Hvernig getur þetta verið?

Ef að ríkisstjórnin hefur kjark til þess að velja eingöngu fólk til starfa  á faglegum forsendum, þá erum við skrefi nær......

Ef að Seðlabankastjórnin hefur ekki verið verkinu vaxin, þá skil ég ekki að gera þurfi við þá starfsloka samning. Ef ég færi að kenna nemendum mínum eitthvað sem er rangt, þá yrði ég rekin og fengi engin starfslok önnur en þau að ég þyrfti ekki að mæta meir.  Ég yrði allavega aldrei launuð fyrir ósómann.

Ég er ennþá alveg fokill yfir þessum tuttugumilljónum sem Jónas fékk, fyrir að sinna illa verki sínu sem framkvæmdastjóri í Fjármálaeftirlitinu.

Er þetta samtrygging eða hvað, og hversvegna fá ráðherrar biðlaun þegar þeir sinna öðrum verkum á meðan.  Það er búið að setja hálfgerð neyðarlög í landinu, ég arðrænd af bönkum og lífeyrissjóðum, svo á ég að greiða fyrir sukkið og svínaríið, en sökudólgarnir eru verðlaunaðir.

Hvernig getur þetta verið, er einhver þarna úti sem treystir sér til að útskýra þetta fyrir einni tornæmri.


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hrikalega þungur dómur yfir Björgvig G. Sigurðssyni og Samfylkingunni sem greinilega hafa brugðist að mati Gylfa.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 3.2.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Huckabee

Fagmenn eru misfærir  og ekki endilega  hæfir stjórnendur

Frábært er að nú að fólk er farið að hafa áhuga á stórmálum og er möguleiki ef þar er enn ærleg taug efir í landanum að koma betra skikki á sín mál .

Láti ekki af gagnrýni á þessa nýju stjórn sem er ca 50% brandari.

Ný neyðarlög sem útrími sérkjörum embættismanna og stórmálamönnum umfam aðra launþega

Huckabee, 3.2.2009 kl. 03:36

4 identicon

Ómar hefur 100% rétt fyrir sér hér að ofan.

Spillingin innan Samfylkingar var sú sama og hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Og ef ekki spilling þá hlýtur það að hafa verið glæpsamleg vanhæfni og siðblinda.

Það ætti að stefna flokksforystum þessara 3'ja flokka fyrir það og landráð.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:10

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er með ólíkindum að þið viljið klína sökinni jafnt á SF eins og þá sem efndu til frjálshyggjunnar með því að deila bönkunum á milli sín.

Hvaða hagsmunum hafið þið eiginlega af því að því.

Ég er sammála um vanhæfni allra, en ég veit betur en svo að þeir komust bara ekki lengra með t.d. eftirlaunafrumvarpið sem SF vildu afnema með öllu. og fl.og fl.

Það virðist sem kosningamaskína Sjálfstæðis og Framsókn sé komin á fullt og ætli að tryggja sér að geta haldið áfram að mismuna fólki eftir flokksskírteinum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.2.2009 kl. 11:00

6 Smámynd: Huckabee

Nokkuð ljóst að árangur Jóhönnu og co verði bezti stuðningur  framsóknarmanna allra flokka og sjálfgræðismanna .Nema  fram komi eitthvað splunkunýtt hjá þeim ???

Kannski sá skítlegi á Bessastöðum geti gefið þeim nýtt andlit ?

Frálshyggjan er ekki alslæm  en það er til fólk sem kemur óorði á ýmislegt rétt eins og fyllibytta kemur óorði brennivín

Huckabee, 3.2.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband