Aulahrollur.

Hver var það sem endalaust tuggði á kjölfestufjárfestunum?  Mér finnst það með ólíkindum að verða vitni að málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins.

Skilja þeir ekki að við erum að súpa seyðið af stjórnarháttum Valgerðar og Halldórs sem tuggðu í sífellu um kjölfestufjárfestana á meðan þeir voru að tryggja SI hópnum Búnaðarbankann.  Mér verður illt.  Ef þeir gætu sagt sem svo: Okkur varð á og við viljum bæta fyrir það.  Nei, aldeilis ekki og maðurinn sem hafði eitthvað undir 40 þúsundum á mánuðu í fyrra, Sigmundur Davíð Oddsson eða hvað hann nú heitir fer mikinn og heldur að við trúum á málflutning hans.  Sveiattan skítalykt!

Kristín Halvorsen (norski fjármálaráðherrann) hlýtur að hafa hreyft við landanum þegar hún sagði okkur að gleyma því að norskir skattgreiðendur vildu borga fyrir okkur hægra rugl þáverandi stjórnar.

Sýnum auðmýkt og reynum að bæta fyrir hrokann og yfirgangssemina sem við sýndum á hinu falska góðæri.


mbl.is Þýðingarlaus sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega sýnum auðmýkt í fyrsta skpti, það er dásamlegt að vera fórnarlamb, en hún slær í borðið og segir að við sem þjóð verðum að súpa seyðið af ruglinu sem er rétt.

Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Stefán Gunnar

Sæl,

Þessi málflutningur er með ólíkindum. Þetta er eini flokkurinn sem hefur farið í gegnum endurnýjun af einhverju viti og alveg sama hvað forverar þeirra hafa gert eiga þeir þá að halda áfram að gera vitleysur nei nú hafa Vinstri grænir og Samfylking tekið við og þeir munu aldrei geta klínt þessum samningum á aðra en sjálfa sig því þeir eru að samþykkja þetta.

 Annað mál það hefur oft komið fram að Sigmundur var í skóla í fyrra svo það hefði ekki komið mér á óvart þó tekjur hefðu verið 0.

Ég er orðinn algjör XB maður eini flokkurinn sem tekur á málum sem eru að gerast í dag og lætur ekki kúga sig.

En þú sem vilt ganga að einhliða plaggi breta og Hollendinga ert greinilega glöð að borga þetta því ekki geturðu kennt öðrum en þeim sem sitja við stjórnvölinn núna um að semja svona af sér, ég segi nei takk ég vil samning ekki einhliða plagg.

Áfram XB eini flokkurinn sem þorir að verja þjóð sína!

Stefán Gunnar, 15.8.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Stefán Gunnar, þú sýnir mikið þroskal- og skilningsleysi að mínu mati.

Við sem þjóð berum sameiginlega ábyrgð á þjóð okkar.  Eins og þú veist þá voru Framsóknar- og Sjálfstæðismenn hér í meiri hluta og stjórnuðu landinu okkar um áratuga bil. Ég sem er eigandi þessarar síðu hef aldrei kosið áðurnefnda flokka en viðurkenni samt ábyrgð mína á meirihluta stjórn, þar sem ég bý í lýðræðisríki, þ.e. lýðræðisríki.

Nú veit ég ekki hvað þú ert gamall eða hvort þú hefur tekið lán.  Látum það liggja á milli hluta.  En ef þú skrifar upp á lán fyrir vin þinn eða hvern sem er þá verður þú að vera borgunarmaður fyrir láninu ef skuldarinn af einhverjum sökum getur ekki borgað.

Halldór, Davíð, Valgerður og fleiri skirfuðu upp á Icesave klúðrið.  Þeir ábyrgðust  iicesave innlánin og svo veist þú ábyggilega hvernig fór.  Hver á að bera skaðann finnst þér? 

Hefur þú heyrt einhvern biðjast afsökunar í herbúðum Framsóknar.  Kallar þú það endurnýjun þegar innviklaðir og innmúraðir Framsóknarmenn brjótast til valda eftir að þeir gömlu sáu að þeim væri ekki sætt lengur.

Veistu, ég er ágætlega að mér, enda fædd á fyrri hluta síðustu aldar.  Ég hef fylgst með Framsóknarflokknum frá því ég hafði vit til enda uppáhalds frænkur og frændur í flokknum.  Ég myndi aldrei, aldrei, aldrei kjósa Framsóknarflokkinn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.8.2009 kl. 19:03

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Framsónarflokkurinn, Guð minngóður, þetta er flokkur fyrir Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson og þá sem eru líka þenkjandi

Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sigmundur virðist hugsa mest um það eitt að veiða atkvæði.  Sjálfur Bjarni Harðarson sagði, eftir að hann hætti í flokknum, að flokknum væri stjórnað af fámennum hópi manna.  Þar á hann örugglega við Finn Ingólfsson og félaga.  Endurnýjun í Framsókn ?  Nei, nei, nei...... þeir hafa ekkert breyst.  Því miður.

Anna Einarsdóttir, 16.8.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband