23.2.2009 | 20:59
Þó ekki væri!
Mér finnst þeir eigi að lækka leiguna, sveitafélögin eiga líka að koma á móts við íbúðaeigendur og lækka fasteignagjöldin alveg eins og þeir hækkuðu þau vegna hækkunar fasteignaverðs á markaði.
Ég er alveg gríðarlega ánægð með að leiguliðar séu í betri samningsstöðu gagnvart leigusölum.
Það gengur auðvitað ekki að leigusalar sem eiga meira húsnæði en þeir þurfa að nota sjálfir séu að okra á leigutökum.
Hef auðvitað samúð með þeim sem nauðugir eiga fleiri en eina íbúð, en mesta með þeim sem enga eiga.
FÉSTA: Leiga hækkar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef eiginlega meiri samúð með þeim sem eiga húsnæði, því það er verið að refsa fólki með fasteignagjöldum, fyrir að vera nógu duglegt til að kaupa sér þak yfir höfuðið.
Hefur einhver velt því fyrir sér hvað það er ósanngjarnt að borga gjöld af sinni eigin eign, sem maður þrælaði fyrir ??
TARA, 23.2.2009 kl. 21:19
Í fasteignagjaldinu færð þú heilmikla þjónustu. Hver á að borga starfsmönnum Reykjavíkurborgar fyrir að drepa rotturnar í holræsinu, svo þarf að moka snjó og fara með ruslið. Og svo margt og svo margt.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.2.2009 kl. 21:22
Það er ekkert val hérna á landi, maður verður að eiga íbúð því ekki er leigumarkaðurinn þannig að hann laði að. Leiguverð hefur verið himinhátt. Í nágrannalöndunum sem við viljum helst kenna okkur við leigir fólk jafnvel sömu íbúð alla æfi, verður ekki að kaupa. Þetta fólk er laust við viðhald, gjöld og slíka hluti sem fylgja eign. Á frekar sumarbústað eða bát, jafnvel bæði.
Rut Sumarliðadóttir, 24.2.2009 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.