Þakklát!

Svo virðist sem að löndum mínum hafi borið gæfa til að gefa Sjálfstæisflokknum frí frá ríkisstjórn.

Ég el með mér þá von að á Íslandi muni ríkja svipað stjórnskipulag og á hinum Norðurlöndunum.  Meiri jöfnuður, lýðræði, jafnrétti og bræðralag.

Ég fer sátt og sæl í rúmið og hlakka til að vakna í fyrramálið, því ég er sannfærð um að nú sé að renna upp betri tíð með blóm í haga, þrátt fyrir að ég viti að tíminn sem í vændum er, verður erfiður og miklar fórnir þurfi að færa, áður en við náum settu marki.

Takk íslenska þjóð, ég er stolt af okkur.  Takk búsáhaldabylting og takk Jóhanna fyrir að vera sú sem þú ert.

Góða nótt!


mbl.is Fréttaskýring: Stærsta vinstrisveiflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Ísland!  Nú er búið að festa atvinnuleysi í sessi.  Nú mun vilta vinstrið koma á jöfnuði þar sem sumir eru jafnari en aðrið.  S/V-hornið Uber Alles!  Þannig vilja vinstrimenn hafa það.  

Eftir búsáhaldavaldaránið koma búslóðaflutningarnir miklu.  Nú verður ekki búandi í landinu, sérstaklega ekki á landsbyggðinni.

Steingrímur H. Þorvaldsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég fór sko líka sátt að sofa í nótt (eiginlega í morgun!) Við unnum! Sjálfgræðgis orðnir minni en VG, hí á þau! Guð hvað það var kominn tími til. Okkar tími er kominn Imba. Vona svo sannarlega líka að við verðum líkari hinum norðurlöndunum.

Rut Sumarliðadóttir, 26.4.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég fór líka sátt að sofa og svaf vel. Vonandi gefst nýrri ríkisstjórn gæfa til að höndla þessa erfiðu stöðu sem þjóðfélagið býr við. En það verður erfitt og margar sársaukafullar ákvarðanir þarf að taka, getum við skilið það?

Jóhanna er mikill og góður leiðtogi. Áfram Jóhanna.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.4.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sól á himni, sól í sinni, sól í hjarta. 

Anna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband