Ég vona það svo innilega

Kjósendur í Reykjavík.  ÉG treysti ykkur til að sjá í gegn um fjórflokkinn sem hefur ekki nennt að taka til hjá sér.

Núna bjóða sig fram menn og konur sem hafa fyrir löngu snurfusað heima hjá sér og eru tilbúin að fínpússa hjá okkur hinum.

Ég treysti Jóni Gnarr og félögum betur en sjálftökuliðinu sem halda að pólitík sé lögvendað fyrir þá sem sækja fundi í flokkunum og taka þátt í pallborðsumræðum.

Hver borgarfulltrúi er með varamann sem fær 200,000,- á mánuði fyrir að gera ekki neitt.  Hugsið ykkur meira en verkamannalaun.   Þeir þurfa jú að hafa hirðina með sér sem koma þeim í stólana......

Ég held að þessir stjórnmálamenn ættu að byrja á því að lækka sín eigin laun, og þá sérstaklega fyrir fundaseturnar sem þeir sitja í vinnutímanum sem þeir fá greitt rúmar fjögurhundruðþúsund krónur fyrir..... fá 50 þúsund kr. fyrir að sitja klukkustundarfund.  Segjast þurfa undirbúa sig svo mikið.   Þess þarf ég líka þegar ég sit fundi á mínum vinnustað....  en ég fæ ekkert aukalega fyrir það, því það er vinnan mín.....     Þetta sjálftökulið er búið að mála sig út í horn....

Veitum Besta flokknum brautargengi á laugardaginn..  Það tapar engin á því nema þeir sem eiga það skilið......


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband