26.5.2009 | 19:46
Hjónar og hjónur
Ég hef áður tjáð mig um þetta mál og þar sem ég var að kommenta á einn sem hefur kannski svipaða skoðun og ég á þessu máli, þá langar mig að endurtaka kommentið á minni síðu.
Bann við hjónavígslu samkynhneigðra staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ingibjörg. Frábær hugmynd hjá þér á þessum nýyrðum. Þó ég sé alfarið á móti kirkjulegri vígslu samkynhneigðra af trúarlegum ástæðum, eiga þeir að mega staðfesta samvist sína, svo um "hjóna" og "hjónur" gildi sömu réttindi og lög hvað verðar til dæmis erfðarétt. En Biblían segir skýrt frá því að Guð lítur á samkynhneið, sem kallast öðru nafni kynvilla, alvarlegum augum og nefnir hana svívirðu, skömm og viðurstyggð. Prestar þjóðkirkjunnar hafa því ekkert guðlegt umboð til þess að blessa það sem Guð fordæmir. Það ætti að vera augljóst. Mér finnst það frekja af samkynhneigðum að fara fram á það við kirkjuna að láta presta blessa það sem Guð hefur fordæmt. En þessi hugmynd þín um nafngiftina er góð o vona ég að samkynhneigðir nái fullum réttindum í sínum málum, en ættu þó að láta kirkjuna afskiptalausa í baráttu sinni af ofangrreindum ástæðum. Með bestu kveðjum.
Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 20:04
Sæll Einar Ingvi og takk fyrir innlitið.
Það voru mennskir menn sem skrifuðu Biblíuna. Guð eins og ég hef kynnst honum, fordæmir engan og ekkert sem byggt er á heiðarleika, hann er umburðarlyndur gagnvart öllum mönnum og ég er alveg viss í hjarta mínu um að hann gleðst yfir öllum unaði mannanna sem ekki er byggður á ofbeldi.
Hvort það er kona eða kall sem veitir kalli eða konu unað, ástarblossa, yl í kroppinn eða annað sem báðir una vel við, verður aldrei fordæmt af þeim Guði Drottni vorum sem ég trúi á.
Mér finnst erfitt að skilja bókstafstrúarmenn, sérstaklega í ljósi þess að það voru mennskir menn sem bæði skrifuðu Biblíuna og túlkuðu þannig orð Guðs.
Ég vil að prestar og prelátar láti það vera að gera upp á milli fólks, óháð kynþætti, kynhneigð eða kyni yfir höfuð.
En ég vil að fundið verði gott hugtak yfir samkynjuð sambönd sem vilja giftast í kirkju, því samkvæmt mínu hyggjuviti og sannfæringu eru hjón af gagnstæðu kyni eins og bróðir minn og ég erum systkin en ekki bræður eða systur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.5.2009 kl. 20:56
Áhugaverð nýyrðasmíði hér, en ég gæti ekki verið meira ósammála.
Sem dæmi; Ég er menntaður og starfandi læknir. Það að ég sé læknir er stór hluti af mínu sjálfi, rétt eins og að ég er kona, dóttir og móðir. Orðið læknir er karlkynsorð og það er ekki til neitt kvenkynsorð í íslensku sambærilegt lækni sem ber sömu merkingu. Jafnvel þótt að hinir hörðustu íslenskufræðingar með hina heiðarlegustu femínísku hugsjón leggi það til að kvenkyns læknar verði kallaðar læknur eða lækningakonur mun það aldrei bera þá merkingu sem ég og mínir sjúklingar leggjum í það að vera læknir.
Ég sem kona get engan veginn móðgast yfir því að vera hann læknirinn. Jafnvel í þínum munni, ef þú munt einhvern tímann verða á vegi mínum í heilbrigðiskerfinu, munt þú aldrei finna neitt til í tungunni að kalla mig hann lækninn. Jafnvel þótt þú beygir málfræðireglurnar og kalli mig hún lækninn held ég orðin renni áreynslu- og hugsunarlaust af tungunni. Og gildir einu hvort þú kallir mig hún lækninn, eða hann lækninn legguru samt sömu merkingu í orðin, þú ert að tala um mig sem þinn lækni.
Það að henda út eða neita að nota (vantar almennilegt sagnorð hér) ákveðin orð í ákveðnu samhengi vegna þess málfræðilega kyns er orðið ber er því ekki besta röksemdafærslan. Að nota málfræðilegt kyn orðs sem grunn fyrir að gift samkynhneigð pör megi ekki nota það orð, sem við öll leggjum sömu merkingu í, er og verður alltaf til að litið verður á hjónaband samkynhneigðra sem eitthvað óæðra, svo óæðra að það þarf "nýtt orð" til að lýsa því.
Málhefðir eru vissulega góðar og gildar fyrir viðhald tungumáls. En fyrir 50 árum síðan fundust varla konur sem voru læknar heldur, en það breyttist og þar af leiðandi málhefðin varðandi karlkynsorðið læknar líka. Þess vegna er ég hún læknirinn og/eða ómóðgaður hann læknirinn. Ekki hefði nokkurn mann dottið í hug að konur gætu ekki orðið læknar því að málfarslegt kyn orðsins bauð ekki uppá það, ekki satt?
María (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:51
Sæl María og takk fyrir þitt innlegg. Við verðum víst seint sammála, en ég skil afstöðu þína og virði hana.
Ég skammast mín síður en svo fyrir kyn mitt en segist vera kennari en nota ekki orðið kennslukona frekar en aðrir. En það stendur í mér að tala um þá hjónin og þær hjónin. Kannski verður það orðin málvenja eftir nokkur ár og það mun ekki halda fyrir mér vöku, frekar en þegar sagt er frú forseti. Mér finnst samt að það ætti að finna annað hugtak, til aðgreiningar á því hvort við séum að tala um Herra og frú eða herra og herra og frú og frú. Mun sjálfsagt ekki skipta neinu máli í hugum sumra en ég er af gamla skólanum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.5.2009 kl. 00:11
Það voru mennskir menn sem skrifuðu Biblíuna. Guð eins og ég hef kynnst honum, fordæmir engan og ekkert sem byggt er á heiðarleika, hann er umburðarlyndur gagnvart öllum mönnum og ég er alveg viss í hjarta mínu um að hann gleðst yfir öllum unaði mannanna sem ekki er byggður á ofbeldi.
Hvort það er kona eða kall sem veitir kalli eða konu unað, ástarblossa, yl í kroppinn eða annað sem báðir una vel við, verður aldrei fordæmt af þeim Guði Drottni vorum sem ég trúi á.
Mér finnst erfitt að skilja bókstafstrúarmenn, sérstaklega í ljósi þess að það voru mennskir menn sem bæði skrifuðu Biblíuna og túlkuðu þannig orð Guðs.
Ég vil að prestar og prelátar láti það vera að gera upp á milli fólks, óháð kynþætti, kynhneigð eða kyni yfir höfuð.
Eins og talað úr mínu hjarta Imba. Mér finnst þetta flott nýyrði sem þú stingur uppá. Æðsta boðorð Krists er kærleikur og hann ekki stýfður úr hnefa fyrir bara útvalda. Við erum öll börn guðs, hvernig svo sem við erum í laginu.
Rut Sumarliðadóttir, 27.5.2009 kl. 12:49
Þess má líka geta að Biblían fordæmir það að ganga í fötum úr blönduðum efnum og að að eiga samskipti við konur sem eru á blæðingum.
Gamla Testamentið tekur það líka skírt fram að ef kona er ekki hrein mey þegar hún giftist þá á að grýta hana til dauða.
Jón (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:56
Áhugaverð umræða. Ég sjálfur hef ekki alveg myndað mér skoðun, ég hugsa að það muni nú skapast einhver hefð eftir því sem líður á. Þegar ég giftist sjálfur mínum manni þá kemur þetta örugglega í ljós. En mér finnst þannig lagað séð ekkert að því að sagt væri um okkur „þeir eru hjón“.
Einar, ég get ekki séð á ritningunni að Guð fordæmi homma (og hún sannarlega fer ekki einu orði um lesbíur). Móse og Jóhannes minnast stuttlega á homma, en þeir eru bara tveir menn. Restin af biblíunni talar ekki um þetta mál mikið, nema hugsanlega undir rós. Skoðaðu kaflana um Rut í gamla testamentinu og líka um þegar Davíð konungur fer með vini sínum inn í runna og „elskar hann meira en nokkra konu“.
María, ég hneigist til þess að vera sammála þér eins og ég minnist á áður. Frá málvísindalegu sjónarmiði er ég líka á móti því að nafnorðaflokkarnar séu yfirleitt kallaðir „karlkyn,“ „kvenkyn“ og „hvorugkyn“ enda er það ekki gert í tungumálum sem er verið að greina málfræðilega í fyrsta sinn núna. Svona nafnorðaflokkar eru einfaldlega nefndir I, II og III og það er litið svo á að það sé bara „tilviljun“ að þeir séu notaðir til að vísa til líffræðilegra kynja fólks að auki. Hvað er svo sem karlmannlegt við bát? Eða kvenlegt við lækjarsprænu? Af hverju er lækjarspræna „kvenkyns“ en lítill lækur „karlkyns“? Það má ekki leggja of mikla merkingu í þessi heiti. Innbyggða málfræðin okkar sér ekkert að því að vísa til kvenkyns læknis sem „hann“ af því í heilanum okkar er það bara fornafn sem vísar til ákveðins nafnorðaflokks sem vill til að er kallaður „karlkyns“. Líklega kemur það að menn séu „hann“ nokkuð sem er komið eftir á af því algengustu orðin yfir karlmenn eru „karlkyns“.
Kári Emil (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:15
hjú getur það ekki verið. ég vil eitthvað gott og fallegt orð yfir heilagt samband samkynhneigra, eins og mér finnst hjónaband vera fallegt orð yfir heilagt hjónaband fólks af gagnstæðu kyni. Annars er mér eiginlega alveg sama, ef það er eitthvað sáluhjálparatriði fyrir fólk. Það má líka segja karlahjónaband og kvenhjónaband til að aðgreina hvort um er að ræða hetro eða homo. Ég hef enga fordóma aðra en varðandi íslenskuna.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.5.2009 kl. 22:06
mér finnst almennt að fólk ætti að hafa vit á því að vera ekkert að ganga í hjónaband eða láta koma böndum yfir sig. Ef ástin er tær þá þarf ekki að hnýta hana að binda hana á klafa.
Þuríður Ottesen (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:16
Þuríður, láttu ekki svona það er frábært að vera í heilögu hjónabandi og ég býðst til að vera brúðarmey í þínu brúðkaupi.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.5.2009 kl. 13:34
Ef fólki þykir vænt um hvort annað þá má það gera hvað sem það vill. Vera saman með klerks blessun eða ekki ætti ekki að vera málið. Samvera og ástúð dugar bara vel fyrir flesta. Eða er ég athugasemdast um eitthvað sem ekki máli skiptir ?
Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 18:22
Kærleikurinn skiptir öllu máli, hvernig sem hann er svo orðaður, stjúpa mín hefur tildæmis ekki alltaf orðað allt á þægilegasta máta, og sú var tíð að hún var vonda stjúpan en mikið er hún nú kærleksrík kona það get ég sagt ykkur.
Það ert þú nú líka Finnur
Einhver Ágúst, 3.6.2009 kl. 09:05
Takk kærlega fyrir hlý orð í minn garð. Kærleikurinn yfirvinnur allt og veitir hamingjunni farveg inn í líf þeirra sem trúa á hann (kærleikann)
Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.6.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Alveg eins og við eyrnamerkjum kynin sem son og dóttur, þá vil ég vita hvort hjónaband sé milli gagnstæðra eða samkynhneigðra. Ég á samkynhneigða son sem er í sambúð með kærasta sínum og mér finnst undurvænt um báða og þætti það bara flott ef þeir giftust, en að sama skapi verða þeir aldrei hjón í mínum munni, þar sem orðið sjálf felur í sér hvorugt kyn og maður segir þau hjónin en ekki þeir hjónin. Þeir eru svo sannarlega karlar báðir tveir þannig að mér þætti það argasti dónaskapur að tala um þá sem þau.
Hvernig væri nú að fundið yrði góð þýðing á norræna orðinu egtepar, því orðið hjón passar bara ekki fyrir tvo einstaklinga af sama kyni.
Hvað finnst ykkur um hjónur og hjónar ha? Kallið þetta orðhengilshátt eða hvað þið viljið, það eru fordómar að geta ekki aðgreint hvort kynið maður sé og hana nú.....