Takk kærlega fyrir það!

Ég er að vona að fleiri fari í þín fótspor.

 Það er aldrei brýnna en nú að fólk í viðskiptum sé ekki inn á þingi, því það eru hagsmunir fólksisns sem eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hagsmunir einstakra þingmanna.

Þessi fyrrigreiðslupólitík hefur verið allt of ríkjandi og ef ég mætti ráða þá yrði þingmönnum fækkað um helming og í staðin settur einhverskonar kviðdómur eða umboðsmenn sem tæku að sér að sjá til þess að allt væri með felldu í störfum þingmanna.  Fjármál flokkanna ættu að vera opin og einnig tengsl þingmanna við viðskiptalífið, frændsemi og annað.

Við hefðum átt að taka við okkur fyrr, búin að sjá Sjálfstæðismenn raða hæstaréttardómurum úr sínum röðum inn í hæstarétt.  Þetta er háalvarlegt og á ekki að líðast í lýðræðisríki.

Takk Lúðvík fyrir að hafa vit á því að draga þig í hlé. 

 


mbl.is Lúðvík gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Settu upp gleraugu kona - Ingibjörg er búin að fæla hann í burtu líka eins og fleiri af fáum frambærilegum - heiðarlegum Samfylkingarþingmönnum  - rógur fjölmiðla um hann var slíkur að sennilega er hann að verja fjölskyldu sína með ´því að hætta í stjórnmálum - þegar fjölmiðlar og bloggarar moka óhróðri dögum og vikum saman yfir einhvern einstakling er öll fjölskylda viðkomandi aðila fórnarlömb.

Farið að slaka á - ein spurning - Þú þakkar honum fyrir að draga sig í hlé - hvað með forsætisráðherrann - fjármálaráðherrann ofl. sem eru jú búin að vera á þingi mun lengur en Lúðvík - skv þínum orðum í þakklæti til Lúðvíks hlýtur þú að fordæma áframhaldandi setu þeirra og framboð í næstu kosningum

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ótrúlega ert þú geðgóður eða illur Ólafur.

Ég hef ekki kastað einu rýrðar orði á Lúðvík, hef bara þessa skoðun um þá þingmenn sem hafa annarra hagsmuna að gæta en að vera þingmenn fyrir fólkið.

Hinsvegar ef þú lest það sem ég hef skrifað þá hef ég beinlínis farið fram á að ráðherrar, allir nema Jóhanna segi af sér og fleira í þeim dúr.

Eigðu friðsælan og góðan dag Ólafur I Hrólfsson.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.2.2009 kl. 06:03

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

"hef bara þessa skoðun um þá þingmenn sem hafa annarra hagsmuna að gæta en að vera þingmenn fyrir fólkið" Sammála þér Imba, fyrrverandi fjármálaráðherra t.d. hefði mátt taka þetta til sín.

Rut Sumarliðadóttir, 20.2.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband