Í upphafi skal endinn skoða

Ég hefði viljað sjá Rögnu áfram sem Dómsmálaráðherra.  Og ef ég hefði mátt ráða, þá hefði ég skipt flestum út fyrir þessa ráðherra sem skipa fyrstu vinstri stjórn á Íslandi.

 Ég er farin að skilja afhverju vinstri menn eiga ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna kjósanda.

Hvernig stendur á því að þetta fólk sem maður treysti til að leiða okkur út úr „kreppunni“ hugsi fyrst og fremst um eigin hag.  Þeir þóttust ætla að upphefja betri vinnubrögð en eru engu betri en klíkukjaftæðið í hinum svokölluðu hægri flokkum, þ.m.t. Framsóknarflokkurinn.

Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti snúið baki við Samfylkingunni og Vinstri grænum.  Það er svo komið fyrir mér og mörgum skoðanasystkinum mínum að Besti flokkurinn er okkar bjartasta von.

Bendi á pistla Benedikts Erlingssonar http://dagskra.ruv.is/morgunutvarpid/pistlar/benedikt_erlingsson_var_i_sinu_i_vikulegu_spjalli_5400/

Það er vel þess virði að hlusta á þá alla og spyrja sig síðan að því hvort þessi djúpt og rétthugsandi maður gæti ekki orðið prýðilegur forsætisráðherra, jafnvel einræðisherra.

Ég er döpur yfir ástandinu og Árni Páll, þú ættir að hafa betri ráðgjafa.  Ég býð mig fram......

 


mbl.is Fjórir á leið úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er 100% sammála þér Ingibjörg og býð mig líka fram sem ráðgjafa. Honum veitir ekki af tveim!

anna (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Já þetta er nú meinið með blessað "vinstri" fólkið.....því meður...en það rofar til....góður pistill samt sem áður og sérstaklega fínn athugasemd með Besta flokkinn heheh

Einhver Ágúst, 2.9.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband