Lítilræði

Ég hef orðið vör við mikla reiði  gagnvart innbrotsþjófum, sérstaklega ef þeir eru útlendingar.  Stundum velti ég því fyrir mér hvað valdi, hvað fær fólk til að brjótast inn og stela frá öðru fólki?  Ég hef alltaf lifað í allsnægtum, þannig ég hef aldrei látið mér detta í hug að stela ef frá er talið skrúfblýanturinn sem ég stal í Ritfangaverslun Ísafoldar hérna um árið.  Það var fyrir árið 1960 og heilmikil saga á bak við það þegar pabbi fór með mig í Bankastrætið og lét mig skila þýfinu. 

Ég ætla ekki að segja ykkur þá sögu en halda áfram með þá hugsun sem fangaði mig þegar ég las þessa frétt um útlendingana sem virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi til að stela.

Ég fór að hugsa um útlendingana sem treystu Íslendingunum fyrir sparifénu sínu.  Hvernig skyldu Bretar, Hollendingar, Þjóðverjar og fleiri hugsa til þjóðar okkar.  Ég er næstum viss um að það sé lítil hlýja í þeirri hugsun.  Býst við að þeir ætli að hér búi bara ribbaldar og ræningjar og það af stærri gráðunni, þeir þurfi ekki einu sinni að sæta ábyrgð, allavega ekki ennþá.

Ég skammast mín svo að ég er næstum fegin að það séu einhverjir sem steli frá okkur.  Fyrrum þjóðarstolt er horfið, hræðilegt að sýna vegabréfið mitt í útlöndum, en verst þykir mér illiviljinn sem ég ber í brjósti gagnvart þeim sem ollu þeirri sektar- og skömmustutilfinningu sem mér tekst ekki að losna við.

Við skulum átta okkur á því að þetta sem útlendingar eru að stela frá okkur er bara lítilræði ef við miðum við þjófnað og svik útrásarvíkingana


mbl.is Þjófahringur upprættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt annað mál! Ekki skemmtilegt að vita til þess að einhverjir hafi verið

að gramsa í skúffum og skápum hjá þér með skítugum krumlum

ía (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hjartanlega sammála, næstum eins og nauðgun, en hvernig hefði þér þótt ef ævisparnaðurinn hefði verið vélaður af þér af hollenskum auðmönnum.  Hefði það verið eitthvað skárra?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.8.2009 kl. 19:37

3 identicon

Sammál þetta með "nauðgunina" þú þværð hana ekki af þér,veit um fólk sem

seldi íbúðina eftir svona "nauðgun" gat ekki hugsað sér að vera þar inni

en hitt eru jú "bara" peningar hægt að afla þeirra aftur að einhverju leyti

Ía (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 19:57

4 identicon

Jú,, Takk fyrir að auðga menningu Íslands !! Og losa okkur við það sem við getum síst án verið,, Sínum fólkinu skylning og kærleik,, Ekki senda það heim því þar bíður þess ,, fangelsi og fátækt,,

Bimbó (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ævistarfið þitt eru ekki bara peningar.  Ég er alls ekki sammála þér.  Mér finnst málflutningur þinn vera eins og þú sért einn af þeim sem afsakar þjófnað útrásarvíkinanna.  Ef þú ert kominn á eftirlaun, hefur unnið alla tíð, lagt fyrir og reynt að ávaxta þitt pund, ert rændur af þeim sem þú treystir.  Á það ekkert skylt við nauðgun.  Bankahólf eða bankabók er bara framlenging á heimili þínu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.8.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér finnst engin ástæða til annars en að senda fólkið heim, alveg eins og ég myndi ekki hýsa ..........   ef ég væri Breti eða Hollendingur.  Fólk á að axla ábyrgð á því sem það gerir.  

En er ekki allt í lagi að okkar fólk gerið það líka.  Hvað finnst þér Bimbó?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.8.2009 kl. 20:37

7 identicon

er um við ekki að því eeða hvað? hvurslags helv kjaftæði er þetta eiginlega í þér manneskja hvernig dettur þér í hug að bera þetta saman, djö.... hlýtur þér að líða illa greyið mitt

Ágúst (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:44

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki veit ég hver þú ert Ágúst eða hvað þú ert að miena.  Við Íslendingar erum virkilega að líða fyrir það sem örfáir menn gerðu þjóð okkar en þessir örfáu eru ekki að axla ábyrgð.  Þeir ættu að koma með allt sem þeir eiga hvar sem eigurnar eru og leggja fram til að lina þjáningar þeirra sem verst urðu úti.

En hvað annars líður líðan minni, þá er hún alla jafna góð,  Ég hef aldrei litið á mig sem grey.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.8.2009 kl. 08:11

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 "útlendingana sem treystu Íslendingunum fyrir sparifénu sínu"

Væri ekki nær að tala um útlendinga sem treystu íslenskum viðskiptajöfrum fyrir sparifé sínu. Ég kannast ekki við að hafa samþykkt að greiða ofurvexti fyrir sparifé Breta, Hollendinga eða annarra í útlöndum.

Nauðgun er nú kannski sterkt til orða tekið miðað við hvernig konur hafa lýst nauðgun í gegnum árin og ekki hægt að líkja þessu saman þó fólki finnist það niðurlægt með aðgangi ókunnugra um dót og tilfinningatengda hluti.

Þú ættir kannski að gefa bara upp heimilisfangið á besta stað í bænum svo innbrotsþjófar geti þá farið þangað sem þeir eru meira velkomnir en annarsstaðar. Ósköp vorkenni ég fólki sem skammast sín fyrir að vera Íslendingar. Mér finnst þeir ekki alveg eiga skilið að fá að kalla sig Íslendinga. Mitt þjóðarstolt er ekki bundið við bankabækur eða efnahag almennt heldur þjóðarsálina sjálfa. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.8.2009 kl. 00:35

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kolbrún, ef þú lest færsluna, þá er ég ekki að hvetja útlendinga til dáða eða mæla þeim bót, heldur hitt, ég er „næstum“ fegin..... Eftir fyrsta komment segi ég líka næstum eins og nau.... Þá er ég að samþykkja að það sé ekki alveg það sama að fá einhvern inn til sín og róta og gramsa í persónulegum munum og þegar fjárglæframenn ræna fólk aleigu sinni gegn um banka.

Hef sennilega ekki komið hugsun minni nógu vel til skila.  Ég held mig samt við þá staðreynd að ég skammast mín fyrir að sýna vegabréfið mitt.  Mér finnst þjóðarsálin sýna það að ábyrgðartilfinningu hennar sé verulega ábótavant.  Ég átti engan þátt í að móta stefnu einkavæðingar á Íslandi, hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn.  En ég er Íslendingur og bý í lýðræðisríki og tek ábyrgð sem slík.

Mér finnst það leitt að einhverjir skulu halda það að ég sé að mæla glæpum bót.  Mér finnst bara við svo fljót að dæma aðra án þess að líta í eigin barm.  Ég gef ekki mikið fyrir siðferði þjóðar minnar, allavega ekki núna á þessum tímum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.8.2009 kl. 07:34

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl

"Ég skammast mín svo að ég er næstum fegin að það séu einhverjir sem steli frá okkur"

Þetta get ég ekki túlkað öðruvísi en þú viljir "axla ábyrgð" með því að láta stela frá þér og því segi ég að þú ættir bara að gefa upp heimilisfang með svona færslu.

Sem betur fer hefur almenningur í Bretlandi og Hollandi fengið allt sitt fé greitt og hefur skilning á því að íslenskur almenningur var ekki hafður með í ráðum við þetta rán eins og þú kallar það. Margir Íslendingar hafa líka tapað ævisparnaði sínum, vinnu, heimili og beðið skipbrot. Skyldi þeim létta við lestur þessa pistils.

Íslendingar eru upp til hópa gott fólk, gestrisið og heiðarlegt. Þeir eru líka góðir til vinnu og því vilja bæði Bretar og Hollendingar eflaust taka við þeim.

Fólk er óttaslegið þegar það heyrir að erlendar glæpaklíkur geri út innbrotagengi á Íslandi og ekki léttir mér við það, að landar mínir þurfi að búa við þá ógn.

Þú hefur þína skoðun og ég mína og báðum frjálst að segja sína. Það er nú það góða við þetta allt saman. Með kveðju Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.8.2009 kl. 09:32

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sæl Kolbrún

Ég er þér sammála um greiningu þína á Íslendingum, þeir eru upp til hópa heiðarlegt og gestrisið fólk, það eru Pólverjar líka.  Íslenskar glæpaklíkur hafa því miður náð að bera út hróður Íslendinga, alveg eins og Pólverjar, Eistlendingar og fleiri hafa borið hróður sinnar þjóðar hingað.

þú hefur þína skoðun og ég mína, mikið rétt.  þegar ég segi næstum fegin þá á ég ekki við að ég sé fegin, heldur mildar það aðeins skömmustuna sem ég hef á þeim örfáu íslensku glæpamönnum sem borið hafa okkur út.

Þú sem ert meðlimur í Frjálslynda flokknum og ég sem er eiginlega langt til vinstri getum ekki í bloggarstíl átt í viðræðum og skilið hvor aðra.

Takk fyrir innlitið og megi veturinn verða þé og þínum góður og ég bið þess að engin muni ráðast að þér eða þínu heimili.

kveðja,

Ingibjörg

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.8.2009 kl. 10:39

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl að endingu Ingibjörg. Ég er í Frjálslynda flokknum sem vill hag þjóðarinnar sem allra bestan. Ég hef ekkert aldrei borið blak af íslenskum glæpamönnum,aldrei, og mun ekki gera. Ekki hef ég heldur dregið í efa ágæti Pólverja eða annarra þjóða nema mér leiðist Þjóðverjar og hef ekki leynt því þó þeir hafi sína kosti efalaust. Þó ég sé hægri sinnuð og þú vinstri þá hefði ég nú haldið að slíkt fólk gæti talað saman allavega hef ég tamið mér að virða skoðanir annarra. Við tölum tæpitungulaust í Frjálslyndum og þar er ekkert "næstum" til að skýla sér á bak við og ekki erum við fyrir orðhengilshátt. Þú ert að sjálfsögðu í þeim hópi sem ég bið fyrir þegar ég bið fyrir íslensku þjóðinni, þó þú sért ekki stoltur Íslendingur, sem ég skil nú betur eftir síðustu færslu þína . Með góðri kveðju frá hægrisinnuðum lýðræðissinna Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.8.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband