Þó fyrr hefði verið!

Mér finnst það skammarlegt að þjóð sem þekkt er fyrir að vinna vel í tímaþröng, vera fljót að hugsa og rigga upp fundi þeirra Gorba og Reagan á tíu tveim, skuli fyrst núna fá óháða erlenda sérfræðinga til að rannsaka hvað fór úrskeiðis í íslensku fjármálalífi. 

Seinagangurinn gefur manni ástæðu til að trúa því að samtryggingin sé svo stór þáttur í stjórnmálalífi Íslendinga að það þoli ekki skoðun.  Ég hef aldrei skilð hvernig  flestir stjórnmálamenn virðast geta aðskilið hug og hönd, margir knúsa og kyssa sína mestu aðstæðinga á þingi.  Eru þeir kannski sammála um að veitast hver að öðrum í ræðu og riti en vera svo afar góðir vinir þess á milli.

Ég er kannski svona hryllilega þrjósk og þver.  Ég gæti ekki hugsað mér að knúsa þann sem þótti sjálfsagt að ráðast inn í Írak og murka lífið úr saklausu fólki, bæði börnum, ófrískum konum, unglingum eða hverjum sem er öðrum.  Karlinn minn þarf ekki alltaf að vera  sömu skoðunar og ég en ég get lofað mér því að hjá Sjallavalla  Banditsvæfi ég aldrei.

Orðskýring:  Sjallavalli þýðir innvígður og innmúraður sjálfstæðismaður.  (Það eru þeir sem stjórna og stýra flokknum) Sjálfstæður maður er eitthvað allt annað.


mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sjálfstæður maður er ekki flokksbundinn. Flokkar eru bara til fyrir þá sem ekki nenna að hugsa sjálfstætt

Finnur Bárðarson, 5.8.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sjálfstæður maður er sá sem hugsar sjálfstætt, sá hinn sami getur verið flokksbundinn þar sem hann trúir á að þar sé hag hans best borgið.  En þeir sem einungis hugsa um eigin hag eru ekki sjálfstæðir menn, því þeir hafa ekki þann mannskilning sem þarf til að sjá að sjálhverfa hentar ekki hinni einu sönnu reglu sem boðuð er í flestum trúarbrögðum Gullna reglan.  Núna er komin útfyrir efnið, en til þess er leikurinn gerður.

Ég er flokksbundinn Samfylkingunni þar sem boðun þeirra er hvað líkust því hvernig ég hugsa.  Það er ekki þar með sagt að ég samþykki allt sem hinir fáu útvöldu (þingmenn) segja.  T.d. var ég einlægur ISG sinni, þar til ég áttaði mig á að hún dansaði með Sjallavöllunum. Það var að hlusta ekki á viðvaranir annarra þjóða varðandi fjármála pólitík okkar.  Björgvin var ekki látin vita ok. kannski var það þannig, en það er ekki næg ástæða fyrir mig.  Lúðvík fékk lán. ég vil vita hvernig lán.  Þoli ekki spillingu og vil uppræta hana hvort sem hún tengist mér persónulega eða ekki. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.8.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég þoli heldur ekki spillingu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband