...ÁFRAM DAGUR & JÓHANNA...ÁFRAM ÍSLAND!!!

OG SÍÐAST EN EKKI SÍST: ÁFRAM MAMMA!!!

af því að þú ert best í geimi!

knús

bósa

bóel (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband