Þó fyrr hefði verið!

Nú er liðið á áttunda mánuð síðan sukkið og svínaríið í kring um bankanna birtist almenningi.  Ég tel víst að þeir sem stóðu í svínaríinu hafi vitað hvert stefndi, þannig að þeir höfðu góðan tíma til að reyna hylja slóðir með því að stofna félög og leggja þau niður, millifæra endalaust og þeir sem skrifuðu eignir sínar á maka sína á undan og í kjölfar hrunsins, hafa auðvitað vitað að ekki væri allt með felldu í þeirra vinnubrögðum.

Ég las pistil Ásgeirs R. Helgasonar (http://arh.blog.is/blog/arh/entry/882238/)   og leist ágætlega á hugmynd hans um að þeir sem leggðu spilin á borðið, skiluðu því sem þeim ekki bæri, hlytu náð fyrir dómstólum.

Ég skora á alla þá sem vettlingi geta valdið að reyna að tala fyrir þessarri hugmynd, því það gæti sparað þjóðfélaginu trilljónir í rannsóknarvinnu.

Við erum öll breysk og ef við viðurkennum syndir okkar og reynum að bæta fyrir þær, þá eigum við að fá fyrirgefningu.  Það hlýtur að vera hægt að flokka takmarkalausa eigingirni og peningagræðgi undir sjúkdóm og þeir sem eru veikir eiga að fá hjálp en ekki fordæmingu.Police


mbl.is Rannsakar Glitni nú en áður Saddam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú segir það. Ég vil sjá allt þetta fólk á bak við lás og slá. Fyrirgefning pyrirgefning. Þetta voru ekki mistök, held að allflestir hafi vitað hvað þeir voru að gera. Heitir þetta ekki einbeittur brotavilji á fagmáli?

Rut Sumarliðadóttir, 22.5.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

jú, jú en ég var að meina ef fólkið gæfi sig fram med det samme hjálpaði síðan til  við tiltektina, ljóstraði upp og skilaði því sem þeir tóku til sín með óheiðarlegum hætti, þá mætti fyrirgefa þeim og sleppa þeim við því að sitja bak við lás og slá.

Við vitum að olíufurstarnir sluppu með smá sekt og fá síðan að sitja allar fínar veislur sem góðborgarar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.5.2009 kl. 15:10

3 identicon

Jam, þetta verður forvitnisleg rannsókn, sérstaklega þegar haft er í huga að hér er um að ræða spæjarafyritækið Kroll sem er skipað fyrrum KGB meðlimum og er í nánu sambandi við Alfa Group sem er rússneska mafíufyritækið sem stofnaði móðurfyritæki íslensku útrásarfyrirtækjanna!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki veit ég hvort þú Thor Sveinsson ert að spauga, hræddur nema hvort tveggja sé.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.5.2009 kl. 20:11

5 identicon

Ekkert að spauga er ég hræddur um. Enn finnst allsvakalegt að svona sé komið að svínarí að þessu tagi virðist bara vera alltílagi og smáfréttaklístra er látin nægja þegar svo vafasamir hlutir eru í gangi. Allt það sem ég nefndi eru alþekkt og ritfærð sannindi. Ekkert dularfullt þar. Eina sem ekki hefur verið hægt að sýna fram á ennþá er hver stofnaði móðurfyrirtæki útrásarfyrirtækjanna. Eina sem er vitað er að sama lögfræðifyrirtæki sá um skráningunna og sá um skráningar annara Alfa Group fyrirtækja á Jómfrúareyjum.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband