Sorglegt

 

Ég trúi ekki blint, það er fullt af fólki í SF sem ég er ekki sátt við en ég trúi því sem Ingibjörg segir og ég heyrði í fréttunum.  Trúi því ekki að hún hafi hótað henni heldur hafi hún varað vinkonu sína við, því tímar væru viðsjálir. 

Það getur oft reynst hvatvísum vel að vera áminntir um, að hugsa sig um áður en þeir tala eða gera.  Ég er ekki þar með að segja að Sigurbjörg sé hvatvís,  það hef ég ekki hugmynd um, var ekki á fundinum en ætla svo sannarlega að fylgjast með honum í sjónvarpinu annað kvöld.

 Ingibjörg Sólrún gerir mistök eins og við öll  mannanna börn,  þau hafa því miður verið of mörg upp á síðkastið og ég prívat og persónulega held að hún hefði átt að vera í veikindafríi síðustu mánuði, en hún hefur sennilega verið að fórna sér í stöðunni eins og allir ábyrgir gera.  Hún telur víst að ekki sé betra að íhaldið bjóði

Framsókn uppí og þeir í sameiningu eigi betra með að fela slóð. (mitt innlegg) Mér fyndist það sorglegra en tárum tæki ef það væri Ingibjörg Sólrún sem væri fyrst ráðherra til að segja af sér í þessari ríkisstjórn  það væri svipað og þegar Þórólfur þurfti að víkja úr borgarstjórastólnum fyrir samráð olíufurstana sem innvígðir og innmúraðir eru í Kolkrabba. og Sjálfstæðisflokkinn. 

Íhaldið hefur yfir að ráða ótrúlegri áróðursmaskínu.  Maður les það bæði í blöðum og bloggi að ISG verður fyrir miklu meiri árás en þeir Davíð og Geir og þeirra meðreiðarsveinar. Ekki hefur það enn heyrst að hún eða eiginmaður hennar hafi átt einhverja aðkomu að fjármálastofnunum landsins.

 Ekki er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eða hennar nánustu tengdir SI hópnum. Ég lýsi eftir því að bloggarar snúi sér í meira mæli að þeim sem hruninu ollu. 

 Ég get að sjálfsögðu ekki sagt til um það hverjir eru sekir  en þori að fullyrða að eftirtaldir voru ekki langt undan á þeim árum sem logið var að þjóðinni að hér væri betra að búa vegna kaupmáttaraukningar, sem hvergi ætti sér hliðstæðu:  Davíð, Halldór, Björn, Valgerður, Árni og allir þeirra meðreiðarsveinar og konur. Ég bið fyrir þjóðinni og vona að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komi heil heim og snúi sér að því sem hún er þekkt fyrir, eða segi af sér ella. Spillinguna burt! ÁFRAM ÍSLAND! Heart  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þú getur nú ekki sagt að Davíð hafi ekki fengið skellin. Engin hefur fengið hann sem Davíð.

En rétt hjá þér. Merkilegt hvað Geir er látin í friði. Hann ber hér mikla ábyrgð sem hann er ekki að taka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst helming fylgi síns og er ekki að fá það aftur.

Í mínum augum var þetta spilling / hótun eins og hún gerist mest. Sömuleiðis hefur ISG sýnt þjóðinni mikinn hroka við að segja fólkið sem mótmælir ekki þjóðina og að taka upp hanskann fyrir Árna Matt. 

Halla Rut , 13.1.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: persóna

Ég styð Ingibjörgu Sólrúnu.

persóna, 13.1.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Halla!  Trúðu mér Ingibjörg er heiðarlegur stjórnmálamaður sem hægt er að vinna með.  Hún lofaði ýmsu í upphafi samstarfsins og við það stendur hún fram í rauðan dauðann.  Hún mun gefa þeim svigrúm þar til eftir landsfund.

Davíð hefur ekki fengið neinn helvítis skell.  Það á að vera búið að reka hann fyrir löngu.  ALlir alþjóða sérfræðingar segja það og allir sem eitthvað vit hafa á málum. 

Ástandið er ekki Ingibjörgu að kenna nema síður sé en henni ber að svara fyrir það, en því miður eru hendur hennar bundnar vegna samnings við upphaf stjórnarsamstarfs.  Þá gat engin ímyndað sér hvað gerast myndi.  Ég yrði ekki hissa þótt ISG segði af sér, en þá myndi ég líkja því við að verið væri að hengja bakara fyrir smið. 

Að segja að maður treysti einhverjum til góðra verka, þarf ekki að þýða að maður treysti honum í hvað sem er.

Ég er mannþekkjar mikill, þótt ég segi sjálf frá.  Ég trúi því að ISG sé heiðarleg og ég treysti því að hún muni sporna við því sem íhaldið er að gera þessa dagana.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.1.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Halla Rut

Ég dáist reyndar af því Ingibjörg hvernig þú sérð ávallt það besta í hverri manneskju. Það gerir þig að góðum kennara.

Halla Rut , 13.1.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.1.2009 kl. 22:42

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tek undir með Höllu með aðdáun hennar á þeirri viðleitni þinni til að verja þína konu, & reyndar líka undir meginefni færzlu þinnar um Valhallarmazkínuna, sem ég þekki of vel til að ná glotta eða gráta yfir skilvirkninni hennar.

En málstaðurinn hennar ISG er vondur, & ég held hún viti það vel ...

Steingrímur Helgason, 13.1.2009 kl. 23:13

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ingibjöörg fórnaði mannorði sínu til að bjarga mannorði Sigurbjargar.

Sigurður Þórðarson, 14.1.2009 kl. 00:33

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Burt séð frá víkingunum sem eiga stærstan þátt í hruninu  er það alveg á hreinu að Ingibjörg er ekki manneskja til að stjórna einu né neinu og þess vegna á hún að hætta. Þú bendir réttilega að margir erlendir sérfræðingar séu hissa á að Davíð sitji enn. Það voru líka margir alþjóðasérfræðingar sem bentu Ingibjörgu og Geir í hvað stefndi svo það er billeg skýring að engin hafi séð þetta fyrir. Það var bara ekki hlustað og stóð aldrei til að hlusta. Þess í stað voru þessir sérfræðingar úthrópaðir sem illa upplýstir utangarðsmenn sem vissu ekkert um hvað þeir væru að tala. Þarna liggja mistök ráðherranna og margur hefur sagt af sér fyrir minna en dómgreindarleysi. öll ríkisstjórnin í Belgíu sagði af sér á dögunum fyrir mun minni sakir en þetta. Þar fyrir utan eru engin þarf engin geimvísindi til að skilja píluna sem Ingibjörg sendi Sigurbjörgu.

Víðir Benediktsson, 14.1.2009 kl. 00:46

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þau eiga  öll á fá skellinn og segja af sér, þau eiga ekki traust þjóðarinnar og fá það ekki aftur. Enginn þeirra!

ISG er ekki heil heilsu og hefði átt að vera í veikindafríi. En þegar hún lýstir yfir trausti á Árna og Davíð þá fauk endanlega mín von um að hún hugsalega sæi að sér. Athugaðu að ég var flokkbunin í SF en sagði mig úr honum eins og fleiri, SF átti aldrei að fara í þetta samstarf, hef verið á móti því frá upphafi.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 12:59

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Víðir segir allt sem þarf. Vittna bara í hann. Hann hefur meira vit og visku í þessum málaflokki en ég. Læt þetta nægja.  Góður pisill Ingibjörg!

Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband