Frábært hjá þér Fjölnir.

 

Fjölnir er mannkostamaður, enda með fleiri Íslandsmeistaratitla í hinum ýmsu greinum en nokkur annar Íslendingur, þetta þori ég að fullyrða og þó að flestar fréttir sem lúta að þessum sómapilti, snúist um samband hans við stelpur eða konur, þá hefur hann margt annað dundað sér við um ævina og hefur örugglega unnið mörg þrekvirkin sem ekki hefur endað á síðum dagblaðanna, enda harðduglegur og ósérhlífinn.

Kynntist honum sem krakka eða ungling austur í Rangárþingi og hef alla tíð síðan undrað mig á hversu ljúfur hann er miðað við að drengurinn er nagli í orðsins fyllstu jákvæðri merkingu.

Þessi frétt gladdi mig og mun ég senda hana yfir hafið.

  Smile


mbl.is „Einn í einu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engan veginn víst að allt sé orðið gott. Næstu dagar munu skera úr um hvort eftirköst verða af þessu. Trúlega verða hestarnir hafðir í hámarksgæslu dýralækna og ekki síður þarf að fylgjast með heilsu fólksins sem fór út í vatnið.

Margir eru að dást að þrekvirki eða fordæma glannaskap. En þrekvirkið var neyðarúrræði þegar greinilega var engin slysaáætlun. Var einhver í hópi þeirra sem tóku ákvörðun um íssýninguna sem að:

1. kannaði eða lét kanna traustleika íssins?

2.Gerði ráðstafanir EF ísinn skyldi bregðast?

3. Var með EINHVERN búnað eða mannskap í göllum til að vaða?

Hvenær var syningin ákveðin? Væntanlega með eihverjum fyrirvara. Var einhver sem fylgdist með ísnum frá ákvörðunardegi fram að sýningardegi? Talaði við einhvern hjá borginni?

Var EITTHVAÐ gert til að undirbúa sig fyrir þennan möguleika?

-ég er alveg klár á því að það verður áframhaldandi fréttaflutningur af þessu máli því spurningum er ósvarað.

Svenni (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Örugglega rétt hjá þér, en ég dáist samt að þrekvirki Fjölnis.  Hann er eldklár og hefur tekið að sér stjórnina, þegar hann sá að allt var í klessu.  Ég held að fólkinu verði ekki meint af volkinu, enda fóru þeir í heita sturtu í Ráðhúsinu.   Hvað varðar hrossin, þá eru þeir í höndum dýralækna og auðvitað vonar maður það besta.

Ég hef nú komið nálægt, bæði ís og hestum og ég er sammála þér í að þetta var glæfraskapur að fara út á ísinn eftir ekki lengra frostakafla en verið hefur.

 Sagt var í fréttinni að borgin hafi talið ísinn traustan en hvað veit ég.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.2.2009 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband