7.6.2009 | 11:32
Þeir eru betri en við!
Auðvitað má gagnrýna leikinn, en í stuttu máli þá var við ofurefli að etja. Í hollenska liðinu eru nánast allir leikmenn í heimsklassa en við eigum bara einn slíkan og það er Eiður Smári.
Ég efast ekki um að flestir ef ekki allir gerðu sitt besta, þeir gátu bara ekki betur, en ég átti því láni að fagna að sjá strákana okkar vinna seinni hálfleik gegn fyrna sterku liði Hollendinga.
Ég fór ein á Völlinn, það var öðlingur að nafni Gunnar Sigurðsson sem hringdi á Rás 2 og bauð gefins einn miða, ég sendi honum tölvupóst og fékk. Sat ég á milli tveggja myndarmanna sem til samans eru sennilega álíka gamlir og ég. Veðrið frábært, stemmingin alveg æðisleg og ég er bara þakklát og stoltur Íslendingur að við skulum eiga landslið sem stendur í þeim stóru.
Við eigum ekki alltaf að vera skammast yfir því að vera ekki best, svo lengi sem við sýnum að við erum ábyrg og heiðarleg, þá getum við verið stolt og borið höfuðið hátt.
Áfram Ísland!
![]() |
Gunnleifur: Gáfum þeim allt of mikinn frið og tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt!
Nonni (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.