27.9.2008 | 10:51
Pælið í því
Já, ég hef ákveðið að hætta við að skella í lás.
Ég ætla að láta fyrstu og síðustu færslu standa. Hversvegna? Jú, til að minna mig á! ef mér skyldi detta í hug að detta í það.
Síðan 12. mars 2007 hef eg skrifað 162 færslur, hangið að jafnaði á netinu a.m.k. 1 klukkustund á dag sem gera 565 klukkutíma.
Ef maður deilir 173 klst. (sem er fjöldi vinnustunda í mánuði í100% starfi) í 565, þá hef ég ég verið í næstum 3,3 mánuði í fullu starfi við það að hanga á netinu.
Pælið í því! 3,3 mánuði á aðeins einu og hálfu ári rétt rúmlega. svo kvartar maður undan tímaleysi.
Auðvitað hefur oft verið gaman, en ekkert í samlíkingu við það að hitta vini og vandamenn, eins og maður gerði oft áður en INTERNETIÐ kom til sögunnar.
Á fölskum forsendum kynntist ég hóp bloggara með tattoo. Það var mjög skemmtileg upplifun og sé ég ekki eftir því, þó að kynnin hefðu mátt verða meiri og betri.
Að ég sé að hætta núna er einfaldlega af því að þrátt fyrir háan aldur, þá hef ég nóg að gera, er í meira en 100% starfi, auk þess að bera út fréttablaðið alla virka daga. Svo er ég alltaf að læra eitthvað.
Mun auðvitað kveikja á tölvunni stöku sinni og sjá hvað um er að vera í bloggheimum, en .þangað til að ég ákveð annað.
Bless, bless,bless,bless,bless,bless,bless,bless,bless og kærar þakkir fyrir allan þann tíma sem þið hafið eytt í mig.
TÍMINN VERÐUR MÉR DÝRMÆTARI EFTIR ÞVÍ SEM ÉG ELDIST.
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hætt við að hætta við að byrja. Þoli ekki svona súperkonur eins og þig sem eruð í fullri vinni, aukavinnu og námi og blogga í ofanálag! Verð græn af öfund!!
Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 11:00
Vá hvað þú ert dugleg! Gangi þér ógurlega vel með þetta allt saman. Þú ert greinilega hörkutól.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:11
Ég ætla ekki að reyna að reikna út tíman sem ég eyði í tölvunni. Það veitir mér gleði að geta verið í sambandi við vini og vandamenn bæði hérlendis og erlendis, Stundum koma svo dagar sem ég er lítið í tölvunni, er þá upptekin í öðru. Gangi þér allt í haginn vinkona.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:54
Góður punktur hjá þér Imba.
Fjarki , 28.9.2008 kl. 17:37
Hefur þú reiknað út hvað þú eyðir miklum tíma í að horfa á sjónvarp eða þá þessa blessuðu fótbolta og handboltaleiki þína.
Hættu þessari vitleysi og ekki hætta. Svo er líka hægt að minka.
Halla Rut , 30.9.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.