Hefur einhver haldið því fram?

Til eru menn sem hafa haldið því fram að umræddur Davíð Oddsson, kunni allt, viti allt og geti allt.  Þessum mönnum fer nú ört fækkandi en samt sé ég að nokkrir halda enn uppi merki Davíðs, telja eins og hann reyndar sjálfur að hann sé   og sem slíkur sé hann hafinn yfir alla gagnrýni.

Það verður aldrei tekið af Davíð að hann er hugmyndasmiður að velsæld liðinna ára, auðvitað var hann ekki aleinn að verki, góðir og gegnir íhalds og framsóknarmenn studdu hann dyggilega, sérstaklega þegar hann kom sér fyrir í Seðlabankanum til að halda áfram að geta ráðið peningastefnunni í landinu.  Veitt voru lán, hægri vinstri, fólk gat farið úr nokkurra herbergja íbúðunum sínum og keypt sér einbýli eða raðhús.  Dollarinn var svo hagstæður að fólk henti gömlu heimilistækjunum og keypti sér ný, urðaðir voru átta til tíuára gamlir bílar og keyptir nýir jeppar og mikið djöfull var kátt í höllinni.

Dabbi og Dóri börðu sér á brjóst og sögðu okkur að svona gengi þetta nú fyrir sig þegar þeir réðu peningastefnunni í landinu.  Valgerður herfa Sverrisdóttir kom sterk inn sem iðnaðar og bankamálaráðherra, fann kjölfestufjárfestana til að kaupa bankana og allt var þetta á blússandi ferð í ótrúlegu sem reyndar var ekki ætlað öllum, allavega ekki þeim sem minnst höfðu á milli handanna, heldur þeim sem meira höfðu og gátu því tekið lán að villd, keypt allt sem hugurinn girntist.

Nú hefur það komið í ljós að var bara plat, var bara einskonar sjónhverfing, til þess fallinn að fáeinir útvaldir gátu graðkað til sín auðæfum, gamblað og spilað með þau þar til allt var búið.Hverjir hafa hafið Davíð Oddsson til vegs og virðingar?  Þeir eru margir en því miður fyrir þá sem ekki hafa gert það og jafnvel aldrei, þurfa nú að horfast í augu við að taka til eftir Ég hef enga sérfræðiþekkingu á mannlegu eðli, en geri mér fulla grein fyrir því að sumir hafa skítlegra eðli en aðrir.Hver er sérfræðiþekking Dabba og Dóra? Vill kannski einhver segja mér það.

Að vera að velta þessum fjanda fyrir sér er ekki ávísun á góðan nætursvefn, en ég læt þetta flakka fyrst ég er hvort sem er búin að setja þetta á blað. 

 


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband