Hver er bestur?

Langar til að ´sýna ykkur komment sem ég setti á bloggið hennar Ólínu Þorvarðardóttur.

Sæl Ólína.
Aldrei þessu vant erum við ósamála í tíkinni sem við Póla er kennd.
Ég hef alla tíð verið félagslega sinnuð, er á móti hvers konar öfgum hvort heldur sem er til vinstri eða hægri.
Ég byrjaði að gjósa X-G, síðan Kvennalistann og gladdist mikið þegar að leit út fyrir að félagshyggjufólk skyldu nú sameinast undir merkjum Samfylkingar.
Að fylgjast með þeim sem valist hafa í forsvar fyrir þau gildi sem ég hef alla tíð reynt að halda í heiðri eru mér sár vonbrigði.  Hver höndin upp á móti hver annarri, spillingin augljós, þar sem ráðamenn hygla sínum og graðka til sín og sína sitt rétta andlit með sjálftöku á gögnum og gæðum.  Síðan að horfa upp á að flokksforystan geti ekki tekið á siðblindu sinna manna er með öllu óþolandi.
Ég hef unnið í sjálfboðavinnu fyrir SF allar götur síðan samtökin voru stofnuð.  Ég hef aldrei fengið neitt fyrir það, enda ekki ætlast til þess eða búist við því.
Þau leiðindi svo ég tali nú ekki um sárindin yfir getuleysi „ykkar“ til að taka á málum, hafa valdið mér þvílíkum vonbrigðum að ég set ykkur öll undir sama hatt og mun aldrei kjósa neitt ykkar til ábyrgðarstarfa.  
Besti flokkurinn er kannski grín, en þar innanborðs eru allavega góðar og gegnar manneskjur sem ég treysti ekkert síður en ykkur og til viðbótar, þá mun þeirra klúður alla vega vekja kátínu og það er það sem ég þarfnast meira en nokkuð annað.  Að hafa gaman saman. ÉG MUN KJÓSA BESTA FLOKKINN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Fallegt kæra stjúpa, mjög fallegt....

Einhver Ágúst, 6.5.2010 kl. 13:11

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Flott hjá þér !  Ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með Samfylkinguna líka.  Það er bara eins og fólk breytist úr hugsjónafólki í flokksfólk eftir smá tíma í einhverjum flokki.  Ferlegt alveg. 

Ég treysti Jóni Gnarr og félögum betur en mjög mörgum sem nú eru við völd.  Og svo er ekki verra að hafa gaman af lífinu. 

Anna Einarsdóttir, 6.5.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk kærlega fyrir það. Við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta svínarí lengur.  Hef talað fyrir því að við tjöldum niður á Austurvelli til að sýna þessu fólki að okkur sé alvara.

Afhverju er ekki hlustað á Þorvald Gylfason.  Afhverju var rannsóknarnefndin aðeins látin skoða þá sem fengu 100 milljónir eða meira að láni í hinum föllnu bönkum.  Ekkert venjulegt fólk tekur 50 milljónir að láni.  Svo hef ég heyrt það eftir áræðanlegum heimildum að það séu margir sem áttu stofnfé í sparisjóðunum en seldu á alveg hárréttum tíma.

Ég treysti Besta flokknum til að kanna þetta nánar og ráða fagfólk en ekki  einhverja uppgjafa pólitíkusa eða bræður og systur til verka.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.5.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ FJARLÆGJA KOMMENTIÐ FRÁ MÉR Á FÆRSLUNNI HENNAR ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR.  GOTT AÐ ÉG TÓK COPY PASTE Á ÞAÐ......

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.5.2010 kl. 20:14

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Ólína er á athugunarlista sem kosningastjóri Bezta flokksins í næstu Alþingiskosningum eftir þetta frábæra bréf....

Einhver Ágúst, 7.5.2010 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband