8.4.2010 | 12:31
Og?
Kannski þurfum við að aftur að fara nota Export í kaffið, loka eitthvað af þessum sjónvarps og útvarpsstöðvum, sauma upp úr gömlu, rækta okkar eigið grænmeti, minnka kröfurnar, ekki endilega sér herbergi fyrir köttinn, sýna nægjusemi í hvívetna? Ég veit að þetta gæti reynst mörgum erfitt, en ég kvíði því ekki. Ég kvíði að fólk missi heilsuna og gleðina í lífinu.
Tökum upp spilastokkinn, förum að vera meira saman, njótum samvista við náttúruna. Hættum þessu bölvaða volæði. Sköpum velsæld með einhverju öðru en sýndarviðskiptum með tölum á blaði sem engu máli skipta í hamingju manna. Þegar allt kemur til alls þá sannast hið fornkveðna:
Maður er manns gaman
Ég hlakka til að breyta garði mínum í matjurtagarð, fara í berjamó um miðjan ágúst, sulta og safta. Hitta 12. barnbarnið sem er væntanlegt í október. Já, ég er lukkunar pamfíll
Með þessu er ég ekki að segja að fólk eigi ekki bágt, langt því frá. Margir eiga ekki fyrir mat, hjálpum þeim á annan hátt en að láta þau standa í biðröð eftir mat. Við erum nægilega efnuð til að láta félagslega kerfið okkar sjá um þá sem þannig er statt fyrir. Hjálpum öllum til sjálfhjálpar, hættum að plata fólk með allskonar píramídasöluhagnaðarbraski Við skulum muna að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
Eflum okkur til ábyrgðar, samheldni, samúðar og sjálfshjálpar. Allir saman nú! Áfram Ísland!
Djúpstæð skuldakreppa fullvalda ríkja yfirvofandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og að gerir ekkert til, þó fólk þurfi að hafa svolítið fyrir lífinu,
Sigurður Helgason, 8.4.2010 kl. 16:21
Þetta er hvort sem er ekki áhyggjuefni fyrir okkur. Ísland er nú þegar í skuldakreppu og sennilega er það versta yfirstaðið hér. Þegar þetta breiðist út víðar verður það bara til þess að jafna leikvöllinn fyrir okkur. Svo að lokum þegar allir eru komnir á hausinn munu þeir sjá sér hag í því að afskrifa skuldirnar, og við verðum í rosalega góðum málum ef við höldum rétt á spilunum. Þangað til borgar sig varla að greiða af útistandandi skuldum ef þær verða hvort eð er leiðréttar, og enn síður að fara út í nýjar lántökur fyrr en búið er að gera allan pakkann upp. Í stað þess að rembast eins og rjúpa að borga það sem ekki er hægt að borga, að borga bara það sem er hægt að borga þangað til lánveitendurnir (hverir sem þeir eru nú) fatta þetta!
Þetta er u.þ.b. sama taktík og ég er búinn að vera að spila frá því kortéri fyrir hrun gagnvart fjármálakerfinu, sem hefur skilað þeim árangri að ég er ekki enn orðinn formlega gjaldþrota og mun hugsanlega takast að sleppa alveg við að þurfa að ganga að skilmálum bankakerfisins í þeim efnum.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2010 kl. 18:11
Þessi afstaða þín Guðmundur finnst mér ógeðfelld en takk samt fyrir innlitið.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.4.2010 kl. 12:50
Þetta er ekki afstaða, heldur nauðung.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2010 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.