Þorgerður Katrín

Vér mótmælum allir

Flest okkar höfum við gert plön um framtíðina, þannig að allur niðurskurður, hvort heldur það eru laun eða annar niðurskurður kemur illa við okkur öll.  Við getum alveg endalaust mótmælt öllum niðurskurði og talað um vitlausa forgangsröðun.

En ég frábið mér að hlusta á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mótmæla,eða yfir höfuð tjá sig um niðurskurð.  Vegna hvers?  Hún og hennar ríkisstjórn lagði grunninn að vandræðunum sem við erum í og þurfum að takast á við. 

Ef hún og aðrir kúlulánahafendur myndu borga það sem þau tóku að láni til að auka hag sinn og graðka til sín í góðærinu þá þyrftum við ekki að skera niður í velferðarkerfinu.  Mig minnir að hún og hennar maður hafi tekið að láni fast að 1 milljarði.  allavega 1/3 af því sem þarf að skera fæðingarorlof niður......

Þorgerður Katrín!  hafðu vit á því að þegja og hættu að troða á siðferðisvitund þjóðarinnar.


mbl.is Skerðingu fæðingarorlofs mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef skömm á Þorgerði Katrínu og hennar hyski , eins og fleiri .

En ég hef líka megna skömm á þessum aumingjaskap karla að sitja heima með nýfæddu börnin . Fæðingar-orlof karla er bara hallærislegt .Við höfum ekki efni á slíkri vitleysu ! Hvernig fór maður að í gamla daga ? Auðvitað sáum við mæður um litlu börnin okkar og pabbar voru með , að loknum vinnudegi , úti á vinnumarkaði .Þetta er bara ræfildómur í þessum "körlum" og væl .Sem betur fer komst mitt fólk hjá svona leti .

Kristín (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Skohhh ... mín bara vöknuð og farin að tala illa um Torgerði Katrínu. Þetta kallar maður nú að byrja daginn vel!

Ekki það, að Torgerður Kúla megi ekki fara til fjandans fyrir mér ...

Jóhannes Ragnarsson, 25.11.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: Rebekka

Kristín, þú gerir þér vonandi grein fyrir því að fæðingarorlof karla er ekki eingöngu svo að kallarnir geti setið heima "í leti" með börnunum  (það er þó ekkert letistarf að hugsa um börn...).  Orlof minnkar "verðmæti" starfsmanna.  Þegar atvinnurekandi er í starfsmannaleit tekur hann að sjálfsögðu tillit til þess að konur geta orðið óléttar og verða það oftar en ekki (sem er hið besta mál).  Aukakostnaður við launað orlof + missir starfsmannsins í nokkra mánuði gerði það að verkum að konur voru e.t.v. síður ráðnar ef hægt var að fá karlmann til sömu starfa.  Nú þegar bæði konur og karlmenn geta tekið sér fæðingarorlof, þá er "verðmætaminnkunin" ekki eingöngu hjá konum og ólétta ekki þeim til vansa á atvinnumarkaðinum.

NB. þá eru karlmenn ekki skyldaðir til að taka sér fæðingarorlof en mikill meirihluti gerir það samt.  Viltu meina að þeir séu allir letihaugar, fremur en að þeir vilji kannski eyða aðeins tíma með konu sinni og nýfæddu barni?  Síðan hvenær var það aumingjaskapur að vilja eyða tíma með fjölskyldunni? 

Rebekka, 25.11.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

heyr heyr - nokkuð vel og fallega mælt

Gísli Foster Hjartarson, 25.11.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Góðan daginn! 

Ég hef andstyggð og skömm á mörgum manninum í dag.  En fæðingarorlof er eitthvað sem við eigum að halda fast í. Feður eru líka foreldrar.

Ég er með þriggja vikna barn heima hjá mér sem sonur minn og hans kærasta eignuðust í þessum mánuði.  Sonur minn 19 ára vann á leikskóla síðasta ár og fær þriggja mánaða frí á launum.  Kr.115.000 á mánuðui. 

Nú kann einhver að segja að hann hafi greitt minni í opinbera sjóði en þeir sem áttu rétt á 350.000.- á mánuði.  En bíðum nú við.  Hver ákvað að starfsmenn leikskóla væru á skammarlega litlum launum?  Hátekjufólkið er ekki farið að berjast fyrir því að þeir sem passa börnin þeirra fengju sómasamleg laun, en fannst að þeir sem gættu auranna þeirra hefðu miklu hærri tekjur.

Ég hef skömm á kerfinu og öllu því óréttlæti sem viðgengst hér á landi.

Ég hef megnustu skömm á því sem fyrri ríkisstjórn aðhafðist.  Þessi klíkusamfélög á Íslandi eru til skammar.

Ég hef mikla samúð með þeim sem þurfa að taka erfiðar ákvarðanir í kjölfar hrunsins sem er Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum að kenna.  Ég hef líka skömm á þeim stjórnmálamönnum Samfylkingar sem telja sig alsaklausa af því sem hér gerðist.

Við þurfum að vinna þetta verk saman og ég vona að enginn láti glepjast af gapuxum stjórnarandstöunnar.

Takk Jóhannes fyrir þín orð, þau eru hressandi eins og Barði í Bang Gang myndi segja.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 10:01

6 identicon

En gerið þið ykkur grein fyrir því sem ríkisstjórnin er að gera. Hún er ekki eingöngu að lækka hámarkið og skerða prósentur af launum. Hún er líka í raun að stytta fæðingarorlofið á mjög mörgum heimilum.

Það virkar þannig að karlinn hefur 3 mánuði, konan 3 og síðan eru 3 valfrjálsir, þ.e. konan eða karlinn getur tekið þá. Í fyrsta lagi er þetta kerfi gallað, mér finnst að foreldrar eigi að hafa það algjörlega valfrjálst hvernig þeir nota þessa 9 mánuði, t.d. einstæðar mæður hafa bara rétt á 6 mánuðum.

 En það sem ég ætlaði að segja hér er að mjög margar fjölskyldur munu ekki hafa efni á að karlinn taki fæðingarorlof þannig að ríkisstjórnin er í raun að stytta það. Ætla mér að leyfa mér að giska á 1-2 mánuði. Þannig að stór hópur mun bara nota um 7-8 mánuði af fæðingarorlofinu eða þá hitt að stórfellt svindl verði á þessu og svört vinna muni aukast.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 10:03

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Auðbjörg.  Heldur að ríkisstjórnin hafi sérstaka gleði af því að skera niður í velferðarkerfinu?   Það er sársaukafullt en því miður nauðsynlegt.  Hún Þorgerður Katrín og hennar fylgifénaður hefur séð til þess að hér þarf að skera og skera niður, þar til búið er að greiða upp það sem stolið var undir verndarvæng þeirra.  Svo skulum við ekki gleyma því að Þorgerður og hennar ektamaki fengu yfir 700 milljónir að láni sem fellt var niður.  Það þarf að greiða það samt.  Og hverjir eru það sem þurfa að borga?  Jú, einmitt.  verðandi foreldrar ásamt okkur hinum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 10:13

8 identicon

Sæl

Get ekki stillt mig um að leggja orð í belg. Í umræðunni gleymist að það er þegar BÚIÐ að lækka fæðingarlof einu sinni á þessu ári. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem þetta er gert. Hversu lengi er hægt að seilast í vasa fólks sem lítið á?

Þegar fæðingarorlof var lengt á sínum tíma var það gert með hag barna í huga. Ég tel nokkuð öruggt að karlar munu síður taka sitt orlof ef af þessu verður og þá er verið að tala um að barn þarf að fara í pössun 6 mánaða í staðinn fyrir 9 mánaða. Það er afskaplega erfitt að horfa á eftir svona litlum unga í pössun allan daginn af því að foreldrar hafa ekki tök á því að vera lengur heima.

Það er verið að tala um að fólk skipuleggi ekki barneignir sínar eftir innkomunni en þá ekki heldur gleymast að ekki koma öll börn skipulega á þeim tíma sem væri bestur fyrir foreldra þeirra.

Auðvitað þarf einhverstaðar að koma til peningar til að halda uppi kerfinu en mér finnst félagsmálaráðherra samt heldur seilast lágt að fara í sömu vasana tvisvar.

kv

anna

Anna Kristín (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 10:28

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það á pottþétt eftir að kafa dýpra í vasa þeirra sem síst skyldi.  En það er nauðsyn.

Þegar dætur mínar fæddust átti ég ekki ´neinn rétt á fæðingarorlofi, þá var ekki heldur sjónvarp á fimmtudögum.

Við getum þetta alveg, þó erfitt sé. Anna Kristín  finnst þér réttlátt að sumir foreldrar fái 115.000 á mánuði í fæðingarorlof á meðan aðrir fá 350.000.  Er ekki allt í lagi að jafna þetta aðeinsl  Það er ekki eins og 300.þúsund sé eitthvað lítið. 

 Ég er háskólamenntuð og vinn 100% vinnu sem slík og næ ekki 300þúsundum í grunnlaun.  Er þetta eitthvað réttlæti?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 11:19

10 identicon

Kæra Ingibjörg!!

Ég var bara að benda á það sem verið væri að gera, ég var ekkert að hrósa henni Þorgerði Katrínu. Nefni ég einhvers staðar að ég sé eitthvað svaka glöð með fyrri stjórnun á landinu, nei. Ég var bara að benda á þetta og það er alveg óþolandi ef fólk getur ekki talað saman án þess að blanda sjálfstæðisflokki, Davíð Oddsyni eða öðrum inn í umræðuna. Það fólk kúkaði upp á bak og það vita það allir. Ekki hægt að breyta því en við getum haft áhrif á það sem er að gerast núna ekki satt?

Auðbjörg (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 12:44

11 identicon

Semsagt "ríka" fólkið eignast börn vegna fæðingaorlofsins , muniði á tímabili var fæðingaorlofið án þaks, og ríka fólkið var að blóðmjólka sjóðinn. annað hvort á að vera jöfn greiðsla fyrir alla eða leggja þennan sjóð niður,svo mæli ég með sjónvarpslausum fimtudögum

GBM (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 12:58

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég held að GBM sé að svara Auðbjörgu. 

Ef ég á að svara henni frekar, þá er ég að segja að mér finnst það skondið að heyra fólk með yfir 500þúsund krónur í tekjur kvarta.  En mikill vill meira..  Ég hef samúð með fólki sem missir vinnuna, býr við lægstu laun, en þeir sem fá 300.000 og þurfa að kvarta, þá álykta ég að það sama fólk hafi skuldsett sig um of.  Það á svo sem samúð mína, en eins og oftast áður, þá eru það fátæka fólkið sem ég hef áhyggjur af.´

Þessi færsla eða pistill er skrfaður af því að mér ofbýður að heyra Þorgerði Katrínu vera að ybba gogg.

Mér þykir allur niðurskurður í velferðarsamfélaginu af hinu slæma, sérstaklega þegar hann bitnar á hinum efnaminni.

Ef ég væri við stjórn, þá hefði ég hækkað bætur hinna lægst launuðu en snarminnkað á hina hæst launuðu.

Ef að ekki má skerða fæðingarorlof hjá þeim ´hálaunuðu, hvar myndi þú Auðbjörg, vilja skera niður?

Við munum ekki komast hjá því að borga, megum teljast heppin ef  núverandi greiðsluplön fá staðist.  Á ég þá við, ef neyðarlögin fá að standa.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband