Færsluflokkur: Dægurmál

Rúm 6 ár

Ég hætti að blogga fyrir rúmum sex árum.  Ég var bara að kíkja hérna inn, athuga hvort ég myndi lykilorðið mitt og svona.

Mig langar að segja margt, en það þýðir víst ekkert að vera að reyna að koma vitinu fyrir fólk.  Alla vega er Trump orðin forseti Bandaríkjanna og Bjarni Benediksson Von Engeyingur orðin forsætisráðherra þjóðarinnar.

Gengi krónunnar í uppsveiflu og allt eins og blómstrið eina í hugum þeirra sem kæra sig kollótta um hlýnun jarðar og hvað geti gerst í framtíðinni.  

Bið ykkur að lesa stórgóðan pistil sem ég las fyrr í dag

Hvort ég kem hér inn aftur, veit ég ekki, en kannski.

http://stundin.is/pistill/heiglum-ekki-hent/

 


Allt of seint félagi.

Í alvöru, er þessi umbótanefnd fyrst að komast að því núna að það sé veikleiki í starfi flokksins.  Ég hef verið með frá stofnun flokksins og hef fylgst ágætlega með. 

Ég sat á fremsta bekk á frægum fundi sem haldin var í Þjóðleikhúskjallaranum og þá var ég þess fullviss og hef verið síðan að forysta flokksins væri á villigötum, en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að flokkurinn í heild hefði að geyma jafn marga sjálfhverfa eiginhagsmuna hægri krata og raunin hefur verið á. 

Ég verð alltaf döpur þegar ég hugsa um þá staðreynd, hversu illa samstarf vinstri flokkanna hefur tekist til.  Órólega deildin í Vinstri grænum og svo hægri armurinn í SF.

Hvenær getum við búist við afli í pólitík sem hefur það ekki bara á stefnuskrá sinni heldur líka að leiðarljósi að jafna aðeins hlut landsmanna, vernda náttúruna, hlusta á velmeinandi fólk, jafnvel þó að þeir sé „bara“ heimsfrægir popparar.  Hlusta á fólk úr grasrótinni?  Vera ekki þessi fjandans merkikerti að halda að þeir séu yfir það hafnir að hlusta á kjósendur.

Fari það bölvað, ég var ekki ánægð að finnast ég tilneydd til að segja mig úr Samfylkingunni, en þegar maður hefur orðið fyrir svona hrikalegum vonbrigðum með bæði þá og það sem maður trúði á, verður maður einfaldlega að taka afstöðu og bregðast við.

Ég er enn að vona að það komi einhver önnur skýring á, hversvegna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir brást svona rosalega. Ég á við einhver önnur skýring en að hún hafi bara verið svona gráðug í sinn karrier að hún hafi bara ekki séð hvert hún stefndi með þjóðina.

Ég er tiltölulega ánægð með Dag og Oddnýju,  auðvitað hrópa ég ekki HÚRRA fyrir auknum álögum á borgarbúa, og þá sérstaklega barnafólk, en bíðið við...  Hverjir eiga að borga og hverjir eiga ekki börn?   Við verðum að borga eftir allt helvítis fjandas sukkið og svínaríið.  VIð verðum að fara að átta okkur á því að ríkið erum við og við erum ríkið.   Við höfum látið blekkjast  og þurfum að greiða fyrir það.  Það er alltaf svoleiðis!


mbl.is Afhjúpar veikleika flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir það

Að sjálfsögðu, við hverju var að búast.

Ég er talsmaður hærri skatta, frekar en að ráðast á velferðarkerfið.  Jón Gnarr borgarstjóri vor þorir, vill, getur og kann að koma heiðarlega fram. 

Mér finnst það órtrúlegt að heyra fólk kveinka sér undan hærri sköttum, mér prívat og persónulega finnst það ekkert gaman að þurfa að borga meira, en það veitir mér öryggiskennd að ég skuli vera í þeirri stöðu að geta greitt meira og þannig lagt mitt að mörkum að minna verði um fátækt og ekki eins harkalega skorið niður í velferðarkerfinu.

Gleymum því aldrei hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu.... ALDREI!


mbl.is 7000 krónur á fjögurra manna fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæltu manna heilust.

Halldór og Jakob eru ekki einu drullusokkarnir í þessu máli, þótt allavega annar sé über skítseiði, þá megum við ekki gleyma því að það eru einhverjir aðrir sem eru að afskrifa lánin á þá.  Hvað eru þeir með leyfi?

Nafna mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er ein af fáum í Þingmannaliði SF sem ég hef mætur á.  Mér líst betur á borgarfulltrúana.

Þið munið vonandi að ISI var sú eina sem sagði sig úr Seðlabankanum áður en til stjórnarslita kom milli SF og Sjáfstæðisflokksins.

 Ég er að íhuga að fara að dæmi Eric Cantona og taka út allt  mitt fé út úr bönkunum fyrir 7. desember.  Væri búin að því ef sá hinn sami E C hefði ekki verið þvílíkur Muari að það stafaði alltaf hætta af honum.


mbl.is Sagði þá vera drullusokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég auglýsi eftir litlum gulum hænum.

Ég sé að þessari ríkisstjórn ætlar ekki að takast að taka á skuldavanda heimilanna.  Og, ekki eru nú þeir sem bíða á hliðarlínunni vænlegri, nema síður sé!

Ágætu bloggarar, nú langar mig til að biðja ykkur um að hjálpa mér að koma vitinu fyrir þessa „aula“

Ekki bara ríkisstjórnin, heldur flestir Íslendingar haga sér eins og fluga í dauðateyjunum eða alki sem er búinn er að mála sig út í horn, en neitar að gefast upp og horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að ekkert mun hjálpa honum annað en að gefast upp fyrir Bakkus konungi og leita sér hjálpar.

Millistéttin vælir og skælir, auðmenn grjót halda kjafti, í stað þess að rétta út hjálparhönd og á meðan blæðir þjóðinni út.   Auðvitað er almenn skuldaniðurfærsla ekki fær, það ættu allir viti bornir menn að sjá, það þarf enga háskólagráðu í að skilja það.

Ef að þjóðin skuldar, þá þarf að borga, eða er það ekki nokkuð ljóst?  Hverjir eiga þá að borga?  Ríkið?  Já, auðvitað og við erum ríkið.

Nú er það þannig að einhverjir á einhverjum tíma hafa ákveðið að sumar stéttir eigi að fá laun, helst undir fátækramörkum og þeir sem það gerðu, ættu auðvitað að skilja að þeir eru ekki borgunarmenn fyrir klúðrinu sem fyrri ríkisstjórnir bera vissulega ábyrgð á.  Hverjir þá?  Eruð þið með hugmyndir ágætu lesendur? 

Í mínum huga er það á kristaltæru.  Það eru þeir sem eru borgunarmenn fyrir sínum íbúðarlánum og ég og fleiri sem skuldum lítið eða ekki neitt.

Eigum við að fórna velferðakerfinu sem hefur tekið okkur mörg ár að byggja upp, fórna öryggi landsbyggðarbúa, vegna þess að við erum svo djöfulli sjálfhverf að við sjáum ekki út fyrir eigingirnina og frekjuna sem viriðst landlæg hér á meðal okkar.

Ég hef reiknað það út að ef 50.000 manns myndu borga 10.000,- á mánuði myndi það gera 1000 milljónir á mánuði.  Svo væru einhverjir sem gætu séð af 20.000.- og aðrir meira.

ÉG er að tala um að skuldaniðurfelling fyrir okkur sem þurfum ekki á því að halda, hjálpar ekki, heldur eykur verðbólgu og mun bitna á lífeyriskerfinu okkar.  Það þarf ekki einu sinni hagfræðing til að segja okkur þetta, en afneitunin virðist vera algjör, hjá flestum okkar.  Við ætlum að fá, fá, og endalaust fá.

Hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi, ekki þeim sem hafa nóg en vilja meira.  Tökum litlu gulu hænuna til fyrirmyndar og komum tréhestunum í skilning um að það sé okkar eina von....

Ef þið eruð í beinu sambandi við Steingrím og Jóhönnu segið þið þeim að þið þekkið litlu gulu hænuna og hún sé tilbúin til að gefa ráð og leggja hönd á plóg.

Bestu kveðjur til ykkar frá

minnstu gulu hænunni.

 


mbl.is „Þetta eru ekki samráðsfundir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á

Þar sem meiri hluti þjóðarinnar er búin að dæma þetta fólk, finnst mér skylda þingmanna að sjá til þess að þau verði ákærð.  Öðruvísi munu þau aldrei geta sannað sakleysi sitt.

Mitt álit er það að þau séu sek um vanrækslu, sem er aðallega fólgin í þægni og þöggun.  Ef það eru einhverjir sem ég vildi fá að sjá dæmda fyrir stóra glæpinn, þá eru það eftirfarandi menn:  Davíð Oddsson,  Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Finnur Ingólfsson.

Þeirra glæpur má aldrei fyrnast, þau verða skráð í söguna.


mbl.is Þungbær skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert bara þú, bara þú sem....

Kæri Jón Gnarr!

Í Guðs bænum haltu áfram að vera þú.  Segðu alltaf það sem þér finnst, alveg eins og þegar þér datt eitt augnablik í hug að hætta við að reyna að hjálpa okkur til að vera þær manneskjur sem ég „aum“ held að við öll viljum vera.   Nei Joke sagðir þú í kjölfarið, en það fékk okkur til að hugsa, kannski að orð þín fái „smáborgarana“ til að hugsa.  

 Heimurinn er fullur af bölvuðu klámi og ég held að þú sért miklu betur til þess fallinn að draga úr því heldur en Sóley og Hanna Birna, jafnvel þótt þær legðust á eitt með það.

Borgarstjóri minn, ég dýrka þig og dái og vona að aðrir sjái það sem ég sé.  Djúpvitran mann sem hefur gæsku og gleði að leiðarljósi.englar


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skal endinn skoða

Ég hefði viljað sjá Rögnu áfram sem Dómsmálaráðherra.  Og ef ég hefði mátt ráða, þá hefði ég skipt flestum út fyrir þessa ráðherra sem skipa fyrstu vinstri stjórn á Íslandi.

 Ég er farin að skilja afhverju vinstri menn eiga ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna kjósanda.

Hvernig stendur á því að þetta fólk sem maður treysti til að leiða okkur út úr „kreppunni“ hugsi fyrst og fremst um eigin hag.  Þeir þóttust ætla að upphefja betri vinnubrögð en eru engu betri en klíkukjaftæðið í hinum svokölluðu hægri flokkum, þ.m.t. Framsóknarflokkurinn.

Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti snúið baki við Samfylkingunni og Vinstri grænum.  Það er svo komið fyrir mér og mörgum skoðanasystkinum mínum að Besti flokkurinn er okkar bjartasta von.

Bendi á pistla Benedikts Erlingssonar http://dagskra.ruv.is/morgunutvarpid/pistlar/benedikt_erlingsson_var_i_sinu_i_vikulegu_spjalli_5400/

Það er vel þess virði að hlusta á þá alla og spyrja sig síðan að því hvort þessi djúpt og rétthugsandi maður gæti ekki orðið prýðilegur forsætisráðherra, jafnvel einræðisherra.

Ég er döpur yfir ástandinu og Árni Páll, þú ættir að hafa betri ráðgjafa.  Ég býð mig fram......

 


mbl.is Fjórir á leið úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að bleyta í sér.

Ég er alveg harðákveðin í að fara í nætursund þegar ég er búin  hlýða á Útvarp Sögu í fyrramálið um áskorun a Jón Gnarr að stofna Besta bankann. Besti Bankinn á Útvarpi Sögu kl.8:40 í fyrramálið.
mbl.is Nætursund í Laugardalslaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil

Það ótrúlega gott að fá að vita þetta.  Nú getur maður farið að spyrja kynsystur sínar í hvaða spjör þær kjósa að vera þegar þær hafa mök eða stunda kynlíf.  Maður hefur heyrt um konur sem finnst það óskaplega spennandi að vera í einskonar hempu og ein sem ég þekkti fannst voða gaman að vera bara í brókinni.

Ef þær eru feimnar eða þurfa að fela eitthvað þá má nú benda á það að það má slökkva ljósið og myrkvunargardínur fást í rúmfatalagernum.

Ég mun sofa miklu betur eftir að hafa heyrt um þessi vísindi.  Ég ætla að prófa mig áfram eftir því sem (kyn) orkan og karlinn leyfir mér.  Læt ykkur vita í haust, já eða næsta haust hvernig þetta virkar.


mbl.is Konur stunda kynlíf í klæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband