Rétt eins og venjulega

Alltaf skal hann koma vel út úr viðtali.  Eftir síðasta Kastljósþátt voru margir voða ánægðir með Davíð.

 Það er rétt hjá Davíð hann var alltaf að vara við Baugsfeðgum og Jóni Ólafssyni.  Ekki man ég hverjur voru eyturlifjabarónar í hans augum, enda skiptir það ekki máli.

Það var Davíð sjálfur sem einkavinavæddi, seldi bankana eða gaf, og það var hann sem gleymdi að setja reglurnar. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í hagsmunagæslu fyrir Kolkrabbann og þeim tengdum, þess vegna var það afar vont fyrir hann þegar hann missti stjórnartaumana á einkavinavæðingunni og inn komu þessir götustrákar og keyptu upp allt sem var til sölu með gúmmítjekkum.

Davíð það er þér að kenna, en þú hefðri getað stoppað það af áður en þú fórst í seðlabankann og áður en þú settir eftirlaunalögin sem eru svo ósanngjörn að venjulegu fólki ofbýður.  Sérstaklega klausan um töku á eftirlaunum 55 ára.  Og setja svo sjálfan þig í seðlabankastjórastöðuna.  Ef þú sérð ekkert rangt við það og að auki að setja þinn einkavin sem hæstaréttardómara þegar aðrir voru til þess hæfar.  Já, ég endurtek, ef þú sérð ekkert rangt við það, þá ertu siðblindur, rétt eins og þeir sem eru að kasta eggjum í hús þitt og halda vöku fyrir þér og þinni ágætu frú.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vissulega rétt hjá þér að það var Davíð sem ákvað kvaða "óreiðumenn" væru hæfir til að fá gefins banka.  Davíð gaf þeim frelsi og kemur svo eftir á mjög hissa og óánægður með þessa sömu einstaklinga.. - því miður fyrir Davíð þá mun stjórnmálaferil hans eflaust fá algjöra falleinkunn hjá sagnfræðingum.  Ég læt það svo eftir öðrum að rífast um hverjir séu mestu "skíthælarnir" í þessari "bankaútrás" - í mínum huga er frekar augljóst að of mikið er af "skítapakki" í viðskiptalífinu og síðan er augljóst að í stjórnmálum sitjum við uppi með "sjálftökulið" og hugsanlega er stór hluti þjóðarinnar "fábjánar" og það getur auðvitað ekki farið vel fyrir þjóð sem hefur slíka menn til að stýra okkar fyrirtækjum & þjóðarskútunni....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.2.2009 kl. 21:56

2 identicon

Svo hjartanlega sammála þér. Hvernig stendur á því að Davíð Oddsson er alltaf í þessum dæmalausu drottningarviðtölum? Sigmar var eins og dáleidd kanína. Og hvað er með Björgúlfsfeðga? Lítið rætt um þá.

Helga Sigríður Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:01

3 identicon

Ingibjörg, þetta er einfaldlega rangt hjá þér.

Reglurnar voru settar, en stjórnendur bankanna fóru ekki eftir þeim.

Dæmi: ég brýt lögin, er það þá löggunni að kenna, að fylgjast ekki betur með?

Ingi Þór Hallgrímsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ingi Þór.  Ef að ég lána fimmtán ára barni húsið mitt til að halda partý og afleiðingarnar eru nauðgun, rán og eyðilegging.  Segðu mér!  Hver ber ábyrgðina.

Lögin voru ekki sett, og til að mynda Icesave reikningarnir voru samþykktir af seðlabankanum.  Að mínu viti eru Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eru stærstu sökudólgarnir í bankahruninu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.2.2009 kl. 22:14

5 identicon

nú augljóslega þeirra sem nauðguðu, rændu og eyðilögðu

gunni (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:44

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allt sem fyrrum forsætisráðherra segir og gerir og núverandi seðlabankastjóri...er beint frá guði!

Er svo hissa að nokkrir (örfáir) íslendingar hafi ekki enn áttað sig á þessum STAÐREYNDUM!???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:40

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei nei Ingibjörg.  Davíð getur ekki borið nokkra ábyrgð.  Hann fékk ekki að ráða neinu meðan hann var ráðherra.     Allavega miðað við það sem áhangendur hans segja, þá hefur hann einfaldlega verið á spenanum hjá ríkinu í 20 ár án þess að hafa tekið eina einustu ákvörðun.

Anna Einarsdóttir, 25.2.2009 kl. 00:14

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, heyr. Ef þið lesið bloggið hennar Láru Hönnu er hún með lista af viðtölum við Dodda fyrir hrun en hann varar hvergi við neinu.Öfungt við það sem hann heldur fram í viðtalinu. Veit hann ekki að við búum á upplýsingaöld? Hann veit auðvitað að hans áhangendur bugta sig og beygja endalaust fyrir honum og sjá ekkert samhengi í ástandinu hér og því hverjir stjórna landinu.

Nú er mér allri lokið, við förum heldur ekki í mál við breta. Fréttum það í erlendum fjölmiðlum. Ágætis tillaga að í kosningunum verði skrifa þjóðstjórn á kosningaseðlana. Ekkert X.

Rut Sumarliðadóttir, 25.2.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband