Blendnar tilfinningar1

Um leið og ég finn til ákveðins léttis að Ingibjörg Sólrún skuli ætla að láta skynsemina ráða för, þá er ég bæði hrygg og hrædd.

Að mínu mati hefur Ingibjörg Sólrún verið einhver albesti talsmaður jöfnuðar og réttlætis.  Ábyggilega hefur heilsufar hennar sett strik í reikninginn síðustu mánuði og jafnvel ár, en það breytir ekki því að það er sjónarsviptir af jafn mikilvirkum stjórnmálamanni og hún hefur verið.

Ég var ákveðin í að kjósa hana til formanns,  en ekki endilega til þingetu. Það hræðir mig hinsvegar að formannsslagur gæti orðið okkur dýrkeyptur.  Ég er óhress með þær litlu breytingar sem virðast ætla að verða á þingmannaliði Samfylkingar.  Mér finnst að allt ráðherraliðiði fyrir utan Jóhönnu ættu að taka sér frí frá þingmennsku og ég er eiginlega að vona að flokksmenn muni sjá til þess.

Vonandi ber okkur gæfa til þess að finna nýjan formann sem er góður talsmaður fyrir hugmyndafræði jafnréttis og bræralags.

ÁFRAM ÍSLAND!isl_faninn


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Hvað gerist næst? Ég er meir en lítið hugsi yfir þessu öllu saman. Ég er líka óhress með breytingaleysið!

Edda Agnarsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála þér Imba, hún hefur unnið gott strarf í þágu kvenna, það á vel við í dag að þakka henni það. Vil sjá meira af Valgerði og Jóhönnu, minna af Össuri, það þarf að breyta í framvarðasveitinni. Dagur og Mörður koma upp í hugann líka.

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 18:46

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk stelpur mínar.

VIð þurfum að finna næstum óumdeilt formannsefni.  Mörður er umdeildur og ekki sá besti til að vera formaður, en ég vil endilega að hann komist inn á þing. Dagur er sennilega sá sem verður fyrir valinu, þó að ég hefði gjarnan viljað fá Stefán Jón Hafstein til að koma frá Afríku og taka slaginn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.3.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Jón Baldvin er maður sem Íslendingar hafa í miklum metum og verður áhugavert að sjá hvort hann verði ekki næsti formaður Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur gæti einnig komið þar sterkur inn hyggi hann á endurkomu í stjórnmál. Ingibjörgu vil ég senda árnaðaróskir um bata.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 19:41

5 identicon

Jón Baldvin????  NEI TAKK.  Alls ekki Jón Baldvin.  Allir adrir en Jón Baldvin koma til greina Himmi minn.

Hannes á horninu (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hver tekur nú við af Ingibjörgu Sólrúnu, það er spurningin.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.3.2009 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband