Koma svo Steingrímur og Jóhanna!

Nokkur orð til Jóhönnu og Steingríms.

Ef að þið eruð í hagsmunagæslu fyrir fáeina útvalda, þá skuluð þið ekki hlusta á Joseph Stiglitz, en ef að þið teljið ykkur vera kosin á þing til að gæta að þjóðaröryggi, hagsmunum fólksins í landinu, þá skuluð þið ráða Joseph Stiglitz sem sérstakan efnahagsráðgjafa og fara eftir því sem hann segir.  

Ekki gera eins og fyrirrennarar ykkar, þeir Davíð, Halldór, Árni Matt, Valgerður og fleiri ódámar Devilgerðu, en þau eiga skuldlaust nánast alla sök á hvernig komið er fyrir okkur þar sem þau  skelltu skollaeyrum við háværum aðvörum sem komu frá Stiglitz og fleirum.

Íslendingar vilja sjá Evu Jolie til að rannsaka hrunið og Joseph Stiglitz til að hjálpa okkur við endurreisnina.Ef að þau fengu að ráða, þá yrði heldur betur hreinsað til í bönkunum og jafnvel líka í stjórnarráðinu.

Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað orðið: ódámur merkir, skal það upplýst hér að það þýðir sk. Íslenskri orðabók: þorpari, illmenni, mannhrak, úrhrak og óþokki.

 


mbl.is Mistök að nýta ekki auðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jess, jess og jess.

Rut Sumarliðadóttir, 7.9.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það var hringt í mig og ég beðin um að taka út skýringuna á orðinu ódámur.   Já, já, ég er hvatvís og hef oft skotið mig í fótinn með því að fara og geyst í orðavali.  Ég get þó og kann að biðjast afsökunar.  Ef að þeir sem ég nafngreindi í færslunni, gætu séð hversu grátt þeir hafa leikið þjóðina með hroka og frekju, kæmu fram og bæðust fyrirgefningar, þá væru þeir ekki eins miklir andsk. ódámar.

Að hugsa sér að það skuli vera nokkur einasti maður sem vill gefa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki atkvæði sitt.

Er fólk virkilega svona umburðarlynt?  Ekki ég.  Frændi minn elskulegur, ég tek ekki þetta orð út úr færslunni og ekki skýringuna heldur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.9.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Davíð, Halldór, Árni Matt, Valgerður. 

Þau hétu því að vinna Íslandi heill (hvernig sem það nú er orðað, þegar þau sverja eiðinn)....... og þau sviku það.  Hvort sem þau tóku sínar kolröngu ákvarðanir vegna fáfræði eða vegna þess að þau langaði svo að vera góð við vini sína, er röng ákvarðanataka þeirra meginorsök þess að Ísland er stórskuldugt og rúið trausti.  Íslendingar eru í sárum, stoltið er farið og heimilin að flosna upp.  Er hægt að vinna vinnuna sína mikið verr en þau hafa gert ?

Anna Einarsdóttir, 8.9.2009 kl. 09:01

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú orðar þetta svo fallega Anna, ég dáist að þolgæði þínu og manngæsku.  Ég er ágæt inn við beinið, en svo djöfulli orðljót.  Að hugsa sér að ég sé að kenna börnum.  Vanda mig oftast þá, ég er bara svo reið út af ábyrgðarleysi, hroka og skeytingarleysi þeirra sem vandræðunum ollu að mig langar mest að hýða þá.

Ég ætla að reyna að feta í þín spor og tala varlega, sennilega ber það betri árangur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.9.2009 kl. 10:16

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Að hugsa sér að ég sé að kenna börnum

Takk Ingibjörg mín.... ég er ég og þú ert þú og það er það (mætti halda að ég kynni bara 5 orð)  sem gerir mannlífið svo skemmtilegt.  Við erum öll með okkar sérkenni....

...og ég veit að þú ert góð sál þrátt fyrir þitt óforbetranlega orðbragð.   

Anna Einarsdóttir, 8.9.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband