17.4.2010 | 11:27
Einmitt!
Gott hjá þér sérstaklega þar sem þú stígur til hliðar fyrir ástkæran flokkinn þinn.
Hvað með Ólöfu og Bjarna. Ólöf segir lánveitinguna til sín vera fullkomlega eðlilega og það segir Bjarni Ben ´líka.
Er það alveg eðlilegt að fólk fái yfir 100 milljónir að láni til fasteignakaupa? ´Hverjir eru það sem kaupa þannig fasteignir, ég teldi nú að fólk ætti þá að eiga fyrir þeim, allavega eitthvað upp í þær.
Hvað með Bjarna sem segist vera búin að greiða sínar 175 millur. Til hvers þurfti hann svo mikið fé?
Ég tel að þeir sem sitja á þingi eigi að vera hafnir yfir allan grun um sérhagsmunagæslu eða spillingu. Ég get bara ekki varist því að mér finnst skítalykt af málinu og tel að allir þeir sem sitja á þingi og hafa fengið óeðlega mikla fyrirgreiðslu í HRUN BÖNKUNUM eigi að segja af sér og láta sér aldrei detta í hug að skipta sér af stjórnmálum á hinu háa/lága alþingi. PUNKTUR!
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snjallt blogg !
Og nú þurfa eftirfarandi að segja af sér - eins og skot !
I. Össur Skarphéðinssson. Var ráðherra í hrunstjórninni - og fékk litlar 30 milljónir fyrir hlutabréf í Spron, svona rétt fyrir hrun !
2. Árni Þór Sigurðsson. Var hvorki meira né minna en í STJÓRN Spron. Fékk VÆNAR FÚLGUR, sem kauði kom fyrir í bankahólfum erlendis !
3. Jóhanna nokkur Sigurðardóttir. Var ráðherra í hrunstjórninni - og vissi mætavel hvert skútan stefndi !
Fleiri nöfn ?
Bíðum og sjáum með þessi.
Fleiri voru " á bátnum" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:34
Mér hefur Ólöf gefið skýringar á sýnum lántökum. Vissulega eru þetta miklar upphæðir fyrir venjulegt fólk.
En eitt verð ég að segja, að mér finnst Kristján Ari hafa sýnt fádæma hugleysi með því að mæta með barnið til dyra. Sjálfsagt til að leggja áherslu á að það væru börn á heimilinu, sem eru saklaus. En ég vil benda Kristjáni á það að það eru líka börn á heimilum, þar sem fjölskyldur eru að missa hús sína og bíla. 1,5 milljarður eru miklir peningar og hann hefur , með þessum lántökum, tekið þátt í að halda uppi verði á hlutabréfum og gengi, sem hefur haft miklar afleiðingar fyrir fjölskydur í landinu.
Lara (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:36
Það er ekki glæpur að vera skuldugur. Né það stöndugur að maður fái mikla lánafyrirgreiðslu. Það er aftur á móti siðleysi og siðrof að þykja eðlilegt að fá hundruði milljóna með engum veðum eða persónulegum ábyrgðum. Þú verður að þekkja mörkin á því sem getur talist eðlilegt og hinu.
Við förum offörum í gagnstæða átt við orsök hrunsins ef við ætlum að lýta á alla sem glæpamenn sem eru vel stæðir. Eðlileg lán eru lán sem hafa veð standandi undir lánunum. Veð sem ekki er hægt að velta yfir á aðra.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.4.2010 kl. 12:38
Það er rétt Lára það eru víðar börn en í húsi fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Börn sem nú eru neydd með fjölskyldum sínum að drekka af bikar þeirrar óráðssíu sem Þingvallastjórnin sýndi af sér. Börn sem eru að flýja land með foreldrum sínum. Börn sem eru að horfa upp á foreldra sína missa allt sitt.
Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á því sem hér hefur og er að gerast skulu fara varlega í það að blanda og bera börnin sín fyrir sig í þessum málum.
Jón (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 14:48
Thessi kvikindi kunna ekki ad skammast sín. Audvitad eiga Illugi og Thorgerdur ad segja af sér ásamt fleirum. Ord Thorgerdar eiga vel vid núna:
"KOMA SVO BJARNI!!!!"
http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8
Jolly Good!! (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:00
Það er til einskis að einblína á fáeinar persónur í Sjálfstæðisflokknum og velta vöngum yfir hvort viðkomandi sé stætt á að sitja á Alþingi eða ekki. Það verður að skoða Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni og athuga hvort hann sé yfirleitt á vetur setjandi.
Jóhannes Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 12:27
KRISTJÁN HUGLAUS ??????????
Barnið er hluti af lífi þeirra hjóna - skríllinnvar líka að ráðast gegn börnunum -
var þá ekki rétt að þessi sami skríll sæi framan í það fólk sem það var að ráðast á???
Barnið líka -
Lára - vissulega eru börn á heimilum sem eiga um sárt að binda - viltu ekki beina reiði þinni að þeim sem rændu bankana og samfélagið allt.
Bréfakaup Kristjáns höfðu ekki í för með sér tilfærslu á fé - hann fékk hlutabréf -
hlutabréf sem hann vildi flytja í fyrirtæki sitt löngu áður en það gerðist en bankinn sagði nei - þar til seint og um síðir.
Það fóru ekki 1.7 milljarðar úr bankanum - þetta fé var ekkert til bara tölur á blaði.
Múgsefjunin er orðin slík að fólk er farið að óttast um öryggi barna sinna - en þeir sem rændu - ERU ERLENDIS FLESTIR/FLEST
og á meðan fólk er að rembast við að gera pólitíska andstæðinga sína í Sjálfstæðisflokknum tortryggilega er ríkisstjórnin að skrifa svartasta kafla Íslandssögunnar - og enginn gerir neitt - NEMA STJÓRNARANDSTAÐAN sem m.a. kom í veg fyrir helsamning Svavars - Steingríms og Jóhönnu.
Um að gera að koma því fólki af þingi þannig að helstjórnin geti haldið óáreitt áfram helstefnu sinni.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.4.2010 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.