Hvað er til ráða....

Í gær náði öskuský að elta mig alla leið upp í Borgarfjörð. Þetta var til leiðinda, en ég held að  Reykvíkingar séum að sleppa svo vel frá þessu að við ættum að fara í einhvern góðan galla, fá okkur grímur og skunda austur fyrir fjall og reyna að hjálpa til frekar en að kvarta. 

Mér skilst að vinnuvélar, dráttarvelar og stærri verkfæri  hafi svo lítið að gera að það mætti hugsa sér að moka skurði  og moka öskunni ofaní.  Rækta svo birki  ofan á  öskubingnum til að hefta sand, mold og öskurok.

Suðurlandi sem er nú hvort sem er sundurskorið til að þurrka upp til ræktunnar.   Það hlýtur að mega gera eitthvað....

Annað mál er:  Mér finnst að við ættum að búa okkur undir frekari áhlaup frá bæði Eyjafjalla og Vatnajökli.  Í ljósi sögunnar getum við ekki vænst þess að þessi ósköp séu bara búinn bless.

Tökum saman höndum, hættum þessu volæði.  Allir sem vetlingi geta valdið ættu að geta fengið vinnu til að bjarga því sem bjargað verður.  Allir verka- og iðnaðarmenn gætu haft nóg að gera, hvort sem þeir eru inn eða útlendir.
Svona rétt í leiðinni! Tokum við til heima hjá okkur, lögum það sem aflaga hefur farið, endurnýtum og gleymum því að hagvöxtur hefur ekki endilega farið svo vel með okkur.  Sendum kaupmannastéttina í frí borgum þeim atvinnuleysisbætur og frystum lánin þeirra.  Fækkum mollunum niður í eitt (stolið frá BESTA)
Ég er sennilega af gamla skólanum, allavega eru dætur mína að stríða mér með því að minn tími
sé kominn, nú geti ég farið að sauma upp úr gömlu druslunum sem ég hafi verið að geyma til kreppuáranna.
Landar mínir og þeir sem búa hjá okkur, hættum þessu væli!  Það er til ráð við öllu nema ráðaleysi.  Látum ekki ráðaleysi hefta för okkar..   Njótum samvista og þökkum góða heilsu.

mbl.is Óróinn hélt áfram í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála með hamfarirnar þær eru rétt að byrja hvað kreppuna varðar þá eru stjórnvöld ekki með fólkinu í landinu og það getur ekki endað nema á einn veg með hörmunum!

Sigurður Haraldsson, 5.6.2010 kl. 11:33

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sigurður   Þetta hugarfar gegnsýrir þjóðina,  Það erum við sem kjósum stjórnvöld og þessvegna berum við ábyrgð á þeim.  Ég hef lýst því áður að ég sé ekki ánægð með núverandi ríkisstjórn.  Hana skortir þor og kjark til að takast á við vandann.  En Guð minn almáttugur, jólasveinarnir sem standa á hliðarlínunni og sem komu okkur í þetta ástand er eitthvað sem ekki má koma nærrii og helst aldrei.

Við eigum að vera duglegri í að láta í okkur heyra, halda áfram með búsáhaldabyltinguna.  Nota blogg og Faccebook til að neyða ríkisstjórnina til að hlusta á okkur.

Ég er til í kosningar í haust, fá þá í Besta flokknum til að halda utan um nýtt afl.  Við skulum afþví að við verðum  að taka meiri ábyrgð á því sem gert er hér.

Við þurfum öll að leggja hönd á plóg.  Það eru einkunnarorðin á mínum vinnustað, enda gengur hann mjög vel.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.6.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Með hörmungum á að standa þarna

Sigurður Haraldsson, 5.6.2010 kl. 18:43

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þessi fjandans aska er meira að segja komin hingað í fyrirheitna landið í Ólafsvík. Það væri réttast að reka leppalúðana á Suðurlandi hingað vestur til að þvo hroðann frá þeim af bílunum okkar.

Jóhannes Ragnarsson, 5.6.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband