17.9.2010 | 17:13
Nú reynir á
Þar sem meiri hluti þjóðarinnar er búin að dæma þetta fólk, finnst mér skylda þingmanna að sjá til þess að þau verði ákærð. Öðruvísi munu þau aldrei geta sannað sakleysi sitt.
Mitt álit er það að þau séu sek um vanrækslu, sem er aðallega fólgin í þægni og þöggun. Ef það eru einhverjir sem ég vildi fá að sjá dæmda fyrir stóra glæpinn, þá eru það eftirfarandi menn: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Finnur Ingólfsson.
Þeirra glæpur má aldrei fyrnast, þau verða skráð í söguna.
Þungbær skylda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meirihluti þjóðarinnar búinn að dæma þetta fólk - Baugsfjölmiðlarnir eru búnir að því sem og Ríkisútvarp Samfylkingarinnar -
Einhvernveginn finnst mér það ekki traustvekjandi - en Baugsdindlar eru að sjálfsögðu á þeirri skoðun að það eigi að dæma allt og alla - aðra en Jón Bin Laden Ásgeir Jóhannesson.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.9.2010 kl. 17:59
Eru það ekki frekar VG Ólafur?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.9.2010 kl. 18:14
Sæl. Já nú er komið að því að þeir sem vilja spillinguna áfram og halda að þeir komist upp með það, komi út úr kojunum og geri sig bera að því fyrir alþjóð.
Nú þarf maður bara að setja á sig hverjir eru með og hverjir á móti Atla Gísla í þessu máli. Tökum bara eftir einstaklingunum en ekki hvort þeir eru í Samfó eða VG, Sjálfstæðisflokki eða annar staðar.
kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.9.2010 kl. 09:04
Einmitt!
Við skulum taka sérstaklega vel eftir því. Ég er vinstri jafnaðarmaður og náttúrusinni. Kysi VG ef þeir væru jákvæðir í aðildarviðræðum við EU.
Atli Gíslason er góður og gegn jafnréttissinni og málflutningur hans í þessu svokallaða ákærumáli ætti að vera öllum skiljanlegir.
Ég er döpur vegna ástandsins og þeim trúnaðarbresti sem hefur orðið milli þings og þjóðar. Ég er döpur yfir því að ISG sem var að mínu mati einn besti stjórnmálamaður þessa lands, skuli ekki sjá ábyrgð sína, sjá hag sínum borgið með ákæru, þannig að hún geti þá hreinsað sig af þessu með því að sanna að hún hafi ekki fengið að vita staðreyndir málsins.
Ég myndi ákæra, þó móðir mín ætti í hlut. VIð munum aldrei komast upp úr þessu feni og ekki heldur því áfalli sem kirkjunnar menn hafa ollið þjóðinni, ef ekki verður snúið við hverjum streini hvað varðar öll þessi mál.
Enn og aftur, það er sorglegt að ekki skuli vera hægt að ákæra aðalpaurinn DOddsson.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.9.2010 kl. 09:17
Ingibjörg... úuu ekki vildi ég vera mamma þín þó ég deili með þér þeirri skoðun að það eigi að ákæra. Jóhanna Sig. taldi að Björgvin ætti að fagna ákæru og það sama hlýtur að gilda um Ingibjörgu Sólrúnu.
Við erum að ganga í gegnum bankakrísu með stórskuldug heimilin, trúarkrísu með þjóðkirkjuna með allt niður um sig og stjórnarkrísu með sundurlyndan kattaskara við stjórnvölinn. Þetta er ekki staða til að semja um inngöngu í EU - guð forði mér og þér og þjóðinni frá þeim hörmungum
Eina sem við eigum óspillt að mestu er náttúran. Við skulum ekki fórna henni og náttúruauðlyndum okkar í einhverju kvíðakasti . kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 19.9.2010 kl. 16:38
Kolbrún, kannski segi ég þetta af því að mamma mín er algjör töffari. Svona svaraði hún Fésbókarfærslunni minni sem fjallaði um sama efni. Mamma er 84 ára.:
Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.9.2010 kl. 20:17
like your mam
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.9.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.