Allt of seint félagi.

Í alvöru, er þessi umbótanefnd fyrst að komast að því núna að það sé veikleiki í starfi flokksins.  Ég hef verið með frá stofnun flokksins og hef fylgst ágætlega með. 

Ég sat á fremsta bekk á frægum fundi sem haldin var í Þjóðleikhúskjallaranum og þá var ég þess fullviss og hef verið síðan að forysta flokksins væri á villigötum, en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að flokkurinn í heild hefði að geyma jafn marga sjálfhverfa eiginhagsmuna hægri krata og raunin hefur verið á. 

Ég verð alltaf döpur þegar ég hugsa um þá staðreynd, hversu illa samstarf vinstri flokkanna hefur tekist til.  Órólega deildin í Vinstri grænum og svo hægri armurinn í SF.

Hvenær getum við búist við afli í pólitík sem hefur það ekki bara á stefnuskrá sinni heldur líka að leiðarljósi að jafna aðeins hlut landsmanna, vernda náttúruna, hlusta á velmeinandi fólk, jafnvel þó að þeir sé „bara“ heimsfrægir popparar.  Hlusta á fólk úr grasrótinni?  Vera ekki þessi fjandans merkikerti að halda að þeir séu yfir það hafnir að hlusta á kjósendur.

Fari það bölvað, ég var ekki ánægð að finnast ég tilneydd til að segja mig úr Samfylkingunni, en þegar maður hefur orðið fyrir svona hrikalegum vonbrigðum með bæði þá og það sem maður trúði á, verður maður einfaldlega að taka afstöðu og bregðast við.

Ég er enn að vona að það komi einhver önnur skýring á, hversvegna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir brást svona rosalega. Ég á við einhver önnur skýring en að hún hafi bara verið svona gráðug í sinn karrier að hún hafi bara ekki séð hvert hún stefndi með þjóðina.

Ég er tiltölulega ánægð með Dag og Oddnýju,  auðvitað hrópa ég ekki HÚRRA fyrir auknum álögum á borgarbúa, og þá sérstaklega barnafólk, en bíðið við...  Hverjir eiga að borga og hverjir eiga ekki börn?   Við verðum að borga eftir allt helvítis fjandas sukkið og svínaríið.  VIð verðum að fara að átta okkur á því að ríkið erum við og við erum ríkið.   Við höfum látið blekkjast  og þurfum að greiða fyrir það.  Það er alltaf svoleiðis!


mbl.is Afhjúpar veikleika flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband