29.1.2009 | 09:43
Gleður mig.
Ég hef alveg ótrúlega mikið álit á íþróttafólkinu okkar sem eru að gera það gott út í heimi. Frábært að allt sé að smella hjá flottasta Eyjapeyjanum fyrr og síðar.
Á meðan við bíðum eftir því hvað verða vill í pólitíkinni, ættum við að gleðja okkur yfir því hvað sumir eru að gera það gott og í leiðinnni að sýna heiminum að við erum ekki bara ræningjar og ribbaldar.
Í skólanum mínum var verið að dreifa árituðum plaggötum af frábæru íþróttafólki ásamt okkar yndislega Páli Óskari.
Ég hlakka til að kynna þessa einstaklinga fyrir nemendum mínum í næstu viku, sem er tannverndarvika. Plaggötin eru í lit og A 3 stærð og eru af: Margréti Láru, Óla Stef. Loga Geirs, Fúsa, Björgvini (markmanni), Ragnheiði (sund) og Páli Óskari. Öll hafa þau slagorð fram að færa, sem eru okkur holl að heyra, en lengi býr að fyrstu gerð og börnin okkar eiga að alast upp við það að vatn er besti svaladrykkurinn, og öll eigum við að hirða vel um heilsuna okkar.
Slagorð Páls Óskars mun ég halda hátt á lofti: Aldrei reykt, drukkið eða dópað. Páll Óskar er óumdeildur og flestum ef ekki öllum krökkum finnst hann æðislegur.
Þetta eru ótrúlega flott plaggöt sem gefin eru út af Heilbrigðisráðuneytinu. Það er gott til þess að vita að eitthvað gott hafi verið gert í því blessaða ráðuneyti síðustu ár eða frá því að Ingibjörg Pálmadóttir (ráðherra)lét byggja barnaspítalann.
ÁFRAM ÍSLAND!
Hermann verður um kyrrt hjá Portsmouth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er mjög syndug kona. Ekki orð um það meir.
En gott framtak.
Rut Sumarliðadóttir, 29.1.2009 kl. 12:17
Þú ert þó ekki bersyndug kona Ruta mín. Falleg sál í fallegum líkama býr í þér. Punktur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.1.2009 kl. 13:39
Rut Sumarliðadóttir, 29.1.2009 kl. 14:11
Tryggvi! Þú ættir að athuga hvort þú fáir ekki inni í þættinum „Út og suður“ hjá Gísla Einars.
Hermann var kveikjan að þessum pistli. Heilbrigði ungs fólks´er mér ofarlega í huga, þar sem ég á orðið þó nokkurn slatta af börnum og barnabörnum svo ég tali nú ekku um þau 327 sem ég kenni á viku hverri.
Þú skírskotar sennilega til Páls Óskars sem er samkynhneigður. Ég er svo lánsöm að eiga samkynhneigðan son og tengdason, svo á ég líka þeldökkan tengdason og þrjú fallega lituð barnabörn, fyrir utan alla leirljósu englana mína.
Hvað ertu eiginlega að fara Tryggvi? Heldur þú kannski að við verðum fyrri til að koma okkur upp úr skuldafeninu ef færri væru hommarnir og lesbíurnar???
Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.1.2009 kl. 07:17
Já. rétt er það Fríðust seinnipartinn en blíðust fyrripartinn. Helvíti örg eftir átta á kvöldin, enda ein af þeim sem er komin á fætur fyrir sex til að þú og aðrir fái Fréttablaðið í bítið.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.1.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.