2.3.2010 | 10:35
Þakkarvert.
Það er bara dásamlegt til þess að vita að einhverjir líta þannig á málið. Það er ekki sjálfgefið að fólk geti séð í gegn um fingur sér háttalag Íslendinga undanfarin ár.
Mér sjálfri hryllir við og veit satt best að segja ekki hverning taka á þessum málum. Þó er ég þeirrar skoðunar að komandi kynslóðir eigi ekki að líða fyrir græðgi og óhemjugang minnar kynslóðar, þessvegna fagna ég því að einhverjir vilja hjálpa til svo endurreisnin gangi fyrr.
Sammála Jónasi Kristjánssyni að þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn sé grútmáttlaus, þá eigum við grasrótin að sjá til þess að skipt verði út ráðherrum en að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að þeir sem ollu hruninu, komist ekki að í nánustu framtíð.
Heia Norge! Fáninn ykkar er jafn fallegur og okkar. Lít á mig sem Íslending með norskt fjallablóð í æðum.
![]() |
Norðmenn eiga að aðstoða Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, er ekki best að eiga sem minnst undir norðmönnum eins og reyndar öðrum skandinövum. Þeir gera ekkert ókeypis og það er vissara að telja fingurna eftir að hafa tekið í hendur þeirra.
Ariel Ultra (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 10:55
Jæja Ariel Ultra. Ég hef nú reyndar bráðaofnæmi fyrir Ariel Ultra, en ég ætla að svara þér og vonandi fæ ég rökstuðning til baka.
Afhverju í ósköpunum ætti nokkur þjóð að veita okkur ókeypis hjálp? Afhverju ættum við ekki að þiggja hjálp frá frændum okkar á Norðurlöndum? Ekki fáum við hjálp úr vestri nema síður sé.
Um leið og Bandaríkjamenn þurftu ekki lengur á okkur að halda, þá fóru þeir og eftulétu okkur einhver hús sem Þorgils Óthar fékk síðan á silfurfati, blóðmjólkaði það besta úr, stofnaði nýtt eignarhaldsfélag utan um það en létt ruslið fara á hausinn og ætlast nú til að fá 500 milljónir afskrifaðar. Sem er minna en það sem hann hefur reitt fram í reiðufé fyrir allt saman.
Norðmenn kunna að fara með fé, líka sauðfé. Afhverju eigum við alltaf að haga okkur eins og unglingarnir sem ganga alltaf í berhögg við það sem foreldrarnir segja.
Hversu mörgum hefur ekki orðið hált á því að hlusta ekki á aðra, sem þó hafa verið farsælir.
Ég er ekki að segja að við eigum að apa allt eftir öðrum bara afþví að þeir segja það. Nei, við eigum að nýta okkur reynslu annarra til góðs.
Guð forði okkur frá amerísku kerfi, þar sem auvaldið ræður öllu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.3.2010 kl. 11:21
Óskaplega leiðist mér þegar fólk gerir manni upp skoðanir. Hvar sagði ég að við ættum að sækja eitthvað til ammríkuhrepps? En hvernig væri að við mörlandar færu að hífa okkur upp úr sjálfsvorkunn og aumingjaskap og fara að standa á eigin fótum?
Ariel Ultra (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:35
Fyrirgefðu, standa á eigin fótum? Auðvitað er ég sammála þér með það. En við verðum að viðurkenna að við þurfum hjálp og að mínu viti þá helst til að losa okkur við handónýta stjórnmálamenn.l
Ég er ekki sú týpan sem þjáist af sjálfsvorkunn. Hika ekki við að taka mér skóflu í hönd og taka á því. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. En þar sem þú sagðir í fyrsta kommenti þínu, að við ættum ekki að þiggja hjálp hjá þeim sem myndu taka eitthvað fyrir það. Ég vil ekki fá neitt fyrir ekki neitt, því það verður aldrei til góðs. Sbr. bankagjöfin. Við sáum hvernig það snérist í höndum þeirra sem stóðu að því. Bæði þeim sem létu bankana af hendi fyrir hönd þjóðar sinnar og þeirra sem við þeim tóku. Þá síðarnefndu eru að mínu viti glæpamenn og ættu að sitja inni. Hinir fyrrnefndu eiga ekki að koma nálægt stjórnun, senda þá í Hrísey í afvötnun og betrun.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.3.2010 kl. 12:02
Æi, þú heldur áfram að gera mér upp skoðanir. Við höfum örugglega ámóta mætur á útrásarvíkingunum og auðrónunum, að maður tali nú ekki um framsóknar- og sjálfstæðismenn. En ég stend á því fastar en fótunum, að fari norðmenn að veita okkur fjárhagslega aðstoð, vilji þeir frá meira í staðinn en okkur er skynsamlegt að láta af hendi.Það er ekki sama hvert endurgjaldið er. Það er eðlilegt að borga réttláta vexti og standa skil á afborgunum á gjalddaga, en það er fleira, sem norðmenn ágirnast. Það kom í ljós rétt fyrir hrunið, þegar Ingibjörg Sólrún og norskur starfsbróðir hennar gerðu "gagnkvæman samning" um Drekasvæðið, að þeir eru klókir við að fá það sem þeir vilja og það fyrir lítið. Nú erum við búin að afsala þeim mikilvægum réttindum þar með þessum samningi um "gagnkvæm réttindi". Þeir vilja líka ná veiðirétti í okkar fiskveiðilögsögu og vissulega stöndum við þar höllum fæti vegna frekju og ágengni íslenska kvótahyskisins. Svo mætti halda áfram, en vextir og afborganir lána eru svo allt annar hlutur.
Ariel Ultra (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 14:02
Norðmenn hafa hjálpað mér án skilyrða og þess vegna tala ég af eigin reynslu.
Ég var mjög hissa á þessu fyrst en áttaði mig svo á að Íslendingar eru dálítið mikið öðruvísi, að flestu leyti.
Stór hluti Ísendinga þ.e. heiðarlega vinnandi fólk, hefur alltaf staðið í lappirnar og staðið sig án hjálpar.
Sárt er að hugsa til þess að duglegasta og fátækasta fólkið hefur hugsað bæði um sig og haldið uppi embættis-klíkunni sem nú rær lífróður til að láta Brussel-guðinn sjá fyrir sér því heiðarlega vinnandi fólk getur ekki haft þessa embættis-mafíu lengur á sinni framfærslu.
Ástæðan er að embættis-mafían gerði heiðarlegt vinnandi fólk gjaldþrota. Svo mikil var græðgin!!! M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.3.2010 kl. 15:19
Takk fyrir innlitið Anna Sigríður. Við munum aldrei sleppa frá embættismannaklíkunni fyrr en við göngum í Evrópubandalagið. Heiðarlegt vinnandi fólk má sín enskis á móti Moggamafíunni.
Það er kristaltært í mínum huga að ganga í EU kemur hinum almenna vinnandi manni best. Hverjir eru það sem ekki vilja það? Jú, það eru bændur og útgerðarmenn. Hverjir eru inn á þingi? Jú aftur, það eru bændur, útgerðarmenn og svo Sjallavallarnir sem komu okkur í þær ógöngur sem við búum við í dag.
Það eru til heiðarlegir sjálfstæðismenn sem hugsa fyrst og fremst um þjóðina. Ég myndi treysta Þorsteini Pálssyni. Allur hans málflutningur segir mér að þar fer heiðvirður maður sem hugsar um heildina en ekki fámennar klíkur sem mergsjúga hinn almenna launamann.
Ég þekki Norðmenn að góðu einu. Hef verið í samneyti við þá í yfir 40 ár, bæði sem starfsmaður og vinur. Við getum lært býsna mikið af frændum vorum í Noregi.
Ég er alveg viss um að Norðmenn og Íslendingar munu fara inn í EU á næstu tú árum. Það er búið að ljúga þjóðina fulla með það að við inngöngu missum við auðlindir okkar, en það er ekki. Hins vegar ef við göngum ekki inn, þá er ég alveg viss um að við munum að endingu missa þær í hendur auðmanna.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.3.2010 kl. 15:42
It's Krimer's move
Black (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.