Færsluflokkur: Dægurmál
12.7.2010 | 12:00
Þá er bara eitt að gera Katrín
Láttu rannsaka lygarann sem hlýtur að vera framkvæmdastjóri Magma. Ekki gerast svo léleg að ráðast að boðberanum.
Ég hef verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar frá upphafi en þeim stuðningi er lokið. Þið þarna á þingi hlaupið í vörn í hvert skipti sem þið verðið uppvís af lélegum og óheiðarlegum vinnubrögðum og ráðist oftast á boðberann í stað þess að láta til ykkar taka með því að láta hið rétta koma í ljós.
Ekki er langt síðan að þið þögðuð þunnu hljóði þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir þáði milljóna styrki frá hagsmunafyrirtækjum. Það er ekki okkar að svara fyrir einstaka þingmenn i
Á hinum almenna vinnumarkaði þurfa starfsmenn að taka ábyrgð á sínum gerðum og það er yfirmanna að sjá til þess að þeir geri það. Oft er það gert með þeim hætti að fólki er gefin kostur á því að segja af sér, annars rekinn. Hversu langan tíma á fólk að hafa til umþóttunnar? Sá spyr sem ekki vei en telu að í spillingarmálum af hverskonar tagi eigi að grípa til aðgerða núna eða strax.
Ef að þetta er úr lausu lofti gripið af Svandísi Svavarsdóttur, þá skora ég á þig Katrín Júlíusdóttir að láta rannsaka málið tafarlaust og stoppa þá ákvörðun Árna Sigfússonar og hans fylgifiska að selja HS ORKU.
Annars er ég döpur yfir því hvað fólk er rólegt yfir þessum gjörningi að leyfa sölu á orkufyrirtækjum sem byggð hafa verið upp af almannafé. Ég hef reynt að fá fólk til að fara í mótmæli en það virkar ekki. Fólki virðist sama og hvað get ég svo sem gert annað en að halda áfram að rífa kjaft sjálfri mér til hugarhægðar og öðrum til leiðinda.
Lát heyra!
Veitti Magma ekki ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 14:18
Mæli með Pétri
Ég hef ekki og mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en ég vil samt fá að segja skoðun mína á framboði Péturs.
Að mínu mati fer þar maður sem er heiðarlegur, talar skýrt og enginn velkist í vafa um hvert hann er að fara í þeim tillögum, tilsvörum eða öðru sem hann lætur frá sér fara.
Það má vel vera að hann eigi digra sjóði einhverstaðar, hann mun örugglega skýra frá því ef eftir því er spurt.
Bjarni Ben er af gamla Kolkrabbaveldinu og því fullkomlega vanhæfur, það ætti öllum að vera það ljóst, ekki síst vena tengsla hans við fjármálafyrirtæki og önnur vafasöm viðskipti.
Áfram Pétur Blöndal. Kannski er þinn tími kominn.
Pétur vill formanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2010 | 10:04
Ég hefði kosið Framsókn.
Ég held að úrslitin á Hvolsvelli sýni okkur að við ættum að einhenda okkur í að breyta kosningalöggjöfinni. Í öllum flokkum er bæði gott og vont fólk. Í Hvolsvelli hefði ég kosið Framsóknarflokkinn, því þar er einvalalið á ferðinni.
Til að vera góður stjórnmálamaður þarf maður að hugsa út frá heildinni þegar teknar eru ákvarðanir. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fara með völd og að mínu mati fáum treystandi til að fara með þau.
Ég er ekki alveg óhlutdræg þegar ég segi að ég telji Ísólfi Gylfa og hans meðreiðarsveina búa yfir þeim kostum sem til þarf að gera gott sveitarfélag að betri stað til að búa á. Ég óska þeim til haminjgu með traustið sem þeim er sýnt og velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem blasa við Sunnlendingum núna.
Nýr meirihluti í Rangárþingi eystra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2010 | 21:24
Segðu af þér.
Már Guðmundsson. Ef þú ert ekki ánægður með 1 milljón á mánuði í laun, segðu þá af þér. Við eigum ekki að greiða neinum meira en eina millu á mánuði. Ekki forsetanum heldur.
Fjandakornið, fólk er farið að svelta á Íslandi. Ég á verulega bágt með að hafa hemil á mér, sérstaklega hvað varðar, háttsetta embættis', stjórnmálamenn og aðra menn ekki síst verkalýðsforingjana em hafa hátt í milljón og meira í laun á mánuði.
Takið ykkur saman í andlitinu, lækkið öll laun niður í 5-600þús á mán. Það er ósanngjarnt að þeir sem minnst hafa eiga bera hitann og þungann af klúðrinu sem við erum í vegna embættisafglapa stórnmálamanna og þeirra meðreiðasveina.
Ræddi ekki beint við Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.6.2010 | 09:04
Ég hlakka til
Ég er að vona að gamlir Tvíhöfða og Fóstbræðra þættir verði sýndir trekk í hvað næstu árin. Það er að mínu viti bestu skemmtiþættir í útvarpi og sjónvarpi sem ég hef séð og heyrt.
Svo skemmir það ekki að það mun auka fylgi Besta Flokksins. Því grín bætir, hressir og kætir og ég reynsla mín af lífinu hefur kennt mér að BEST sé að ná til fólks með spaugi. Ég tala nú ekki um´þegar alvarlegir hlutir eins og niðurskurður er gert að skemmtiefni. Eins og t.d. niðurskurður á alþingismönnum hahaahhahahaaaaaaaaa
fækka öllum jólasveinum í einn Ég er viss um að Jóni Gnarr var dauðans alvara með það hahaahahahahaaaa. Og allskonar fyrir aumingja. Hverjir eru aumingjar? Það er auðvitað stóra spurningin og fær hver að túlka það að eigin vild. Að mínu viti eru það fjárglæframennirnir sem eru aumingjarnir.......
Það er svo gaman að fabúlera um allskonar
Allt það besta komið frá Dönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2010 | 10:43
Hvað er til ráða....
Í gær náði öskuský að elta mig alla leið upp í Borgarfjörð. Þetta var til leiðinda, en ég held að Reykvíkingar séum að sleppa svo vel frá þessu að við ættum að fara í einhvern góðan galla, fá okkur grímur og skunda austur fyrir fjall og reyna að hjálpa til frekar en að kvarta.
Mér skilst að vinnuvélar, dráttarvelar og stærri verkfæri hafi svo lítið að gera að það mætti hugsa sér að moka skurði og moka öskunni ofaní. Rækta svo birki ofan á öskubingnum til að hefta sand, mold og öskurok.
Suðurlandi sem er nú hvort sem er sundurskorið til að þurrka upp til ræktunnar. Það hlýtur að mega gera eitthvað....
Annað mál er: Mér finnst að við ættum að búa okkur undir frekari áhlaup frá bæði Eyjafjalla og Vatnajökli. Í ljósi sögunnar getum við ekki vænst þess að þessi ósköp séu bara búinn bless.
Óróinn hélt áfram í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2010 | 23:57
Ekki leiðinlegt
Ég er sannfærð um að það er skemmtilegt bæði hjá og með þeim. Vildi óska að ég væri meira en fluga á vegg, Flugurnar geta bara suðað og verið til ama.
Ég gæti trúað að þau séu að bollaleggja sýningar á The Wire þáttunum í luxussalnum í Smáralind. Það verður bara flott að fá þættina í almenna sýningu. Þeir eru uppbyggjandi og sýna manni ansi skrautlegar hliðar á mannskepnunni.
Hvað sem öðru líður ég er ánægð ef tekst að halda íhaldinu frá orkuveitunni og öðrum verðmætum. Hinsvegar vil ég nefna það að mig undrar ekki vinsældir Hönnu Birnu, Hún er frábær stjórnandi og tókst að fá fólk til að vinna saman í sátt og samlyndi, það er annað en á stjórnarheimilinu þar sem hver höndin er upp á móti hinni.
Hún Hanna Birna þarf bara að sjá ljósið og skipta um flokk. Hún á ekki að vera í slagtogi við þessa dela sem eru með henni í Sjálfstæðisflokknum.
Ég sendi bæði trú von og kærleika inn á leynifundi Besta flokksins og Samfylkingar. Í báðum flokkum er öndvegis fólk.
Trúnaðarsamtöl á leynifundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2010 | 13:18
Og hvað með það!
Þó að sala á nýjum dráttarvélum dragist verulega saman, þá lít ég það svipuðum augum og fækkun stórmarkaða.
Bændur hafa eytt milljörðum í tæki og tól síðustu ár og það er nóg til næstu ára. Það er auðvitað slæmt fyrir kaupmenn, heildsala, og svo videre. En við getum menntað eitthvað af þeim fjölda af atvinnuleysingju í að gera við gamla Farmala og Fergusona.
Hvað er að Íslendingum, hvurslags eyðslufíkn og gróðahyggja er í gangi. Er ekki mest um vert að halda heilsunni í lagi, gleðinni í samböndum okkar við hvert annað.
Ég vona og ég óska að Besti flokkurinn getir fært okkur meiri gleði og heilbrigðari forgangsröðun.
Væla yfir hruni á sölu dráttarvéla! Ég væli yfir öllum dragbítunum í okkar samfélagi...
Hrun í sölu dráttarvéla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.5.2010 | 19:19
Frábært!
Það er frábært að fá Mörð í staðinn fyrir Steinunni Valdísi.. Ég vona að þetta sé ekki of seint í rassinn gripið hvað varðar landsmálapólitíkina, en Steinunn getur þakkað sér það sérstaklega að flokkurinn er rúinn trausti.
Það er alveg skelfilegt að flokksforystan geti ekki tekið betur á málum sem þessum. Ég efast ekki um að henni hafi verið lofað gulli og grænum skógum fyrir að segja af sér. Það mun koma í ljós.
Mörður! Sértu velkominn heim..... Hjálpaðu þessu liði til að taka til heima hjá sér og taktu hægri kratana til bæna..
Mörður fyrsti varaþingmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2010 | 00:13
Ég vona það svo innilega
Kjósendur í Reykjavík. ÉG treysti ykkur til að sjá í gegn um fjórflokkinn sem hefur ekki nennt að taka til hjá sér.
Núna bjóða sig fram menn og konur sem hafa fyrir löngu snurfusað heima hjá sér og eru tilbúin að fínpússa hjá okkur hinum.
Ég treysti Jóni Gnarr og félögum betur en sjálftökuliðinu sem halda að pólitík sé lögvendað fyrir þá sem sækja fundi í flokkunum og taka þátt í pallborðsumræðum.
Hver borgarfulltrúi er með varamann sem fær 200,000,- á mánuði fyrir að gera ekki neitt. Hugsið ykkur meira en verkamannalaun. Þeir þurfa jú að hafa hirðina með sér sem koma þeim í stólana......
Ég held að þessir stjórnmálamenn ættu að byrja á því að lækka sín eigin laun, og þá sérstaklega fyrir fundaseturnar sem þeir sitja í vinnutímanum sem þeir fá greitt rúmar fjögurhundruðþúsund krónur fyrir..... fá 50 þúsund kr. fyrir að sitja klukkustundarfund. Segjast þurfa undirbúa sig svo mikið. Þess þarf ég líka þegar ég sit fundi á mínum vinnustað.... en ég fæ ekkert aukalega fyrir það, því það er vinnan mín..... Þetta sjálftökulið er búið að mála sig út í horn....
Veitum Besta flokknum brautargengi á laugardaginn.. Það tapar engin á því nema þeir sem eiga það skilið......
Fyllist von fyrir hönd borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar