9.6.2010 | 10:04
Ég hefði kosið Framsókn.
Ég held að úrslitin á Hvolsvelli sýni okkur að við ættum að einhenda okkur í að breyta kosningalöggjöfinni. Í öllum flokkum er bæði gott og „vont“ fólk. Í Hvolsvelli hefði ég kosið Framsóknarflokkinn, því þar er einvalalið á ferðinni.
Til að vera góður stjórnmálamaður þarf maður að hugsa út frá heildinni þegar teknar eru ákvarðanir. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fara með völd og að mínu mati fáum treystandi til að fara með þau.
Ég er ekki alveg óhlutdræg þegar ég segi að ég telji Ísólfi Gylfa og hans meðreiðarsveina búa yfir þeim kostum sem til þarf að gera gott sveitarfélag að betri stað til að búa á. Ég óska þeim til haminjgu með traustið sem þeim er sýnt og velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem blasa við Sunnlendingum núna.
![]() |
Nýr meirihluti í Rangárþingi eystra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér er sagt að kosningabaráttan hafi að mestu farið fram í Kristjánsborgarhöll.... bara að ég hefði nú verið þar.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.6.2010 kl. 22:40
Það er ekki auðvelt að vera stjórnmálamaður um þessar mundir. Vona bara að þeir allir geri sitt besta fyrir heildina.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.6.2010 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.