Saðsöm kreppusúpa

Þessa uppskrift fékk ég hjá „Lady Dee“ sem er kornung skólasystir mín og heitir Dögg. Uppskriftina fékk hún frá annarri skólasystur sem heitir Ýr.  Kann ég þeim stelpum bestu þakkir, því súpan er góð og ég kýs að kalla hana Kreppusúpu, frekar en verkfallssúpu, því engin fer sjálfviljugur í verkfall um þessar mundir.

Endilega prófið og njótið!

Kreppusúpa:
1 laukur
8 gulrætur
8 kartöflur
1/2 blómkálshaus
3 hvítlauksrif
3 kubbar grænmetiskraftur
2 dósir stewed tomatos
1 dós tómatpurré
3 dl pasta

Bætið vatni eftir smekk. (sumir vilja graut en ég kýs súpu) ég nota líka rjóma og og hálfa dós af sýrðum rjóma eða bara 1 dl. súrmjólk.

mýkið laukinn upp úr olíu í pottinum, bætið öllu grænmeti út í setjið vatnið og allt annað nema pastað. Sjóðið í 20 mín bætið pastanu út í sjóðið í 10 mín í viðbót. Einfaldara gæti það ekki verið og auk þess er þetta mjög hollt:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... þessi hljómar vel... verð að prófa hana fljótlega... gott að borða súpur á köldum kvöldum...

Brattur, 1.2.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta er svona svipað og núðlusúpan á Asíu á Laugavegi nema að það er engin kjúklingur.

Halla Rut , 1.2.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Halla Rut

Og bara svo þú vitir það þá er ég ákaflega ánægt með hana Jóhönnu. Líst vel á allt sem hún ÆTLAR að gera. 

Ég vona að hún bjóði sig fram í einkaframboði nema að hreinsun í SF. AThugaðu að ég er ekki á móti hugsóninni heldur fólkinu sem dregið hefur vagninn í SF. 

Halla Rut , 1.2.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ingibjörg Sólrún er topp kona trúðu mér. Ef allir væru jafn heiðarlegir og hún, þá væru ekki þessi vandræði.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.2.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Halla Rut

Gvöð minn góður hvað þú ert að misskilja máið. Þetta var hægt því hún steig til hliðar. Og hún vissi það, veik eða ekki veik, hún hefði aldrei getað orðið forsætisráðherra. 

Hvað finnst þér um að  verslunarmiðstöðin Iða í Lækjargötu leigir fyrir 1,6 miljónir á mánuði húsnæðið sem Baugur lánaði Samfylkingunni í fjóra mánuði, endurgjaldslaust. ..Þetta kom fram þetta er ekki kjaftasaga. Ingibjörgu fannst ekkert athugavert við þetta. Finnst þér það ekki spilling að stjórnmálaflokkur skuli þiggja slíkar gjafir frá einum af helsta viðskiptajöfri Íslands. Sömuleiðis fékk flokkurinn fríar auglýsingar í baugsmiðlunum.

Og hvað með þegar hún var borgastjóri og veitti Jón Ásgeiri "stripp og vínveitinga" leyfi en tók það af samkeppnisaðilanum; Geir í Goldfinger. Þetta kom líka fram og var til umræðu en fólkið hefur gleymt þessu.

Hvað finnst þér um að Lúðvík var í "svall-hóru" partýi á snekkjunni hans Jóns og hjálpaði svo til við að ná TM af hluthöfum í eyjum. Maðurinn var þá þingmaður. Enda var hætt við snarlega að gera hann að ráðherra í þessari ríkisstjórn. Baugur á Lúðvík. Spillingarlokkurinn þorði það ekki enda vita þetta allir en fólk hefur bara hingað til sætt sig við þetta enda kvarta fáir í alsnægtum.

Jóhanna er ein í flokki. Það gegnir öðru máli með hana.  

Halla Rut , 1.2.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta ætla ég allt að kanna.  Hef ekki hugmynd um þetta, en Halla hvaða stjórnmálaflokkur hefur ekki þegið allt mögulegt af hinum og þessum. Þeir þrífast ekki á fjárframlögum ríkisins og hvað varðar Lúðvík veit ég ekki en er þess fullviss að Baugur á hann ekki.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.2.2009 kl. 15:06

7 Smámynd: Halla Rut

Mikið rétt hjá þér - spillingingin er víða.

Athugaðu líka hvar og fyrir hvern aðstoðarmaður Össurar hefur starfað.

Halla Rut , 3.2.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband