21.1.2010 | 21:15
Ég segi eins og GG: Þetta er skandall!
Djé...... sjálftökukóngurinn. Skyldi hann halda jeppanum og halda áfram að lesa fréttir. Ég tek ofan fyrir Þórhalli. Hann hefur ekki getað sætt sig við þessar aðgerðir.
Bara konum sagt upp. Þetta er SKANDALL! Ef Katrín Jakobsdóttir samþykkir þessar aðgerðir er mér allri lokið.
Hvernig væri að við konur söfnuðumst ...fyrir framan útvarpshúsið og fleygðum þessum Páli út eins og Dabba úr seðlabankanum.
Fréttir að undanförnu sýna að mjög margir stjórnmála og embættismenn eru gjörspilltir og kunna ekki að fara með völd.
Mér finndist heillavænlegra að að skerða vinnutíma fólks heldur en að segja því upp.
KATRÍN! Láttu þetta ekki viðgangast!
Margir missa vinnuna á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 12:04
Ber er hver að baki nema........
Einu sinni gátu Norðmenn lesið og skilið gammelnorsk sem er forn íslenska. Eftirfarandi er grein í norsku blaði sem Eva okkar Joly skrifaði. Kannski fer trygglyndið við okkar ilhýra að skila sér. Lesið (úrdráttur úr pistlinum er að finna í Moggableðlinum.
Arven fra Island Norge står i historisk gjeld til Island og må gi landet lån uten betingelser, mener Eva Joly.
Idet jeg starter på denne artikkelen, tvinger aktualitetsbildet meg til å forandre på temaet jeg hadde tenkt å behandle. Jeg hadde til hensikt å skrive om hvordan kontoret mitt fungerer, og jeg ville fortelle om komitéhøringene av de oppnevnte EU-kommissærene, som startet mandag i denne uken. Men beslutningen til den islandske presidenten Olafur Ragnar Grimsson om ikke å ratifisere IceSave-loven og dermed fremtvinge en folkeavstemning, forekommer meg nå viktigere å kommentere, fordi dette spørsmålet fortsatt er dårlig forstått og utredet i norske medier.
Først og fremst: IceSave-problematikken er et europeisk spørsmål og ikke en konflikt mellom Storbritannia, Nederland og Island, som mange vil ha det til. IceSave-loven har til hensikt å gi statsgaranti for de beløpene London og Haag mener de har rett til å kreve av Island for å dekke det de har utbetalt til sine borgere som tapte penger på grunn av Landsbankis «konkurs». Formen er i stor grad blitt påtvunget Island: et lån på 3,8 milliarder euro til 5,5 prosent rente, et lån som skal nedbetales frem til 2024. Sparerne i IceSave var mange, tiltrukket av de rekordhøye rentene i denne spareordningen. Ifølge London og Haag skal Reykjavik ha ansvaret for dette beløpet fordi IceSave var en avdeling av en bank (Landsbanki) med hovedkontor i Reykjavik, og ikke en selvstendig, juridisk enhet underlagt Londons eller Haags jurisdiksjon og deres garantifond. Jeg har ved flere anledninger understreket at de britiske og nederlandske kravene og metodene er overdrevne og illegitime. Man kan ikke forlange av noe land å gi frivillig avkall på 50 prosent av sitt bruttonasjonalprodukt, at det skal sette seg i gjeld for flere årtier og sette samholdet i samfunnet på spill. Det burde være utenkelig å forsøke å oppnå dette gjennom press fra Det internasjonale pengefondet, eller ved å bruke antiterrorlover. Island har bare delvis ansvaret for situasjonen. Islendingene nekter ikke å påta seg ansvar, men ønsker å gjøre det på betingelser som ikke tvinger landet i kne. De anerkjenner sine feil. Ansvaret ligger også hos de britiske og nederlandske myndighetene. De har ikke villet ta den kontrollrollen som EU-direktivene pålegger dem, selv for juridiske avhengige avdelingskontorer som opererer fra et hovedkontor utenfor EU. Storbritannia og Nederland leste EU-direktivene gjennom egeninteressens deformerende prismer. Derfor var det en margin for ansvarsdeling i forhandlingene som ikke burde ha resultert i at Island betaler 100 prosent av garantien. Briter og nederlendere overser at reglene ikke var laget for sammenbruddet av hele banksektoren i et land. De overser de artiklene i direktivene som presiserer hvordan deres egne kontrollorganer skulle ha forholdt seg til IceSaves aktiviteter. Dette er en lesning hvor leseren tar seg friheter med jussen. President Grimssons utspill åpner for nye perspektiver. I forrige uke kom det frem i flere artikler, hvorav en lederartikkel i Financial Times, at dette er et europeisk problem som illustrerer behovet for reform av hele det finansielle systemet, og at regjeringene i London og Haag har misforstått. FTs lederskribent understreker at det er meningsløst å drepe Island. Flere ansvarlige europeere følger i FTs fotspor. Jeg tenker på den spanske utenriksministeren Miguel Ángel Moratinos, som nylig erklærte at Islands medlemskap i EU var en helt annen sak enn IceSave-saken. Det samme sier den britiske utenriksministeren David Miliband, som dermed snakker sin egen statsminister midt imot. Islands posisjon får også støtte av Litauen og Latvia. Men fortsatt er støtten til Island for beskjeden. På bakgrunn av alt dette er Norges avventende holdning overfor Island uforståelig. Det er likeledes en geopolitisk feilvurdering. Island råder over store naturressurser og havområder. Landet har en nøkkelposisjon i nordområdene og er en viktig partner for Norge. For Island gjør Norges holdning forskjellen. Men egentlig er det helt andre grunner enn de juridiske og geopolitiske som gjør at vi bør støtte Island. Frem til begynnelsen av 1600-tallet var Magnus Lagabøters landslov uleselig for andre enn en håndfull nordmenn som kunne islandsk. Heimskringla fantes i noen ganske få eksemplarer her i landet, inntil sagaene ble tatt i bruk i det norske nasjonsbyggingsprosjektet fra 1830-årene, gjennom nye oversettelser. Hvis ikke islendingene hadde passet på språket og litteraturen sin vår kunne hele sagatradisjonen forsvunnet ut i intet og vi ville ikke ha noen Bjørnstjerne Bjørnson å feire i år. Dette er kanskje en tankerekke som ligger langt fra oppryddingen etter bankkrisen, men rent kulturhistorisk er Norge og Island for alltid sammenbundet. Island var et fristed for norske opprørere av mange slag i landnåmstiden, og trafikken frem og tilbake over Nordsjøen varte i århundrer. Vi er nære slektninger. Det er ikke mer enn rett og rimelig at vi strekker ut en hånd og hjelper dem som i århundrer gjemte på vår kulturarv der de frøs i jordhytter og sultet av mangel på korn og grøntfôr, men tviholdt på litteraturens betydning. Mens vi i Norge slapp taket i det gamle og etter hvert ga det opp. Har vi også glemt Islands innsamlingsaksjon for Norge etter andre verdenskrig? La oss gi et betingelsesløst lån til Island! Eva Joly er medlem av Europaparlamentet for De grønne i Frankrike. Hun har tidligere etterforsket noen av de største korrupsjonssakene i Europa, og hun er rådgiver for lederen av etterforskningen etter bankkollapsen på Island. Hun er fast spaltist i Morgenbladet. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2010 | 18:09
Nú er að bíða og sjá
Ég hef alltaf haft trú á karlinum, sérstaklega þegar hann lék Skattmann. Hlutverk forseta fór hann ágætlega með þar til hann lét glepjast af útrásarfábjánunum.
Ég held samt að hann muni skrifa undir og það byggi ég á því að við höfum oftast verið sammála við Óli. Ekki misskilja, við höfum ekki staðið í koddahjali saman, en við höfum hitt hvort annað.
Ég vann lengi fyrir Norðmenn og luma því á mörgum góðum ráðum um sparnað og get útdeilt mörgum uppskriftum af naglasúpu. Svona þegar kreppan skellur á....
Blaðamannafundur í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.1.2010 | 13:39
Palli ekki lengur einn í heiminum....
Ég er þeim hjartanlega sammála og tel að okkur sé ekki viðbjargandi fyrr en við viðurkennum vanmátt okkar til að stjórna frekjunni og gróðafíkninni.
Skora á alla þá sem vilja vera í liði þeirra sem axla ábyrgð. Það er engin munur á útibúi´Landsbankans á Hvolsvelli og Hull. Ríkisstjórn Íslands ber ábyrgðina og ríkisstjórnin erum við.
Ég kvíði því ekki að þurfa að minnka neyslu á óþarfa, flestir eiga nóg af fötum til næstu tuttugu ára.
Við, Íslendingar erum feikna flink, getum hannað upp úr gömlu og verið fín. Það eru mörg sóknarfæri í ýmiskonar framleiðslu sem útlendingar munu gleypa við. Það er að segja ef við opnum ekki landið fyrir mengandi glæpa fyrirtækjum.
Sýnið nú af ykkur dug, framsækni, kjark og heiðarleika. Takið þátt í að byggja upp Ísland með heiðarlegum vinnubrögðum.
Skora á forsetann að staðfesta Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2009 | 10:54
Maður að meiri.
Mér finnst það gott til þess að vita að Gerrard (minn maður í boltanum) skorist ekki undan ábyrgð og standi með sínum manni.
Það er eins og ég er að reyna að kenna krökkunum (nemendum mínum) að tryggð eða trúmennska sé einn af höfuðkostum þeirra sem það hafa til að bera.
Ég er orðin grjótleið á lélegu gengi minna manna, en ég stend með þeim þó þeir falli um deild á hverju ári.
Það er ekki nema að þeir gerist sekir um spillingu, mútuþægni og annað álíka að ég sný við þeim baki. Ég held að þeir séu að gera sitt besta og ég styð þá 100%.
Ég ætla að fara inn í jólahátíðina án þess að fjalla um pólitík, sú tík verður að bíða þar til á nýju ári, en þá kæru bloggvinir ætla ég að láta vaða......... Jafnvel að hugsa um að bjóða mig fram.....
Þangað til: Óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hugsum um litla Jesúbarnið og þeim gildum sem hann á að hafa komið hér og reynt að kenna okkur.
Gleðileg jól!
Gerrard stendur með Benítez | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2009 | 10:03
Frábært!
Þetta eru fréttir í lagi. Ég er búin að kaupa DV diskinn með strákunum okkar og nú ætla ég að vera spök fram yfir jól. Auðvitað geta orðið undantekningar á því, þ.e.a.s. ef ófyrirgefanleg leiðindi verða leidd í ljós.
Þangað til mun ég lesa ljóð og hugsa til allra drengjanna okkar síðustu 50 árin
Ísland, farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir, hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld.
Róbert samdi við Rhein Neckar Löwen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 14:18
Þá verður að svíða sem undir míga
Mig hættir til að vorkenna þeim sem brjóta af sér, en með þrotlausri vinnu hefur mér tekist að slá aðeins á meðvirknina og fundið orkunni minni annan farveg.
Vonandi tekst Tiger og Elínu að vinna farsællega úr svikum hins fyrrnefnda. Það er sárt til þess að vita hvað svik eitra öll sambönd. Þá á ég við öll svik, ekki bara framhjáhöld. Oftast bitnar þetta harðast á fórnarlömbunum en svikararnir sleppa.
Tiger sagður örvinglaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2009 | 07:55
Og?
Alltaf þegar ég hef eytt um efni fram, þarf ég að draga saman seglin.
Neyðarlögin voru sett til að tryggja innistæður fólksins í landinu! Og einnig til að tryggja það að bakarnir færu ekki á hausinn. ´
Hver er munur á útibúi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi annars vegar og hins vegar Hvolsvelli og Akureyri. Muinð lögin um Jafnræðisregluna.
Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur ákváðu að ganga í ábyrgð fyrir innistæður reikningseigendur og settu þar með ríkissjóð í þessa stöðu sem hann nú er.
Það vorum við sem kusum þau á þing og berum því ábyrgð á þessu.
Ef ég mætti spóla til baka, þá hefði ég látið þessa einkabanka fara á hausinn, borgað fólkinu lámarkið eða trygginguna upp á ca 3 milljónir. Þá þyrftum við ekki að vera skera niður velferðarkerfið eða útbúa víxil sem barnabörnunum okkar er ætlað að greiða.
Þessi græðgi í Íslendingum er óhugnanleg, mér er illt. Það versta er að fæstir virðist ætla að læra af þessu.
Man einhver eftir sögunni um Litlu gulu hænunni?
Guð blessi ÍSLAND!
Skert lífskjör og kaupmáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2009 | 14:27
Hreyfingin hvað?
Ég var að lesa inni á fréttavef RÚV að Hreyfingin (þrír þingmenn) fordæmi
vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og telji að núverandi stjórnarmeirihluti hafi
verið kosinn "á röngum forsendum"!!! Ef einhver er á þingi á röngum
forsendum þá eru það þessir blessaðir aular Hreyfingarinnar sem komust inn á
þing í nafni Borgarahreyfingar og var trúað til góðra verka á sínum tíma. Ég
mundi hlæja ef ég væri ekki DAUÐ-þreytt á þessu liði.
Bara svona smá innlegg í umræðuna.
Hlustaði á Roger Boyes í Silfri Egils, þótti það merkilegt. Velti samt fyrir
mér hverjir voru hans helstu heimildarmenn. Skrýtið að heyra útlending tala
svona tæpitungulaust (og illa) um Davíð Oddsson. Jón Ásgeir fékk útreið, en
ekkert í líkingu við Davíð, og svo gat hann ekki neitað því að hann teldi
Íslendinga vera í sjálfsvorkunnarkasti - eða þannig. Er að hugsa um að
nálgast bókina hans Meltdown Iceland.
Í morgun barst mér þetta bréf frá góðri vinkonu minni. VIldi bara deila því með ykkur, því ég er henni hjartanlega sammála eins og oftast´áður.
Þetta viðtal við Roger Boyes í Silfrinu var líka frábært. Hvað fannst ykkur?
Segjast ítrekað hafa beðið um að leynd yrði aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2009 | 11:34
Afnemum forréttindi.
Hvað með forréttindi flugfólks. Tollurinn í hverri ferð. Sendiráðsstarfsfólk, það yrði of langt mál að telja upp öll þau forréttindi sem það góða fólk nýtur. Hvað með þingmenn og marga embættismenn. Hæstaréttadómara og fleiri.
Ég mun ekki taka mark á þessari stjórn sem kennir sig við jöfnuð og réttlæti, fyrr en hún afnemur þessi forréttindi sumra, sem eykur á stéttskiptingu og annan ójöfnuð.
Ef fólk vill meina að ég sé bara öfundsjúki asninn fyrir það eitt að vilja afnema forréttindi einstakra Íslendinga, þá verður það bara að hafa þá skoðun.
Ég þoli ekki mútugreiðslur: Bjóða í lax, bjóða hitt og þetta.
Þoli ekki heldur þessar földu greiðslur til sveitastjórnar' og þingmanna.
Hvern fjandann á það að þýða að greiða fólki tugi þúsunda fyrir eina fokking fundarsetu????????????
Lifi Ísland! (Án spillingar)
Boðar afnám sjómannaafsláttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni