26.1.2009 | 19:32
Lengi lifi forseti vor.
Leyfi mér að vitna í blogg Sparisjóð grínista og nágrennis, þar sem hún segir að Ólafur hafi hlustað á
þjóðina. Endilega kíkið á: http://annaeinars.blog.is/blog/annaeinars/entry/785177/#comments
Forsetinn mun setja skilyrði fyrir veitingu umboðs til að mynda ríkisstjórn.
Mér finnst það sanngjarnt og ég vona bara að tími Jóhönnu sé endanlega komin.
Ný ríkisstjórn í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur Ragnar er ekkert annað en hrokafullur Baugsgrís og er sko ekki sameiningar tákn þjóðarinnar.
Gulli (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:40
Mér finnst nafnið sparsjóður grínista og nágrennis lang flottast!
Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 19:53
Á þetta ekki að vera Sparisjóður GRÍSSISTA
Bjorn Jonsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:01
Þú segir nokkuð Björn, það væri ekki úr vegi að stofna það félag. En sparisjóður grínista tekur á öllum þjóðmálum ekki bara Bessastaðahöfðingjanum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.1.2009 kl. 20:05
Jóhanna er heiðarleg og heilsteyptur stjórnmálamaður. Dugleg klár og ósérhlífin. Engum stjórmálamanni treysti ég betur. Enginn stjórnmálamaður fyrr eða síðar hefur fært fötluðum betri stuðning, og bætt lífskjör þeirra meira, en Jóhanna. Hún var sannkallaður brautryðjandi á því sviði. Jóhanna hefur lengi verið á undan sinni samtíð hvað varðar vinnubrögð og gott fordæmi
Ég óska landsmönnum til hamingju með Jóhönnu, hvort sem hún sest í forsætisráðherrastólinn, sem miklar líkur eru á, eður ei.
Kveðjur bestar,
Kolbrún Bára
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:18
Takk Kolbrún Bára, ég er þér innilega sammála. Jóhönnu hefur bara vantað kjörþokkann.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.1.2009 kl. 20:28
Ólafur stóð sig vel í dag... það er alveg á hreinu að sú stjórn sem nú tekur við getur aldrei verið verri en sú sem nú er að fara frá...
Sparisjóður grínista & nágrennis er einn af þeim fáu sem lifði af bankahrunið... enda engin spilling í gangi á þeim bænum... um það get ég borið vitni...
Brattur, 26.1.2009 kl. 21:21
Takk fyrir markaðssetninguna á litla Sparisjóðnum. Hún kemur sér vel þar sem engir peningar eru áætlaðir í auglýsingar.
Anna Einarsdóttir, 27.1.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.