Ingibjörg Sólrún

Kæru Bloggvinir mínir og líka þið sem rekist hérna inn.  Bið ykkur að lesa þennan pistil hennar Eddu.  Ekkert okkar er óskeikult og að sjálfssögðu er okkur mislagðar hendur.

Ég er ennþá á því að ISG hefði kannski átt að taka sér frí frá ríkisstjórnarvafstri næstu tvö árin en halda samt áfram að vera formaður.

Hún velur að halda áfram og ég ætla að styðja hana eins og ég hef alltaf gert.

Lesið þetta og segið mér svo hvað ykkur finnst.


http://eddaagn.blog.is/blog/eddaagn/entry/818372/#comment2247633

kratarósin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mjög góður pistill hjá GAT. Kannski er ég ekki nógu umburðarlynd. En veikt fólk á ekki að vera í vinnu því það er klárt að það getur ekki unnið hana eins og fullfrískt væri. Að stjórna landi er ansi erfið vinna í þokkabót. Það er skelfilegt að sjá konuna og hún er greinilega mjög veik, öll bólgin og þrútin. Og það er einmitt meinið, maður verður að skilja hvenær maður getur og hvenær ekki. Það veitir ekki af öllum kröftum eins og verkefnin eru mörg sem þarf að leysa og helst á stuttum tíma. 

Ég dáist að því hvað þú ert trú henni, ég er ekki svona foringjaholl.  

Rut Sumarliðadóttir, 3.3.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er alls ekki foringjaholl nema síður sé.  Ég stend ævinlega upp í hárinu á öllum sem yfir mig eru settir.

Það er bara þannig að pistill GAT er góður og sannur líka.  ´Það er mörgum spurningum ósvarað, en við skulum ekki gleyma því að ISG sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, hún hlustaði á okkur sem vorum á fundinum í Þjóðleikhúskjallaranum.

Hún er veik, það er engin vafi á því, en hún er jafnaðarsinni og hún er alveg eldklár og ég veit það frá innsta hring að hún vill og telur sig geta og er hvött eindreigið til þess að taka formennskuna að sér.  Jóhanna vill það ekki, og Össur getur það ekki og hún er mjög sterkur persónuleiki sem getur kannski miklu meira heldur en við ætlum henni.

Höfum við nokkurt annað val en að treysta henni?  Hún virðist sæmilega skýr og húmorinn er ekki langt undan.

Að sama skapi vil ég líka treysta forystur VG:  Mér líst alveg rosalega vel á Katrínu Jakobs og Ögmundur er frábær.

Ég er líka alveg æðislega hrifin af Merði, sérstaklega eftir daginn í dag.

ÁFRAM ÍSLAND!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.3.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband