8.12.2009 | 14:27
Hreyfingin hvað?
Ég var að lesa inni á fréttavef RÚV að Hreyfingin (þrír þingmenn) fordæmi
vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og telji að núverandi stjórnarmeirihluti hafi
verið kosinn "á röngum forsendum"!!! Ef einhver er á þingi á röngum
forsendum þá eru það þessir blessaðir aular Hreyfingarinnar sem komust inn á
þing í nafni Borgarahreyfingar og var trúað til góðra verka á sínum tíma. Ég
mundi hlæja ef ég væri ekki DAUÐ-þreytt á þessu liði.
Bara svona smá innlegg í umræðuna.
Hlustaði á Roger Boyes í Silfri Egils, þótti það merkilegt. Velti samt fyrir
mér hverjir voru hans helstu heimildarmenn. Skrýtið að heyra útlending tala
svona tæpitungulaust (og illa) um Davíð Oddsson. Jón Ásgeir fékk útreið, en
ekkert í líkingu við Davíð, og svo gat hann ekki neitað því að hann teldi
Íslendinga vera í sjálfsvorkunnarkasti - eða þannig. Er að hugsa um að
nálgast bókina hans Meltdown Iceland.
Í morgun barst mér þetta bréf frá góðri vinkonu minni. VIldi bara deila því með ykkur, því ég er henni hjartanlega sammála eins og oftast´áður.
Þetta viðtal við Roger Boyes í Silfrinu var líka frábært. Hvað fannst ykkur?
Segjast ítrekað hafa beðið um að leynd yrði aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, Ingibjörg. Mér finnst nú Hreyfingin hafa heilmikið til síns máls.
Samspillingin er að ná að svíkja öll sín kosningaloforð! Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hún breyttist hjá Árna Páli í skjaldborgina um kúlulánþegana. Hvar er alt upp á borðið? Jóhanna og Steingrímur fela sig sem aldrei fyrr. Hvar eru þær lýðræðisumbætur sem þau lofuðu? Steingrímur ætlar að handvelja hvaða mál þjóðin fær að kjósa um og Persónukjör verður ekki í boði nema í afbakaðri mynd, svo 4flokkaklíkan missi ekki völdin. Hvar er Stjórnlagaþing fólksins? Og svo mætti lengi telja.
Hreyfingin er eina aflið á Alþingi sem er að reyna að taka á spillingunni þar. Þess vegna er Samspillingar fólk úr öllum 4flokkonum dauð þreytt á þeim og meinylla við þau.
Og að lokum, ef einhver var á fölskum forsendum á þingi, var það Ingibjörg Sólrún. Sem sólundaði óendanlega af almannafé í persónulegt framapot. Og ætlast nú til að Íslendingar styðji hana í embætti erlendis (skattfrjálst) á sama tíma og hún hefur stöðu grunaðs sakamanns í hruninu. Og nenni ég nú ekki að fara lengra út í það.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:55
Flottust seinni partinn segirðu, þú ættir ekki að tjá þig mikið fyrir kl.15oo allavega en ættir að kynna þér um hvað þú skrifar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.12.2009 kl. 17:46
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa marg oft farið fram á að leynd yrði létt af þessum gögnum. Nú sér þjóðin hvers kyns þessi gögn eru það er ekki að það séu einhver þjóðhagsleg leyndarmál þarna, heldur eru þetta pólítíksk leyndarmál.
Baldvin Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 21:49
Ósköp eru þessir herramenn, sem kommeta héra að ofan, fúllyndir útí þig Ingibjörg mín. Þeim er greinilega um megn að heyra sannleikann um ,,Hreyfinguna."
Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 07:48
Sem eru?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.12.2009 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.