Flott hjá þér.

Þrátt fyrir að ég hefði alveg getað hugsað mér að hún tæki sér smá frí og setti sig neðar á lista þá virði ég ákvörðun hennar.  Hún er hörkutól og það hefði verið skarð fyrir skildi ef ekki stórslys að missa hana algjörlega út úr íslenskri pólitík. 

Í Ingibjörgu Sólrúnu sér maður stjórnmálamann sem kemur fram af festu, hefur karisma sem hrífur fólk og það er auðvitað eitur í beinum andstæðinga.  Það er ótrúleg seigla að halda áfram, þrátt fyrir að hafa glímt við þessi erfiðu veikindi.  En sú skýring að vilja ekki hopa eða gefast upp virði ég fullkomlega og mun styðja hana heilshugar og eyða öllum lausum tíma niður á Skólabrú til að aðstoða vegna komandi kosninga.

Hvet félagshyggjufólk, sérstaklega þá sem eru atvinnulausir að gefa sig fram og leggja hönd á plóg.

Hafið samband við Kristínu Ernu kristinerna@samfylking.is og hún mun ábyggilega hafa nóg að gera fyrir þá sem óska eftir að komast í huggulegt andrúmsloft á besta stað í bænum. Heart


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tek undir þetta hjá þér með Ingibjörgu Sólrúnu.

En ansi ertu seig að svara á blogginu mínu, mér líkar það. Alltaf koma nýir og nýir sem áhuga hafa á pólitíkinni og er kannski dáldið blautir á bak við eyrun - það er eitthvað svo saklaust en getur orðið hættulegt!

Edda Agnarsdóttir, 1.3.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er að mörgu leyti sammála þér. en í ljósi aðstæðna þá þolum við ekki harða formannsbaráttu.

Ég lít á það sem skyldu okkur að halda Sjöllum of Frömmurum langt frá stjórnartaumunum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.3.2009 kl. 19:01

3 identicon

Innst inni efast engin um karisma eða hæfileika Ingibjargar. Saga hennar og sigrar í borginni er nægilegt dæmi um það. En góðir leiðtogar eiga að þekkja vitjunartíma sinn. Hún ætti að hvíla sig og koma frekar til baka síðar. Það er hægt þó margir stjórnmálamenn haldi það ekki. Það er ekki pláss fyrir tvo leiðtoga í einu í fremstu viglínu. Jóhanna á sviðið núna, það ber Ingibjörgu að virða. En vonandi tekst samstarfið þeirra vel og verður Samfylkingunni til heilla.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband