Ótrúlegt!

Hver man ekki Vímulaust Ísland 2000,  12000 ný störf, 90% lán til íbúðakaupa og núna 20%flatan niðurskurð á íbúðalánum.

Hvað mun það gagnast unga fólkinu sem enga íbúð hefur keypt, barnabörnunum okkar sem eru að vaxa úr grasi, mennta og heilbrigðiskerfinu okkar.......

Ég get svo svarið það að ég held að Framsóknarmenn hugsi aldrei dæmið til enda, finni sér bara eitthvert slagorð til að skreyta sig með korter fyrir kosningar.

Þetta er fáráðlegt að hugsa sér að beita þessarri aðferð.  Hún er ekki til þess fallin að hjálpa þeim sem verst eru staddir.

Ég get fært mörg rök fyrir þessarri skoðun minni og geri það ef eftir því verður óskað.

 


mbl.is Lífeyrissjóðir ekki stikkfrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ég er alltaf spenntur fyrir rökum.

Ellert Júlíusson, 10.3.2009 kl. 09:55

2 identicon

Unga fólkið sem enga íbúð hefur keypt situr ekki uppi með sligandi lán, afhverju þarf þetta að gagnast þeim?

Hvað myndir þú annars vilja gera fyrir fólk eins og mig sem keypti sér íbúð fyrir rúmlega ári? Nú eru lánin mín komin langt yfir íbúðarverðið sem þýðir að ég er fastur í þessari íbúð næstu 30 árin miðað við óbreytt ástand með viðbjóðslega háa greiðslubyrði.

Gústi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:18

3 identicon

Ég tek undir með Gústa - keypti líka í fyrra. Ég er reyndar ekkert unglamb heldur bjó í útlöndum í mörg ár og kom heim í gífurlega háa leigu þar sem ódýrara var að skuldsetja sig miðað við afborganir. Þetta myndi hjálpa fólki sem er í svipaðri stöðu og ég og mín fjölskylda sem erum búin að missa 2 milljónir sem við lögðum í íbúðina vegna verðtryggingarinnar.

Ég held reyndar af fullt af ungu fólki sé í sömu sporum og við - ungu fólki sem ekki hafði tök á að búa inni á mömmu sinni og pabba. Hin sem ekki keyptu sér íbúð geta þakkað guði fyrir það - leiga fer nú lækkandi og húsaleigubætur standa til boða. Þau eru skuldlaus og þurfa því ekki bráða hjálp, þó atvinnuleysi verði kannski þeirra stærsta vandamál.

 Fjöldgjaldþrot bitna á öllum.

Eva (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:26

4 identicon

Fyrir svo utan það að þetta hefur auðvitað óbein áhrif á unga fólkið. Ef foreldrarnir eru í skuldakröggum þá hefur það áhrif á börnin. Allt fjölskyldulífið getur verið í rúst.

Gústi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ingibjörg.

Það þarf ekki að færa nein rök fyrir þessu þetta er allt uppá borðinu, en sumir eins og t.d.Ellert hafa bara ekki fylgst með. Og það eru margir svoleiðis.....

Guðmundur Óli Scheving, 10.3.2009 kl. 11:18

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það á auðvitað að hjálpa fólki sem er í ykkar sporum, þið sem kommentuðuð hér að ofan, en það á svo sannarlega að fara eftir efnum og ástæðum.  Til er fólk sem er atvinnulaust, eða á mjög lágum tekjum, svo er til fólk sem er með yfir hálfa milljón á mánuði.  Það er ekki spurning að þessi 20 % flati niðurskurður mun bitna á þjóðinni allri, líka þeim sem enga íbúðina áttu eða eiga.

Segjum að ég skuldi 10 milljónir, ég er í stóru húsi, á jeppa og sumbarbústað, bæði hjónin í vinnu, Afhverju í ósköpunum ætti að lækka skuldina mína um tvær milljónir.  Svarið því.......

Afhverju ætti að lækka jafn mikið hjá þeim sem hafa vinnu og þeim sem eru atvinnulausir. 

Hinsvegar finnst mér að það ætti að fella niður verðtryggingu, því það kæmi þeim sem skulda til góða, en okkur sem eigum eitthvað illa. 

Bíð eftir því að Framsóknarflokkurinn komi með eitthvað sem myndi virka fyrir þá sem eru í vanda.

Ef að það yrði flatur niðurskurður, þá myndi verðbólgan hækka að sama skapi, þannig að hundraðkallinn sem yrði að 80 krónum en mánuði síðar komin í sama verðgildi.

Þið þurfið að vita hvað stendur á bak við hugtakið verðbólga.

Ég er jafnaðar sinni og finnst að það eigi að jafna kjör, en ekki viðhalda mismunun, þessvegna á að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi en ekki hinum.  Þjóðin hefur ekki efni á því og það mun ekki

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.3.2009 kl. 15:37

7 identicon

Mjög sammála þessu hjá þér Ingibjörg. Verðtryggingin er algjör djöfull og tryggir að þeir sem eiga eitthvað eiga alltaf meira og meira og þeir sem eiga ekkert (nema skuldir) skulda alltaf meira og meira.

Gústi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:44

8 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þakka þér fyrir falleg orð Guðmundur Oli Scheving. Að alhæfa svona, að ég hafi ekki fylgst með er einvörðungu heimskulegt að láta út úr sér. Ég hef bara áhuga fyrir rökum.

Til að láta þér líða betur er ég í sömu stöðu og margir, í íbúð sem komin er 3 milljónir yfir markaðsverð (sem reyndar er bara "feik" í dag), ætli það sé ekki nær 6millum.

Finnst þér vitlaust að hafa áhuga á að heyra öll sjónarmið fólks og rök þess.....greinilega þannig að endilega halltu þínum skítlegu kommentum fyrir sjálfan þig.

Góðar stundir.

PS: Ég er með Íslenskt lán, keypti ÓDÝRA íbúð sem var í samræmi við greiðslugetu og keyri um á skuldlausri 98 corollu. Á gamalt notað sófasett sem ég keypti þegar ég kom heim úr námi og eðal 27" sjónvarp! Já það var hart að missa af góðærinu.

Ellert Júlíusson, 13.3.2009 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband